Mótið í Abu Dhabi lykillinn að titlinum Birgir Þór Harðarson skrifar 3. nóvember 2012 08:00 Sebastian Vettel. Nordic Photos / Getty Images Kappaksturinn í Abu Dhabi um helgina er mjög mikilvægur fyrir framvindu heimsmeistaratitilbaráttunnar í ár. Sebastian Vettel, ökuþór Red Bull-liðsins, hefur þrettán stiga forystu á Fernando Alonso, ökuþór Ferrari-liðsins, þegar þrjú mót eru eftir af tímabilinu. Alonso vonast til að geta komið Ferrari-bíl sínum fram fyrir Vettel á brautinni. Vilji Alonso eiga möguleika á heimsmeistaratitlinum er það honum nauðsynlegt að hámarka árangur sinn gagnvart Vettel um helgina. Takist Vettel að vinna kappaksturinn eykur hann forystu sína í 20 stig og gerir honum síðustu mótin mun auðveldari. Eftir mótið í Abu Dhabi verður keppt í Bandaríkjunum og svo í Brasilíu. Það eru að hámarki 75 stig eftir í boði fyrir sigur í öllum þremur mótunum. Átján stig fást fyrir annað sæti og 15 stig fyrir þriðja sæti. Vettel er hins vegar ekki í rónni og segist enn vera berskjaldaður í titilbaráttunni. „Það þarf ekki mikið að fara úrskeiðis til þess að missa af stigunum sem maður er að vonast eftir," sagði Vettel. Formúla Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Kappaksturinn í Abu Dhabi um helgina er mjög mikilvægur fyrir framvindu heimsmeistaratitilbaráttunnar í ár. Sebastian Vettel, ökuþór Red Bull-liðsins, hefur þrettán stiga forystu á Fernando Alonso, ökuþór Ferrari-liðsins, þegar þrjú mót eru eftir af tímabilinu. Alonso vonast til að geta komið Ferrari-bíl sínum fram fyrir Vettel á brautinni. Vilji Alonso eiga möguleika á heimsmeistaratitlinum er það honum nauðsynlegt að hámarka árangur sinn gagnvart Vettel um helgina. Takist Vettel að vinna kappaksturinn eykur hann forystu sína í 20 stig og gerir honum síðustu mótin mun auðveldari. Eftir mótið í Abu Dhabi verður keppt í Bandaríkjunum og svo í Brasilíu. Það eru að hámarki 75 stig eftir í boði fyrir sigur í öllum þremur mótunum. Átján stig fást fyrir annað sæti og 15 stig fyrir þriðja sæti. Vettel er hins vegar ekki í rónni og segist enn vera berskjaldaður í titilbaráttunni. „Það þarf ekki mikið að fara úrskeiðis til þess að missa af stigunum sem maður er að vonast eftir," sagði Vettel.
Formúla Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira