Viljinn er skýr 26. október 2012 06:00 Þjóðaratkvæðagreiðslan sem fram fór á laugardaginn markar þáttaskil. Niðurstaðan var skýr: Tillaga stjórnlagaráðs verður lögð til grundvallar nýrrar stjórnarskráar. Mikilvægt er að Alþingi nái samstöðu um að ljúka málinu fyrir kosningar en sú samstaða byggist á því að leggja tillögur stjórnlagaráðs til grundvallar. Engin samstaða getur náðst um að leggja tillögurnar til hliðar eða kalla þær fúsk. Ég vil benda á að í stjórnlagaráði hefur þegar farið fram málamiðlun á milli ólíkra sjónarmiða sem njóta stuðnings meðal þjóðarinnar. Hér eru tvö dæmi. Í landinu er rík krafa um að gera landið að einu kjördæmi. Að sama skapi vill fólk viðhalda kjördæmaskipun sem hvetur þingmenn til að verja og sinna sérstökum hagsmunum. Bæði sjónarmið hafa sína kosti og galla. Niðurstaða stjórnlagaráðs er málamiðlun milli þessara sjónarmiða til að ná sátt og samstöðu um nauðsynlegar breytingar. Tillögur stjórnlagaráðs um forsetaembættið eru einnig tilraun til að sætta ólík sjónarmið. Í stjórnlagaráði var fólk sem vildi aukin völd forsetans, en einnig fólk sem vildi takmarka þau í samræmi við hlutverk þjóðhöfðingja í nágrannalöndum okkar. Niðurstaðan er valdalítið en mikilvægt forsetaembætti. Tillögur stjórnlagaráðs fela ekki í sér jafn miklar breytingar og ætla mætti af gagnrýnisröddum. Þingræði er og verður áfram megineinkenni íslenskrar stjórnskipunar og erlendar og margreyndar fyrirmyndir eru að flestum þeim breytingum sem stjórnlagaráð gerði tillögu um. Róttækustu tillögurnar er að mínu viti þrjár: Í fyrsta lagi er vægi atkvæða jafnað og opnað á persónukjör. Í öðru lagi er kveðið á um þjóðareign á auðlindum sem ekki eru í einkaeign. Og í þriðja lagi þjóðaratkvæðagreiðslur að kröfu kjósenda. Allar þessar tillögur njóta mikils stuðnings meðal landsmanna og Alþingi verður að fara mjög varlega í að breyta þeim. Þeir þingmenn sem reyna að útvatna tillögur stjórnlagaráðs um þjóðareign á auðlindum eða jafnt vægi atkvæða munu lenda í erfiðleikum með að útskýra það fyrir kjósendum. Vilji þeirra er jú skýr! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Snorri og Donni Andri Þorvarðarson Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Þjóðaratkvæðagreiðslan sem fram fór á laugardaginn markar þáttaskil. Niðurstaðan var skýr: Tillaga stjórnlagaráðs verður lögð til grundvallar nýrrar stjórnarskráar. Mikilvægt er að Alþingi nái samstöðu um að ljúka málinu fyrir kosningar en sú samstaða byggist á því að leggja tillögur stjórnlagaráðs til grundvallar. Engin samstaða getur náðst um að leggja tillögurnar til hliðar eða kalla þær fúsk. Ég vil benda á að í stjórnlagaráði hefur þegar farið fram málamiðlun á milli ólíkra sjónarmiða sem njóta stuðnings meðal þjóðarinnar. Hér eru tvö dæmi. Í landinu er rík krafa um að gera landið að einu kjördæmi. Að sama skapi vill fólk viðhalda kjördæmaskipun sem hvetur þingmenn til að verja og sinna sérstökum hagsmunum. Bæði sjónarmið hafa sína kosti og galla. Niðurstaða stjórnlagaráðs er málamiðlun milli þessara sjónarmiða til að ná sátt og samstöðu um nauðsynlegar breytingar. Tillögur stjórnlagaráðs um forsetaembættið eru einnig tilraun til að sætta ólík sjónarmið. Í stjórnlagaráði var fólk sem vildi aukin völd forsetans, en einnig fólk sem vildi takmarka þau í samræmi við hlutverk þjóðhöfðingja í nágrannalöndum okkar. Niðurstaðan er valdalítið en mikilvægt forsetaembætti. Tillögur stjórnlagaráðs fela ekki í sér jafn miklar breytingar og ætla mætti af gagnrýnisröddum. Þingræði er og verður áfram megineinkenni íslenskrar stjórnskipunar og erlendar og margreyndar fyrirmyndir eru að flestum þeim breytingum sem stjórnlagaráð gerði tillögu um. Róttækustu tillögurnar er að mínu viti þrjár: Í fyrsta lagi er vægi atkvæða jafnað og opnað á persónukjör. Í öðru lagi er kveðið á um þjóðareign á auðlindum sem ekki eru í einkaeign. Og í þriðja lagi þjóðaratkvæðagreiðslur að kröfu kjósenda. Allar þessar tillögur njóta mikils stuðnings meðal landsmanna og Alþingi verður að fara mjög varlega í að breyta þeim. Þeir þingmenn sem reyna að útvatna tillögur stjórnlagaráðs um þjóðareign á auðlindum eða jafnt vægi atkvæða munu lenda í erfiðleikum með að útskýra það fyrir kjósendum. Vilji þeirra er jú skýr!
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun