Fjölskyldan í forgang á Forvarnardaginn Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar 30. október 2012 12:45 Miðvikudaginn 31. október er Forvarnardagur Íslands, hann er haldinn til að minna okkur á að unglingar sem verja í það minnsta klukkustund á dag með fjölskyldum sínum, eru síður líklegir til að hefja neyslu fíkniefna. Áralangar íslenskar rannsóknir sem unnar hafa verið þar sem áhættuhegðun unglinga hefur verið könnuð sýna það og einnig að ungmenni sem stunda íþróttir og annað skipulagt æskulýðsstarf falla mun síður fyrir fíkniefnum og því lengur sem ungmenni bíða með að hefja áfengisneyslu, þeim mun ólíklegra er að þau verði fíkniefnum að bráð. Allir eru sammála um að forvarnir borga sig. Allir eru sammála um að skynsamlegast sé að eyða fjármunum í forvarnir. Hvort sem er í heilbrigðiskerfinu, menntakerfinu eða öðrum þáttum samfélags okkar. Fyrir mér eru forvarnir hluti af lífinu. Þegar maður elst upp á sveitabæ þar sem hluti hinna daglegu verkefna eru að tryggja að hver skepna sé á sínum stað – komist t.d. ekki út á þjóðveg þar sem hún getur orðið fyrir bíl – verður hugtakið forvörn hluti hinnar daglegu vinnu. Í starfi mínu sem dýralæknir var og er stór hluti starfans forvarnir. Þannig ráðleggur maður dýraeigandanum að eyða fjármunum og tíma í forvarnir vegna þess að þannig skilar húsdýrið meiri afurðum og gæludýrið lifir lengur betra lífi. Þetta skilja allir – í þessum forvörnum taka allir þátt. Það ætti að vera jafn augljóst á öðrum sviðum samfélagsins t.d. þegar kemur að fíkniefnum, áfengi, einelti og kynlífi. Engu að síður hefur það reynst erfitt að fá eðlilega viðurkenningu og þar með nauðsynlegt fjármagn til mikilvægra forvarna. Þetta tel ég þó að sé að breytast – eftir að sveitarfélögin tóku yfir rekstur grunnskólans – hafa þau séð mikilvægi þess að beita forvörnum í mennta-, heilbrigðis- og félagskerfinu sem fyrst í lífi hvers barns/fjölskyldu. Þannig nýtast fjármunirnir best en það sem þó er mikilvægara er að þannig skilar stuðningur samfélagsins sér best til einstaklingsins og hans fjölskyldu. Ríkisvaldið hefur að mínu mati ekki náð eins langt í forvarnahugsun. Það sem áhugaverðast er við forvarnir er að þær koma úr tveimur ólíkum áttum. Annars vegar eru það fyrrgreindar forvarnir frá hinu opinbera sem alltaf verður deilt um hvort fái nægjanlega athygli og nauðsynlegt fjármagn. Hinn hluti forvarnanna byrjar og endar hinsvegar hjá okkur sjálfum. Hvort þær fái nægjanlega athygli, tíma eða peninga er algjörlega undir okkur sjálfum komið. Sannanlega hafa rannsóknir sýnt að margfalt betra sé fyrir okkur foreldra að verja tíma með börnum okkar – taka þátt í þeirra félags- og íþróttastarfi. Fara í bíó, fjallgöngu eða vera bara heima og spila á spil. Sumt af þessu kostar ekkert – enga fjármuni – bara tíma og athygli. Það hefur líka verið sýnt fram á að hófleg hreyfing, uppbyggilegar samræður um daginn og veginn hafi jákvæð áhrif á andlega sem líkamlega heilsu fólks og þar með fjölskyldunnar. Notum Forvarnadaginn til að taka ákvörðun um – skora á okkur sjálf – að nota meiri tíma með fjölskyldunni – með börnum okkar og unglingum – með foreldrum okkar, ömmum og öfum. Það þarf ekki alltaf að – sigra sjálfan sig – með maraþonhlaupi, tíu tinda fjallgöngu eða járnmanninum – besti sigurinn fyrir einstaklinginn er að eyða uppbyggilegum tíma með öðrum fjölskyldumeðlimum í leik og starfi – það eru forvarnir – í raun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Jóhannsson Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Miðvikudaginn 31. október er Forvarnardagur Íslands, hann er haldinn til að minna okkur á að unglingar sem verja í það minnsta klukkustund á dag með fjölskyldum sínum, eru síður líklegir til að hefja neyslu fíkniefna. Áralangar íslenskar rannsóknir sem unnar hafa verið þar sem áhættuhegðun unglinga hefur verið könnuð sýna það og einnig að ungmenni sem stunda íþróttir og annað skipulagt æskulýðsstarf falla mun síður fyrir fíkniefnum og því lengur sem ungmenni bíða með að hefja áfengisneyslu, þeim mun ólíklegra er að þau verði fíkniefnum að bráð. Allir eru sammála um að forvarnir borga sig. Allir eru sammála um að skynsamlegast sé að eyða fjármunum í forvarnir. Hvort sem er í heilbrigðiskerfinu, menntakerfinu eða öðrum þáttum samfélags okkar. Fyrir mér eru forvarnir hluti af lífinu. Þegar maður elst upp á sveitabæ þar sem hluti hinna daglegu verkefna eru að tryggja að hver skepna sé á sínum stað – komist t.d. ekki út á þjóðveg þar sem hún getur orðið fyrir bíl – verður hugtakið forvörn hluti hinnar daglegu vinnu. Í starfi mínu sem dýralæknir var og er stór hluti starfans forvarnir. Þannig ráðleggur maður dýraeigandanum að eyða fjármunum og tíma í forvarnir vegna þess að þannig skilar húsdýrið meiri afurðum og gæludýrið lifir lengur betra lífi. Þetta skilja allir – í þessum forvörnum taka allir þátt. Það ætti að vera jafn augljóst á öðrum sviðum samfélagsins t.d. þegar kemur að fíkniefnum, áfengi, einelti og kynlífi. Engu að síður hefur það reynst erfitt að fá eðlilega viðurkenningu og þar með nauðsynlegt fjármagn til mikilvægra forvarna. Þetta tel ég þó að sé að breytast – eftir að sveitarfélögin tóku yfir rekstur grunnskólans – hafa þau séð mikilvægi þess að beita forvörnum í mennta-, heilbrigðis- og félagskerfinu sem fyrst í lífi hvers barns/fjölskyldu. Þannig nýtast fjármunirnir best en það sem þó er mikilvægara er að þannig skilar stuðningur samfélagsins sér best til einstaklingsins og hans fjölskyldu. Ríkisvaldið hefur að mínu mati ekki náð eins langt í forvarnahugsun. Það sem áhugaverðast er við forvarnir er að þær koma úr tveimur ólíkum áttum. Annars vegar eru það fyrrgreindar forvarnir frá hinu opinbera sem alltaf verður deilt um hvort fái nægjanlega athygli og nauðsynlegt fjármagn. Hinn hluti forvarnanna byrjar og endar hinsvegar hjá okkur sjálfum. Hvort þær fái nægjanlega athygli, tíma eða peninga er algjörlega undir okkur sjálfum komið. Sannanlega hafa rannsóknir sýnt að margfalt betra sé fyrir okkur foreldra að verja tíma með börnum okkar – taka þátt í þeirra félags- og íþróttastarfi. Fara í bíó, fjallgöngu eða vera bara heima og spila á spil. Sumt af þessu kostar ekkert – enga fjármuni – bara tíma og athygli. Það hefur líka verið sýnt fram á að hófleg hreyfing, uppbyggilegar samræður um daginn og veginn hafi jákvæð áhrif á andlega sem líkamlega heilsu fólks og þar með fjölskyldunnar. Notum Forvarnadaginn til að taka ákvörðun um – skora á okkur sjálf – að nota meiri tíma með fjölskyldunni – með börnum okkar og unglingum – með foreldrum okkar, ömmum og öfum. Það þarf ekki alltaf að – sigra sjálfan sig – með maraþonhlaupi, tíu tinda fjallgöngu eða járnmanninum – besti sigurinn fyrir einstaklinginn er að eyða uppbyggilegum tíma með öðrum fjölskyldumeðlimum í leik og starfi – það eru forvarnir – í raun.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun