Loftrýmisgæslan og samstaða Össur Skarphéðinsson skrifar 6. nóvember 2012 06:00 Við Íslendingar gerum okkur ekki alltaf grein fyrir því hversu samstarf Norðurlandaríkjanna fimm á öllum sviðum er okkur dýrmætt. Það er helsta ástæðan fyrir því að Ísland, alveg eins og hin löndin fjögur, boxar alþjóðlega töluvert fyrir ofan sinn raunverulega þyngdarflokk. Ein af þeim lexíum sem ég hef dregið af ferli mínum sem utanríkisráðherra er að fátt er okkur mikilvægara en að efla og ýta undir þetta samstarf á öllum sviðum. Þessi samstaða birtist okkur best á myrkustu dögunum eftir hrunið þegar himnarnir hrundu. Það komu erfiðir dagar og nætur þegar mörgum, þar á meðal mér, fannst við Íslendingar standa aleinir – og jafnvel þeir bregðast sem við töldum þó að við hefðum staðið í hvað dýpstu vináttusambandi við. Það var lexía. Þeir sem þá réttu út höndina okkur til hjálpar og reyndust okkur best voru þeir sem stóðu okkur langnæst – Norðurlandaríkin. Þau, ekki síst Noregur, veittu íslensku þjóðinni ekki aðeins móralskan styrk, heldur reiddu fram ásamt Pólverjum helminginn af þeim gjaldeyrislánum sem voru undirstaða efnahagsáætlunarinnar sem við gerðum í samvinnu við AGS. Það var ekki jafnsjálfsagt og mörgum Íslendingum þótti þegar heimspressan afgreiddi Ísland nánast sem hrunið ríki. En upp úr því fór Ísland að rísa úr ösku bankabálsins. Vilji Svía og Finna til þátttöku í loftrýmisgæslu við Ísland – sem sums staðar er umdeild – er stórpólitísk ákvörðun því í henni felst enn eitt styrkleikatáknið um samstöðu Norðurlandaríkjanna í blíðu og stríðu. Hún hrindir í framkvæmd einni af tillögunum um aukið samstarf Norðurlandaríkjanna sem er að finna í hinni stórmerku skýrslu sem Thorvald Stoltenberg afhenti okkur norrænum utanríkisráðherrum í febrúar 2009. Það var fyrsti fundurinn sem ég sat í þeirra hópi. Áhugi frændþjóðanna tveggja kemur líka í kjölfar yfirlýsingar sem Norðurlandaríkin gerðu með sér árið 2011 um samstöðu til að mæta óförum, bæði náttúrulegum og af manna völdum, á sviði utanríkis- og öryggismála. Ákvörðun Svía og Finna færir ekkert landanna þriggja nær eða fjær Atlantshafsbandalaginu. Hún er hins vegar sterk, táknræn yfirlýsing um að norræna stórfjölskyldan stendur saman og gætir hver annars eftir mætti, hvað sem á dynur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Össur Skarphéðinsson Mest lesið Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Við Íslendingar gerum okkur ekki alltaf grein fyrir því hversu samstarf Norðurlandaríkjanna fimm á öllum sviðum er okkur dýrmætt. Það er helsta ástæðan fyrir því að Ísland, alveg eins og hin löndin fjögur, boxar alþjóðlega töluvert fyrir ofan sinn raunverulega þyngdarflokk. Ein af þeim lexíum sem ég hef dregið af ferli mínum sem utanríkisráðherra er að fátt er okkur mikilvægara en að efla og ýta undir þetta samstarf á öllum sviðum. Þessi samstaða birtist okkur best á myrkustu dögunum eftir hrunið þegar himnarnir hrundu. Það komu erfiðir dagar og nætur þegar mörgum, þar á meðal mér, fannst við Íslendingar standa aleinir – og jafnvel þeir bregðast sem við töldum þó að við hefðum staðið í hvað dýpstu vináttusambandi við. Það var lexía. Þeir sem þá réttu út höndina okkur til hjálpar og reyndust okkur best voru þeir sem stóðu okkur langnæst – Norðurlandaríkin. Þau, ekki síst Noregur, veittu íslensku þjóðinni ekki aðeins móralskan styrk, heldur reiddu fram ásamt Pólverjum helminginn af þeim gjaldeyrislánum sem voru undirstaða efnahagsáætlunarinnar sem við gerðum í samvinnu við AGS. Það var ekki jafnsjálfsagt og mörgum Íslendingum þótti þegar heimspressan afgreiddi Ísland nánast sem hrunið ríki. En upp úr því fór Ísland að rísa úr ösku bankabálsins. Vilji Svía og Finna til þátttöku í loftrýmisgæslu við Ísland – sem sums staðar er umdeild – er stórpólitísk ákvörðun því í henni felst enn eitt styrkleikatáknið um samstöðu Norðurlandaríkjanna í blíðu og stríðu. Hún hrindir í framkvæmd einni af tillögunum um aukið samstarf Norðurlandaríkjanna sem er að finna í hinni stórmerku skýrslu sem Thorvald Stoltenberg afhenti okkur norrænum utanríkisráðherrum í febrúar 2009. Það var fyrsti fundurinn sem ég sat í þeirra hópi. Áhugi frændþjóðanna tveggja kemur líka í kjölfar yfirlýsingar sem Norðurlandaríkin gerðu með sér árið 2011 um samstöðu til að mæta óförum, bæði náttúrulegum og af manna völdum, á sviði utanríkis- og öryggismála. Ákvörðun Svía og Finna færir ekkert landanna þriggja nær eða fjær Atlantshafsbandalaginu. Hún er hins vegar sterk, táknræn yfirlýsing um að norræna stórfjölskyldan stendur saman og gætir hver annars eftir mætti, hvað sem á dynur.
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar