Getur allt fatlað fólk valið sér aðstoðarfólk við kosningar? 26. október 2012 06:00 Í kjölfar forsetakosninga á síðastliðnu sumri fór af stað umræða um að fötluðu fólki væri ekki heimilað skv. kosningalögum að velja sér eigin aðstoðarmann sem fylgdi þeim í kjörklefa. Síðan voru umræddar kosningar kærðar á þeirri forsendu að þær hefðu ekki verið leynilegar þar sem opinber aðili hefði fylgst með því hvernig fólk greiddi atkvæði sitt. Meðal annars var talið að þetta ákvæði laganna bryti í bága við 29. grein samnings SÞ um réttindi fatlaðs fólks. Innanríkisráðherra boðaði þá þegar að þessu þyrfti að breyta og það yrði gert fyrir næstu kosningar. Alþingi samþykkti síðan 11. október sl. breytingu á lögum um kosningar með því ákvæði að þeir sem uppfylla ákvæði 3. mgr. 63. greinar kosningalaga geti sjálfir valið hver aðstoði sig við að greiða atkvæði. Ástæða er til að fagna þeirri breytingu. En ekki er allt sem sýnist því umrædd 3. mgr. 63. greinar kosningalaganna nær síður en svo til allra fatlaðra en þar stendur: „Ef kjósandi skýrir kjörstjóra svo frá að hann sé eigi fær um að árita kjörseðilinn á fyrirskipaðan hátt eða árita og undirrita fylgibréfið sakir sjónleysis eða þess að honum sé hönd ónothæf skal kjörstjóri veita honum aðstoð til þess í einrúmi." Með öðrum orðum; það eru einvörðungu þeir sem búa við fötlun vegna sjónleysis eða hreyfihömlunar á hendi sem höfðu rétt á aðstoð frá kjörstjórn og nú að eigin vali. Landssamtökin Þroskahjálp lögðu til við þá þingnefnd sem hafði málið til meðferðar á Alþingi að þessu orðalagi yrði breytt þannig að í stað „sakir sjónleysis eða þess að honum sé hönd ónothæf" komi „sakir fötlunar". Við því var ekki orðið. Hafa stjórnvöld þá fullgilt 29. grein samnings SÞ um réttindi fatlað fólks? Umræddum lögum er meðal annars ætlað að uppfylla ákvæði 29. greinar samnings SÞ um réttindi fatlaðs fólks. Í A. lið þeirrar greinar eru ákvæði um að aðildarríkin skuli tryggja fötluðum tækifæri til að njóta stjórnmálalegra réttinda sinna til jafns við aðra m.a. með því „að tryggja að kosningaaðferðir, kosningaaðstaða og kjörgögn séu við hæfi, aðgengileg, auðskilin og auðnotuð". Á Íslandi hafa aðallega verið stundaðar svokallaðar listakosningar auk þess sem þjóðin hefur valið sér forseta í kosningum. Listakosningar uppfylla vel ákvæði um að vera aðgengilegar og auðskildar. Þar er flokkum úthlutaður bókstafur og það eina sem kjósendur þurfa að gera er að merkja við bókstaf þess flokks sem þeir vilja styðja. Í forsetakosningum er nægjanlegt að þekkja nafn þess frambjóðanda sem maður vill að sitji í því embætti. Nú eru uppi hugmyndir um að í æ ríkari mæli verði leitað til þjóðarinnar með beinum hætti og þjóðin spurð um margvísleg málefni. Þá verður að tryggja öllum kosningabærum mönnum jafnan rétt og jafna möguleika á því að koma skoðunum sínum til skila á kjörseðli sínum. Fólk með þroskahömlun getur margt hvert sökum fötlunar sinnar, m.a. takmarkaðrar lestrargetu, átt erfitt með að koma vilja sínum með tryggum hætti á framfæri á kjörseðli. Nú er nýlokið ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs. Í þeirri atkvæðagreiðslu var spurt um afstöðu fólks í 6 spurningum. Sumar spurningarnar voru nokkuð langar og ýtarlegar, sú lengsta 22 orð og eitt svarið var 14 orð. Efst á kjörseðli umræddrar atkvæðagreiðslu var eftirfarandi fyrirsögn: Ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögu stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnskipunarlaga og tiltekin álitaefni þeim tengd, skv. ályktun Alþingis 24. maí 2012. Þessi texti verður seint talinn aðgengilegur eða auðlæs. Auk þess var skýringartexti um málsmeðferð við breytingu á stjórnarskrá á seðlinum upp á um það bil 80 orð. Sama var uppi á teningnum þar, textinn hvorki auðlesinn né auðskilinn. Seðillinn í heild sinni var því afar margorður og lítt árennilegur fyrir fólk sem hefur takmarkaða lestrargetu. Samtökunum er heldur ekki kunnugt um að upplýsingaefni á auðskildu máli hafi verið útbúið fyrir umræddar kosningar. Landssamtökin Þroskahjálp eru þess fullviss að vilji Alþingis stendur til þess að tryggja öllum jafna möguleika til þátttöku í opinberum atkvæðagreiðslum í framtíðinni. Nýsamþykkt lög tryggja ekki að svo verði að mati samtakanna. Ljóst er að hin nýju lög uppfylla ekki heldur ákvæði 29. greinar Samnings SÞ um réttindi fatlaðs fólks um að kosningaaðferðir, kosningaaðstaða og kjörgögn séu „við hæfi, aðgengileg, auðskilin og auðnotuð". Það er því brýnt að nauðsynlegar úrbætur verði gerðar meðal annars með því að heimila fólki með þroskahömlun einnig að fá aðstoð í kjörklefa við að koma skoðun sinni á framfæri með öruggum hætti. Landssamtökin Þroskahjálp átelja að ekkert samráð hafi verið haft við samtökin við gerð áðurnefnds frumvarps um breytingar á lögum um kosningar og harma að þeir aðilar sem að þeirri endurskoðun komu hafi ekki verið víðsýnni eða meðvitaðri um vanda fólks með þroskahömlun en þar birtist. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Í kjölfar forsetakosninga á síðastliðnu sumri fór af stað umræða um að fötluðu fólki væri ekki heimilað skv. kosningalögum að velja sér eigin aðstoðarmann sem fylgdi þeim í kjörklefa. Síðan voru umræddar kosningar kærðar á þeirri forsendu að þær hefðu ekki verið leynilegar þar sem opinber aðili hefði fylgst með því hvernig fólk greiddi atkvæði sitt. Meðal annars var talið að þetta ákvæði laganna bryti í bága við 29. grein samnings SÞ um réttindi fatlaðs fólks. Innanríkisráðherra boðaði þá þegar að þessu þyrfti að breyta og það yrði gert fyrir næstu kosningar. Alþingi samþykkti síðan 11. október sl. breytingu á lögum um kosningar með því ákvæði að þeir sem uppfylla ákvæði 3. mgr. 63. greinar kosningalaga geti sjálfir valið hver aðstoði sig við að greiða atkvæði. Ástæða er til að fagna þeirri breytingu. En ekki er allt sem sýnist því umrædd 3. mgr. 63. greinar kosningalaganna nær síður en svo til allra fatlaðra en þar stendur: „Ef kjósandi skýrir kjörstjóra svo frá að hann sé eigi fær um að árita kjörseðilinn á fyrirskipaðan hátt eða árita og undirrita fylgibréfið sakir sjónleysis eða þess að honum sé hönd ónothæf skal kjörstjóri veita honum aðstoð til þess í einrúmi." Með öðrum orðum; það eru einvörðungu þeir sem búa við fötlun vegna sjónleysis eða hreyfihömlunar á hendi sem höfðu rétt á aðstoð frá kjörstjórn og nú að eigin vali. Landssamtökin Þroskahjálp lögðu til við þá þingnefnd sem hafði málið til meðferðar á Alþingi að þessu orðalagi yrði breytt þannig að í stað „sakir sjónleysis eða þess að honum sé hönd ónothæf" komi „sakir fötlunar". Við því var ekki orðið. Hafa stjórnvöld þá fullgilt 29. grein samnings SÞ um réttindi fatlað fólks? Umræddum lögum er meðal annars ætlað að uppfylla ákvæði 29. greinar samnings SÞ um réttindi fatlaðs fólks. Í A. lið þeirrar greinar eru ákvæði um að aðildarríkin skuli tryggja fötluðum tækifæri til að njóta stjórnmálalegra réttinda sinna til jafns við aðra m.a. með því „að tryggja að kosningaaðferðir, kosningaaðstaða og kjörgögn séu við hæfi, aðgengileg, auðskilin og auðnotuð". Á Íslandi hafa aðallega verið stundaðar svokallaðar listakosningar auk þess sem þjóðin hefur valið sér forseta í kosningum. Listakosningar uppfylla vel ákvæði um að vera aðgengilegar og auðskildar. Þar er flokkum úthlutaður bókstafur og það eina sem kjósendur þurfa að gera er að merkja við bókstaf þess flokks sem þeir vilja styðja. Í forsetakosningum er nægjanlegt að þekkja nafn þess frambjóðanda sem maður vill að sitji í því embætti. Nú eru uppi hugmyndir um að í æ ríkari mæli verði leitað til þjóðarinnar með beinum hætti og þjóðin spurð um margvísleg málefni. Þá verður að tryggja öllum kosningabærum mönnum jafnan rétt og jafna möguleika á því að koma skoðunum sínum til skila á kjörseðli sínum. Fólk með þroskahömlun getur margt hvert sökum fötlunar sinnar, m.a. takmarkaðrar lestrargetu, átt erfitt með að koma vilja sínum með tryggum hætti á framfæri á kjörseðli. Nú er nýlokið ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs. Í þeirri atkvæðagreiðslu var spurt um afstöðu fólks í 6 spurningum. Sumar spurningarnar voru nokkuð langar og ýtarlegar, sú lengsta 22 orð og eitt svarið var 14 orð. Efst á kjörseðli umræddrar atkvæðagreiðslu var eftirfarandi fyrirsögn: Ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögu stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnskipunarlaga og tiltekin álitaefni þeim tengd, skv. ályktun Alþingis 24. maí 2012. Þessi texti verður seint talinn aðgengilegur eða auðlæs. Auk þess var skýringartexti um málsmeðferð við breytingu á stjórnarskrá á seðlinum upp á um það bil 80 orð. Sama var uppi á teningnum þar, textinn hvorki auðlesinn né auðskilinn. Seðillinn í heild sinni var því afar margorður og lítt árennilegur fyrir fólk sem hefur takmarkaða lestrargetu. Samtökunum er heldur ekki kunnugt um að upplýsingaefni á auðskildu máli hafi verið útbúið fyrir umræddar kosningar. Landssamtökin Þroskahjálp eru þess fullviss að vilji Alþingis stendur til þess að tryggja öllum jafna möguleika til þátttöku í opinberum atkvæðagreiðslum í framtíðinni. Nýsamþykkt lög tryggja ekki að svo verði að mati samtakanna. Ljóst er að hin nýju lög uppfylla ekki heldur ákvæði 29. greinar Samnings SÞ um réttindi fatlaðs fólks um að kosningaaðferðir, kosningaaðstaða og kjörgögn séu „við hæfi, aðgengileg, auðskilin og auðnotuð". Það er því brýnt að nauðsynlegar úrbætur verði gerðar meðal annars með því að heimila fólki með þroskahömlun einnig að fá aðstoð í kjörklefa við að koma skoðun sinni á framfæri með öruggum hætti. Landssamtökin Þroskahjálp átelja að ekkert samráð hafi verið haft við samtökin við gerð áðurnefnds frumvarps um breytingar á lögum um kosningar og harma að þeir aðilar sem að þeirri endurskoðun komu hafi ekki verið víðsýnni eða meðvitaðri um vanda fólks með þroskahömlun en þar birtist.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun