Ný leið í skuldavanda 27. október 2012 06:00 Í ályktunartillögu sem ég hef lagt fram á Alþingi er skotið á loft þeirri hugmynd að fólki í vanda vegna húsnæðisskulda gefist kostur á að gera hlé á greiðslu iðgjalda í lífeyrissjóð í fimm ár en greiði þess í stað inn á höfuðstól húsnæðisskulda. Að tillögunni samþykktri yrðu kannaðir kostir og gallar við þetta fyrir skuldugar fjölskyldur, lífeyrissjóði, ríkissjóð og aðrar fjármálastofnanir. Því á að vera lokið fyrir 1. mars í vor. Margt gott hefur verið unnið við að létta skuldavanda heimilanna eftir hrun, en þrátt fyrir það er vandinn enn útbreiddur, einkum hjá þeim sem hafa verðtryggð lán frá ákveðnu tímabili fyrir hrun – og margt það fólk myndar eðli málsins samkvæmt uppistöðuna í kynslóð sem nú er á milli þrítugs og fertugs. Við hljótum í sameiningu að leita allra leiða til að létta skuldavandann eftir þær einstæðu hörmungar sem ég leyfði mér í greinargerð með þingmálinu að kalla „mesta áfall Íslandssögunnar af mannavöldum síðan á Sturlungaöld". Hugmyndin er sú að með þessu gefist skuldugu fólki nánast kostur á að taka lán hjá sjálfu sér. Menn fengju fé núna til skuldagreiðslna gegn því að missa hluta lífeyrisréttar síðar á ævinni. Hér er þess vegna ekki verið að búa til peninga úr engu, sem er því miður raunin um ýmsar rakettur í þessum efnum síðustu misserin, eða þá að afskrifa skuldir þannig að þær borgi einhver annar en skuldarinn. Við þetta kynni skuldabyrðin að léttast verulega hjá ýmsum hópum þar sem höfuðstóll skuldanna minnkaði mánaðarlega sem nemur 12% af launatekjum mínus skattur. En nákvæma útreikninga vantar vissulega, til þess er könnunin. Gert er ráð fyrir að takmarka heimild af þessu tagi við allerfiða skuldastöðu, og reikna með að greiðslan bætist við fastagreiðslur af lánunum, sem ættu fljótlega að léttast af þessum sökum. Það er rétt að taka rækilega fram að ég styð grundvallarþætti í lífeyrissjóðakerfinu og tel – hvað sem líður göllum þess og skavönkum – að samningarnir um það árið 1969 hafi verið happaverk. Lífeyrissjóðaskipan okkar er eitt af jákvæðustu einkennum samfélagsgerðarinnar, annars vegar út af samtryggingarprinsippinu – að menn borgi saman í sjóð og sá njóti sem mest þarf á að halda, og svo vegna sjóðsöfnunarinnar umfram gegnumstreymiskerfið sem viðgengst víða í grannlöndunum og veldur nú miklum vandræðum við breytta aldurssamsetningu þjóðanna. Hér er því ekki verið að leggja til neins konar grundvallarbreytingar á kerfinu heldur tímabundið bjargráð til að leysa úr miklum og óvæntum vanda – sem við verðum að horfast í augu við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Í ályktunartillögu sem ég hef lagt fram á Alþingi er skotið á loft þeirri hugmynd að fólki í vanda vegna húsnæðisskulda gefist kostur á að gera hlé á greiðslu iðgjalda í lífeyrissjóð í fimm ár en greiði þess í stað inn á höfuðstól húsnæðisskulda. Að tillögunni samþykktri yrðu kannaðir kostir og gallar við þetta fyrir skuldugar fjölskyldur, lífeyrissjóði, ríkissjóð og aðrar fjármálastofnanir. Því á að vera lokið fyrir 1. mars í vor. Margt gott hefur verið unnið við að létta skuldavanda heimilanna eftir hrun, en þrátt fyrir það er vandinn enn útbreiddur, einkum hjá þeim sem hafa verðtryggð lán frá ákveðnu tímabili fyrir hrun – og margt það fólk myndar eðli málsins samkvæmt uppistöðuna í kynslóð sem nú er á milli þrítugs og fertugs. Við hljótum í sameiningu að leita allra leiða til að létta skuldavandann eftir þær einstæðu hörmungar sem ég leyfði mér í greinargerð með þingmálinu að kalla „mesta áfall Íslandssögunnar af mannavöldum síðan á Sturlungaöld". Hugmyndin er sú að með þessu gefist skuldugu fólki nánast kostur á að taka lán hjá sjálfu sér. Menn fengju fé núna til skuldagreiðslna gegn því að missa hluta lífeyrisréttar síðar á ævinni. Hér er þess vegna ekki verið að búa til peninga úr engu, sem er því miður raunin um ýmsar rakettur í þessum efnum síðustu misserin, eða þá að afskrifa skuldir þannig að þær borgi einhver annar en skuldarinn. Við þetta kynni skuldabyrðin að léttast verulega hjá ýmsum hópum þar sem höfuðstóll skuldanna minnkaði mánaðarlega sem nemur 12% af launatekjum mínus skattur. En nákvæma útreikninga vantar vissulega, til þess er könnunin. Gert er ráð fyrir að takmarka heimild af þessu tagi við allerfiða skuldastöðu, og reikna með að greiðslan bætist við fastagreiðslur af lánunum, sem ættu fljótlega að léttast af þessum sökum. Það er rétt að taka rækilega fram að ég styð grundvallarþætti í lífeyrissjóðakerfinu og tel – hvað sem líður göllum þess og skavönkum – að samningarnir um það árið 1969 hafi verið happaverk. Lífeyrissjóðaskipan okkar er eitt af jákvæðustu einkennum samfélagsgerðarinnar, annars vegar út af samtryggingarprinsippinu – að menn borgi saman í sjóð og sá njóti sem mest þarf á að halda, og svo vegna sjóðsöfnunarinnar umfram gegnumstreymiskerfið sem viðgengst víða í grannlöndunum og veldur nú miklum vandræðum við breytta aldurssamsetningu þjóðanna. Hér er því ekki verið að leggja til neins konar grundvallarbreytingar á kerfinu heldur tímabundið bjargráð til að leysa úr miklum og óvæntum vanda – sem við verðum að horfast í augu við.
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar