Stuðningsgrein: Af hverju Árna Pál? Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar 5. nóvember 2012 06:00 Samfylkingin er stærsti stjórnmálaflokkur á Íslandi. Hún hefur verið í ríkisstjórn í á hálft sjötta ár. Á þeim tíma hefur allt gerst. Allt sem var óhugsandi – og á ég þar bæði við hrunið og uppbygginguna í kjölfar þess. Þessi tími hefur reynt mjög á og það standa opin sár í hreyfingu jafnaðarmanna. En þessi tími hefur líka kennt okkur að jafnaðarstefnan er eina færa leiðin út úr ógöngum og til framtíðar í þessu landi, þar sem virðing fyrir fólki og náttúrunni, sem við byggjum líf okkar á, er sett í öndvegi stjórnmálanna. Árni Páll Árnason var kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi 2009, vann því næst sæti fyrsta þingmanns kjördæmisins af Sjálfstæðisflokknum í fyrsta sinn í sögunni og hefur í brátt 4 ár gegnt hlutverki leiðtoga okkar í kjördæminu með sóma. Næsta laugardag, þann 10. nóvember, veljum við aftur forystusveit og þá mun ég styðja Árna Pál til áframhaldandi forystu og setja hann í fyrsta sæti. Samstarfið við hann á erfiðustu pólitísku árum okkar allra er ástæða þess að ég kýs að stíga fram honum til stuðnings. Íslensk stjórnmál þurfa manneskju með hans eiginleika núna – hugrekki, yfirsýn og hæfni til að fá hluti til að gerast í heiðarlegri samvinnu við fólk óháð flokki og stöðu. Árni Páll er óhræddur við að nálgast erfiðustu spurningar samtímans frá nýjum sjónarhornum. Allir hafa tekið eftir því í greinaskrifum hans og á fundum með flokksfólki. Hann er tilbúinn að skoða alla hluti upp á nýtt ef aðstæður krefjast þess þó það knýi á að skipta um skoðun. Alltof margir stjórnmálamenn sitja alltaf fastir þar sem þeir komust kringum tvítugt og verða með aldrinum kreddufullir einsýnismenn. Það verður aldrei sagt um Árna Pál. Upprunninn úr Alþýðubandalaginu hefur hann smám saman færst til frjálslyndis og femínisma sem í mínum huga eru aðal Samfylkingarinnar. Sem félagsmálaráðherra var Árna Páli falið að draga vagninn í erfiðustu verkefnum ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur. Og árangurinn talar sínu máli: greiðsluaðlögun, umboðsmaður skuldara og beina brautin fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki litu dagsins ljós. Eða eru allir búnir að gleyma hinni mannfjandsamlegu gjaldþrotalöggjöf sem Íslendingar bjuggu við fyrir hrun? Hér verða ekki rifjaðar upp vendingarnar á stjórnarheimilinu í kjölfar fyrsta gengislánadómsins í ársbyrjun 2010 en minnt á að í kjölfar annars dómsins og lagasetningar í lok sama árs lækkuðu gengistryggðar skuldir almennings um 150 milljarða króna á 90 dögum. Lögin flýttu uppgjörum lána, gáfu mörgum rétt sem ekki hafði verið tryggður og tók ekki rétt af neinum manni. Þetta vill gleymast í umræðunni um gengistryggð húsnæðis- og bílalán landsmanna. Undir forystu Samfylkingar og Árna Páls í félagsmálaráðuneytinu var velferðarsamfélagið varið í dýpstu kreppu sögunnar, staðið fyrir mikilvægu átaki, „Ungt fólk til athafna“, til að forða ungmennum frá böli atvinnuleysis og fundin leið til þess að fjármagna byggingu hjúkrunarheimila fyrir aldraða. Sem efnahags- og viðskiptaráðherra bar Árni Páll ábyrgð á samskiptum ríkisstjórnarinnar við AGS sem lauk með farsælli útskrift á alþjóðlegri ráðstefnu í Hörpu þar sem íslenska leiðin var gerð upp svo eftir hefur verið tekið í alþjóðlegum fjölmiðlum til þessa dags. Allir stjórnmálamenn, ekki síst ef þeir sitja á ráðherrastóli, þurfa að taka erfiðar og umdeildar ákvarðanir með almannahagsmuni í fyrirrúmi en ekki sérsniðnar að einstökum þrýstihópum. En þær þarf að taka og svo þarf fólk að þola mótlætið sem því fylgir því að taka þær. Árni Páll hefur fengið sinn skammt af andstreymi á yfirstandandi kjörtímabili, innan og utan ríkisstjórnar. En hann hefur staðið með jafnaðarstefnunni og almannahagsmunum og fyrir það nýtur hann virðingar þvert á flokksraðir og vítt og breitt í atvinnulífi og verkalýðshreyfingu. Að öðrum ólöstuðum treysti ég Árna Páli best til þess að leiða öfluga Samfylkingu í Suðvesturkjördæmi áfram og til sigurs í alþingiskosningunum í vor. Höfundur var þingkona Samfylkingarinnar 1999-2011. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórunn Sveinbjarnardóttir Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Skoðanagrein – Alþjóðlegi Gigtardaginn: Achieve Your Dreams Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Samfylkingin er stærsti stjórnmálaflokkur á Íslandi. Hún hefur verið í ríkisstjórn í á hálft sjötta ár. Á þeim tíma hefur allt gerst. Allt sem var óhugsandi – og á ég þar bæði við hrunið og uppbygginguna í kjölfar þess. Þessi tími hefur reynt mjög á og það standa opin sár í hreyfingu jafnaðarmanna. En þessi tími hefur líka kennt okkur að jafnaðarstefnan er eina færa leiðin út úr ógöngum og til framtíðar í þessu landi, þar sem virðing fyrir fólki og náttúrunni, sem við byggjum líf okkar á, er sett í öndvegi stjórnmálanna. Árni Páll Árnason var kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi 2009, vann því næst sæti fyrsta þingmanns kjördæmisins af Sjálfstæðisflokknum í fyrsta sinn í sögunni og hefur í brátt 4 ár gegnt hlutverki leiðtoga okkar í kjördæminu með sóma. Næsta laugardag, þann 10. nóvember, veljum við aftur forystusveit og þá mun ég styðja Árna Pál til áframhaldandi forystu og setja hann í fyrsta sæti. Samstarfið við hann á erfiðustu pólitísku árum okkar allra er ástæða þess að ég kýs að stíga fram honum til stuðnings. Íslensk stjórnmál þurfa manneskju með hans eiginleika núna – hugrekki, yfirsýn og hæfni til að fá hluti til að gerast í heiðarlegri samvinnu við fólk óháð flokki og stöðu. Árni Páll er óhræddur við að nálgast erfiðustu spurningar samtímans frá nýjum sjónarhornum. Allir hafa tekið eftir því í greinaskrifum hans og á fundum með flokksfólki. Hann er tilbúinn að skoða alla hluti upp á nýtt ef aðstæður krefjast þess þó það knýi á að skipta um skoðun. Alltof margir stjórnmálamenn sitja alltaf fastir þar sem þeir komust kringum tvítugt og verða með aldrinum kreddufullir einsýnismenn. Það verður aldrei sagt um Árna Pál. Upprunninn úr Alþýðubandalaginu hefur hann smám saman færst til frjálslyndis og femínisma sem í mínum huga eru aðal Samfylkingarinnar. Sem félagsmálaráðherra var Árna Páli falið að draga vagninn í erfiðustu verkefnum ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur. Og árangurinn talar sínu máli: greiðsluaðlögun, umboðsmaður skuldara og beina brautin fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki litu dagsins ljós. Eða eru allir búnir að gleyma hinni mannfjandsamlegu gjaldþrotalöggjöf sem Íslendingar bjuggu við fyrir hrun? Hér verða ekki rifjaðar upp vendingarnar á stjórnarheimilinu í kjölfar fyrsta gengislánadómsins í ársbyrjun 2010 en minnt á að í kjölfar annars dómsins og lagasetningar í lok sama árs lækkuðu gengistryggðar skuldir almennings um 150 milljarða króna á 90 dögum. Lögin flýttu uppgjörum lána, gáfu mörgum rétt sem ekki hafði verið tryggður og tók ekki rétt af neinum manni. Þetta vill gleymast í umræðunni um gengistryggð húsnæðis- og bílalán landsmanna. Undir forystu Samfylkingar og Árna Páls í félagsmálaráðuneytinu var velferðarsamfélagið varið í dýpstu kreppu sögunnar, staðið fyrir mikilvægu átaki, „Ungt fólk til athafna“, til að forða ungmennum frá böli atvinnuleysis og fundin leið til þess að fjármagna byggingu hjúkrunarheimila fyrir aldraða. Sem efnahags- og viðskiptaráðherra bar Árni Páll ábyrgð á samskiptum ríkisstjórnarinnar við AGS sem lauk með farsælli útskrift á alþjóðlegri ráðstefnu í Hörpu þar sem íslenska leiðin var gerð upp svo eftir hefur verið tekið í alþjóðlegum fjölmiðlum til þessa dags. Allir stjórnmálamenn, ekki síst ef þeir sitja á ráðherrastóli, þurfa að taka erfiðar og umdeildar ákvarðanir með almannahagsmuni í fyrirrúmi en ekki sérsniðnar að einstökum þrýstihópum. En þær þarf að taka og svo þarf fólk að þola mótlætið sem því fylgir því að taka þær. Árni Páll hefur fengið sinn skammt af andstreymi á yfirstandandi kjörtímabili, innan og utan ríkisstjórnar. En hann hefur staðið með jafnaðarstefnunni og almannahagsmunum og fyrir það nýtur hann virðingar þvert á flokksraðir og vítt og breitt í atvinnulífi og verkalýðshreyfingu. Að öðrum ólöstuðum treysti ég Árna Páli best til þess að leiða öfluga Samfylkingu í Suðvesturkjördæmi áfram og til sigurs í alþingiskosningunum í vor. Höfundur var þingkona Samfylkingarinnar 1999-2011.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun