Mikil andstaða við lokun Laugavegar 26. október 2012 06:00 Síðustu daga hefur verið greint frá því í fréttum að 75,6% rekstraraðila við Laugaveg hafi lýst ánægju sinni með lokun götunnar í sumar og eru þessar hlutfallstölur byggðar á könnun hóps sem nefnir sig Borghildi. Við undirritaðir rekstraraðilar og fasteignaeigendur á þeim kafla sem lokað var í sumar furðum okkur á þessum niðurstöðum, enda kannast fæstir kaupmenn við að hafa verið spurðir álits í umræddri könnun. Í byrjun marsmánaðar afhenti hópur kaupmanna borgarstjóra lista með nöfnum 48 rekstraraðila og fasteignaeigenda við Laugaveg þar sem mótmælt var harðlega áformum um lokun götunnar. Síðan þá hefur listinn lengst og nálgast um eitt hundrað aðila. Vart þarf frekari vitnanna við um afstöðu kaupmanna í þessu efni, en þeir kaupmenn sem eru fylgjandi lokun eru sárafáir og í miklum minnihluta. Könnun Borghildar var aðeins gerð í einn dag, svo úrtakið er ómarktækt. Það er mjög miður að sjá pólitískan áróður af þessu tagi settan í fræðilegan búning – áróður sem stenst enga skoðun. Hvað afstöðu vegfarenda varðar, þá voru þeir vegfarendur ekki spurðir álits sem höfðu ekki tök á að komast í lokaða götuna, en hreyfihamlaðir og aldraðir eiga í flestum tilfellum óhægt um vik að ganga hundruð metra að verslun, að ekki sé talað um þegar enn örðugra er að finna stæði, þar sem fjöldi bílastæða varð óaðgengilegur í sumar. Niðurstöður könnunar Borghildar eru í hróplegu ósamræmi við skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði í vor um viðhorf kaupmanna til lokunar, en þar kom fram að einungis um fjórðungur aðspurðra studdi lokun. Lokun götunnar hefur haft afar slæm áhrif á verslun og þjónustu við götuna og víða er mikill samdráttur milli ára. Til að mynda hafa eldri viðskiptavinir nánast horfið þann tíma sem gatan er lokuð. Ljóst er að áframhaldandi lokun mun auka enn á viðskiptaflóttann af Laugavegi og þá um leið auka einsleitni í rekstri, en margvísleg starfsemi getur ekki þrifist í lokaðri götu. Ein af stærri verslunum við götuna, Dressmann, hvarf á braut nú fyrir skemmstu og þar með er síðasta alþjóðlega vörumerkið farið af götunni, en við verslunargötur erlendis má jafnan finna búðir fjölþjóðlegra fyrirtækja. Húsnæðið þar sem Dressmann var stendur nú autt og tómt – mitt á þeim kafla Laugavegar sem lokað var í sumar. Lokunin er í reynd aðför af rekstri við götuna. Mörgum viðskiptavinum sem eiga erfitt með gang þarf að aka upp að dyrum, viðskiptavinir hótels þurfa einnig að fá akstur upp að dyrum, stóra hluti þarf gjarnan að afgreiða beint í bifreiðar viðskiptavina o.s.frv. Borgaryfirvöld vildu engar undanþágur veita, til dæmis að gatan yrði opin fyrir hádegi og/eða að kvöldlagi. Allar óskir Samtaka kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg um meðalhóf í þessum efnum voru hunsaðar. Við undirritaðir rekstraraðilar hörmum hvernig beinlínis röngum upplýsingum er haldið að almenningi, en með pólitískum áróðri sem stenst enga skoðun er því haldið fram að almenn sátt sé um aðgerðir sem hafa stórskaðað rekstur við Laugaveg. Óskandi væri að borgaryfirvöld tækju upp samstarf við Samtök kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg, sem telur nærri eitt hundrað félagsmenn og reyndu að stuðla að sátt í stað þess að fara með stanslausum ófriði gegn rekstaraðilum við einu verslunargötu landsins. Höfundar eru kaupmenn við neðarlegan Laugaveg og félagsmenn í Samtökum kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Fíllinn í hjarta Reykjavíkur Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Skoðun Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Síðustu daga hefur verið greint frá því í fréttum að 75,6% rekstraraðila við Laugaveg hafi lýst ánægju sinni með lokun götunnar í sumar og eru þessar hlutfallstölur byggðar á könnun hóps sem nefnir sig Borghildi. Við undirritaðir rekstraraðilar og fasteignaeigendur á þeim kafla sem lokað var í sumar furðum okkur á þessum niðurstöðum, enda kannast fæstir kaupmenn við að hafa verið spurðir álits í umræddri könnun. Í byrjun marsmánaðar afhenti hópur kaupmanna borgarstjóra lista með nöfnum 48 rekstraraðila og fasteignaeigenda við Laugaveg þar sem mótmælt var harðlega áformum um lokun götunnar. Síðan þá hefur listinn lengst og nálgast um eitt hundrað aðila. Vart þarf frekari vitnanna við um afstöðu kaupmanna í þessu efni, en þeir kaupmenn sem eru fylgjandi lokun eru sárafáir og í miklum minnihluta. Könnun Borghildar var aðeins gerð í einn dag, svo úrtakið er ómarktækt. Það er mjög miður að sjá pólitískan áróður af þessu tagi settan í fræðilegan búning – áróður sem stenst enga skoðun. Hvað afstöðu vegfarenda varðar, þá voru þeir vegfarendur ekki spurðir álits sem höfðu ekki tök á að komast í lokaða götuna, en hreyfihamlaðir og aldraðir eiga í flestum tilfellum óhægt um vik að ganga hundruð metra að verslun, að ekki sé talað um þegar enn örðugra er að finna stæði, þar sem fjöldi bílastæða varð óaðgengilegur í sumar. Niðurstöður könnunar Borghildar eru í hróplegu ósamræmi við skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði í vor um viðhorf kaupmanna til lokunar, en þar kom fram að einungis um fjórðungur aðspurðra studdi lokun. Lokun götunnar hefur haft afar slæm áhrif á verslun og þjónustu við götuna og víða er mikill samdráttur milli ára. Til að mynda hafa eldri viðskiptavinir nánast horfið þann tíma sem gatan er lokuð. Ljóst er að áframhaldandi lokun mun auka enn á viðskiptaflóttann af Laugavegi og þá um leið auka einsleitni í rekstri, en margvísleg starfsemi getur ekki þrifist í lokaðri götu. Ein af stærri verslunum við götuna, Dressmann, hvarf á braut nú fyrir skemmstu og þar með er síðasta alþjóðlega vörumerkið farið af götunni, en við verslunargötur erlendis má jafnan finna búðir fjölþjóðlegra fyrirtækja. Húsnæðið þar sem Dressmann var stendur nú autt og tómt – mitt á þeim kafla Laugavegar sem lokað var í sumar. Lokunin er í reynd aðför af rekstri við götuna. Mörgum viðskiptavinum sem eiga erfitt með gang þarf að aka upp að dyrum, viðskiptavinir hótels þurfa einnig að fá akstur upp að dyrum, stóra hluti þarf gjarnan að afgreiða beint í bifreiðar viðskiptavina o.s.frv. Borgaryfirvöld vildu engar undanþágur veita, til dæmis að gatan yrði opin fyrir hádegi og/eða að kvöldlagi. Allar óskir Samtaka kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg um meðalhóf í þessum efnum voru hunsaðar. Við undirritaðir rekstraraðilar hörmum hvernig beinlínis röngum upplýsingum er haldið að almenningi, en með pólitískum áróðri sem stenst enga skoðun er því haldið fram að almenn sátt sé um aðgerðir sem hafa stórskaðað rekstur við Laugaveg. Óskandi væri að borgaryfirvöld tækju upp samstarf við Samtök kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg, sem telur nærri eitt hundrað félagsmenn og reyndu að stuðla að sátt í stað þess að fara með stanslausum ófriði gegn rekstaraðilum við einu verslunargötu landsins. Höfundar eru kaupmenn við neðarlegan Laugaveg og félagsmenn í Samtökum kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun