Að hafa styrk til að sækja fram, fjárfesta og skapa störf Páll Harðarson skrifar 3. nóvember 2012 08:00 Aukið eigið fé íslenskra fyrirtækja gæti haft afgerandi áhrif á íslenskt efnahagslíf. Stöðugleiki gæti orðið meiri. Traustur efnahagur kemur í veg fyrir kollsteypur þegar á móti blæs í þjóðarbúskapnum. Hann dregur einnig úr kerfisáhættu í fjármálakerfinu. Vel fjármögnuð fyrirtæki eru áhættuminni lántakar. En það sem mestu máli skiptir er að þau hafa styrk til að sækja fram af krafti, fjárfesta og skapa störf. Nýsköpun gæti aukist, framleiðni vaxið og góðum störfum fjölgað. Eiginfjárhlutfall íslenskra fyrirtækja er nú að meðaltali um 30%. Þetta má m.a. ráða af niðurstöðum könnunar Samkeppniseftirlitsins meðal 120 stærstu fyrirtækja landsins um efnahag í árslok 2011. Samantekt Hagstofunnar fyrir árið 2010 dregur upp svipaða mynd, en hún nær til allflestra fyrirtækja landsins. Íslensk fyrirtæki hafa löngum reitt sig um of á lánsfjármögnun en ef vel tekst til getur fjármögnun þeirra tekið stakkaskiptum. Hlutabréfamarkaður gegnir þar lykilhlutverki. Nú yppa vafalítið einhverjir öxlum. Eiginfjárhlutfall í námunda við 30% hefur þótt sæmilegt hér á landi og auðvitað veltur æskileg eigin fjármögnun á efnum og aðstæðum. Sem meðaltal fyrir atvinnulífið í heild er þetta hlutfall þó afar lágt í alþjóðlegum samanburði. Skýtur það skökku við því sveiflukennt rekstrarumhverfi hérlendis krefst einstaklega traustrar eiginfjárstöðu. Hversu mikið viðbótar eigið fé þarf íslenskt efnahagslíf til að ná framangreindum markmiðum? Sé tekið mið af hlutföllum í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við gæti fjárhæðin numið 300-600 milljörðum króna. Rekstrargrunnur okkar mikilvægustu fyrirtækja myndi styrkjast. Tiltölulega smá og millistór vaxtarfyrirtæki myndu þó e.t.v. hafa hlutfallslega mestan hag af traustari fjármögnun. Hlutabréfamarkaður er mikilvæg uppspretta eigin fjár og aflvaki fjárfestingar. Mikið er því í húfi að endurreisn hlutabréfamarkaðar gangi vel fyrir sig. Það er vart orðum aukið að hún sé forsenda þess að breytingar í þá veru sem hér eru nefndar geti orðið að veruleika. Framsýn stefnumörkun og ábyrg umgengni ráða úrslitumAfar brýnt er að ryðja úr vegi hindrunum sem gætu teflt framangreindri framtíðarsýn í tvísýnu og þar hefur löggjafinn mikið að segja. Vil ég nefna tvennt í þessu sambandi. Annars vegar er útfærsla auðlegðarskatts með þeim hætti að eigendur margra fyrirtækja sem ættu erindi á markað gefa þeim möguleika lítinn gaum. Ástæðan er sú að stofn til auðlegðarskatts miðast við skattalegt eigið fé ef um óskráð fyrirtæki er að ræða, en markaðsvirði ef fyrirtækið er skráð á hlutabréfamarkaði. Allmörg óskráð fyrirtæki hér á landi eru í þeirri stöðu að við skráningu á markað yrði markaðsvirði þeirra langtum hærra en skattalegt eigið fé. Á þetta bæði við um smá og stór fyrirtæki. Ástæða er til að hafa sérstakar áhyggjur af efnilegum vaxtarfyrirtækjum í þessu sambandi. Algengt er að markaðsvirði slíkra fyrirtækja sé margfalt skattalegt eigið fé. Eigendur þeirra standa því frammi fyrir því að að kalla yfir sig stóraukna skattheimtu við það eitt að skrá félag sitt á markað. Þetta eru einmitt þau fyrirtæki þar sem skráning gæti gagnast þjóðfélaginu mest til framtíðar í formi aukinnar fjárfestingar og atvinnusköpunar. Ætlun löggjafans hefur örugglega ekki verið að setja upp slíkan vegatálma fyrir okkar efnilegustu fyrirtæki. Lítilsháttar rýmkun heimilda lífeyrissjóðanna til fjárfestinga á hliðarmarkaði Kauphallarinnar, First North, gæti einnig haft mikla þýðingu fyrir smá og miðlungsstór fyrirtæki. First North, fremur en Aðalmarkaður Kauphallarinnar, er eðlilegur kostur fyrir mörg þessara fyrirtækja. Með þessari breytingu gæti First North verið sá stökkpallur fyrir vaxtarfyrirtæki sem hann hefur reynst á Norðurlöndum. Endurreisn hlutabréfamarkaðar mun að miklu leyti velta á því hvort tekst að endurvinna traust fjárfesta. Hver mistök eru dýr og brýnt að allir þátttakendur á markaði starfi af kostgæfni. Almennir fjárfestar verða að njóta ávinnings til jafns við aðra. Markaðsumhverfið verður að vera til þess fallið að laða að jafnt innlent sem erlent fjármagn. Þetta er ögrandi verkefni sem getur haft víðtæk og jákvæð áhrif á íslenskt atvinnulíf til framtíðar. Umgengni við þessa sameiginlegu auðlind og stefnumörkun þarf að einkennast af ábyrgð og framsýni. Von mín er að þetta verði leiðarljós allra sem að þessu verkefni koma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Sjá meira
Aukið eigið fé íslenskra fyrirtækja gæti haft afgerandi áhrif á íslenskt efnahagslíf. Stöðugleiki gæti orðið meiri. Traustur efnahagur kemur í veg fyrir kollsteypur þegar á móti blæs í þjóðarbúskapnum. Hann dregur einnig úr kerfisáhættu í fjármálakerfinu. Vel fjármögnuð fyrirtæki eru áhættuminni lántakar. En það sem mestu máli skiptir er að þau hafa styrk til að sækja fram af krafti, fjárfesta og skapa störf. Nýsköpun gæti aukist, framleiðni vaxið og góðum störfum fjölgað. Eiginfjárhlutfall íslenskra fyrirtækja er nú að meðaltali um 30%. Þetta má m.a. ráða af niðurstöðum könnunar Samkeppniseftirlitsins meðal 120 stærstu fyrirtækja landsins um efnahag í árslok 2011. Samantekt Hagstofunnar fyrir árið 2010 dregur upp svipaða mynd, en hún nær til allflestra fyrirtækja landsins. Íslensk fyrirtæki hafa löngum reitt sig um of á lánsfjármögnun en ef vel tekst til getur fjármögnun þeirra tekið stakkaskiptum. Hlutabréfamarkaður gegnir þar lykilhlutverki. Nú yppa vafalítið einhverjir öxlum. Eiginfjárhlutfall í námunda við 30% hefur þótt sæmilegt hér á landi og auðvitað veltur æskileg eigin fjármögnun á efnum og aðstæðum. Sem meðaltal fyrir atvinnulífið í heild er þetta hlutfall þó afar lágt í alþjóðlegum samanburði. Skýtur það skökku við því sveiflukennt rekstrarumhverfi hérlendis krefst einstaklega traustrar eiginfjárstöðu. Hversu mikið viðbótar eigið fé þarf íslenskt efnahagslíf til að ná framangreindum markmiðum? Sé tekið mið af hlutföllum í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við gæti fjárhæðin numið 300-600 milljörðum króna. Rekstrargrunnur okkar mikilvægustu fyrirtækja myndi styrkjast. Tiltölulega smá og millistór vaxtarfyrirtæki myndu þó e.t.v. hafa hlutfallslega mestan hag af traustari fjármögnun. Hlutabréfamarkaður er mikilvæg uppspretta eigin fjár og aflvaki fjárfestingar. Mikið er því í húfi að endurreisn hlutabréfamarkaðar gangi vel fyrir sig. Það er vart orðum aukið að hún sé forsenda þess að breytingar í þá veru sem hér eru nefndar geti orðið að veruleika. Framsýn stefnumörkun og ábyrg umgengni ráða úrslitumAfar brýnt er að ryðja úr vegi hindrunum sem gætu teflt framangreindri framtíðarsýn í tvísýnu og þar hefur löggjafinn mikið að segja. Vil ég nefna tvennt í þessu sambandi. Annars vegar er útfærsla auðlegðarskatts með þeim hætti að eigendur margra fyrirtækja sem ættu erindi á markað gefa þeim möguleika lítinn gaum. Ástæðan er sú að stofn til auðlegðarskatts miðast við skattalegt eigið fé ef um óskráð fyrirtæki er að ræða, en markaðsvirði ef fyrirtækið er skráð á hlutabréfamarkaði. Allmörg óskráð fyrirtæki hér á landi eru í þeirri stöðu að við skráningu á markað yrði markaðsvirði þeirra langtum hærra en skattalegt eigið fé. Á þetta bæði við um smá og stór fyrirtæki. Ástæða er til að hafa sérstakar áhyggjur af efnilegum vaxtarfyrirtækjum í þessu sambandi. Algengt er að markaðsvirði slíkra fyrirtækja sé margfalt skattalegt eigið fé. Eigendur þeirra standa því frammi fyrir því að að kalla yfir sig stóraukna skattheimtu við það eitt að skrá félag sitt á markað. Þetta eru einmitt þau fyrirtæki þar sem skráning gæti gagnast þjóðfélaginu mest til framtíðar í formi aukinnar fjárfestingar og atvinnusköpunar. Ætlun löggjafans hefur örugglega ekki verið að setja upp slíkan vegatálma fyrir okkar efnilegustu fyrirtæki. Lítilsháttar rýmkun heimilda lífeyrissjóðanna til fjárfestinga á hliðarmarkaði Kauphallarinnar, First North, gæti einnig haft mikla þýðingu fyrir smá og miðlungsstór fyrirtæki. First North, fremur en Aðalmarkaður Kauphallarinnar, er eðlilegur kostur fyrir mörg þessara fyrirtækja. Með þessari breytingu gæti First North verið sá stökkpallur fyrir vaxtarfyrirtæki sem hann hefur reynst á Norðurlöndum. Endurreisn hlutabréfamarkaðar mun að miklu leyti velta á því hvort tekst að endurvinna traust fjárfesta. Hver mistök eru dýr og brýnt að allir þátttakendur á markaði starfi af kostgæfni. Almennir fjárfestar verða að njóta ávinnings til jafns við aðra. Markaðsumhverfið verður að vera til þess fallið að laða að jafnt innlent sem erlent fjármagn. Þetta er ögrandi verkefni sem getur haft víðtæk og jákvæð áhrif á íslenskt atvinnulíf til framtíðar. Umgengni við þessa sameiginlegu auðlind og stefnumörkun þarf að einkennast af ábyrgð og framsýni. Von mín er að þetta verði leiðarljós allra sem að þessu verkefni koma.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun