Af hverju býð ég mig fram? Hlédís Sveinsdóttir skrifar 7. nóvember 2012 06:00 Ástæða þess að ég gef kost á mér í 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi er ekki sú að ég telji mig vita meira en samferðamenn mínir. Ástæðan er heldur ekki sú að ég hafi svona gaman af karpi og að takast á í orðræðu. Því er þveröfugt farið og einmitt þess vegna ákvað ég að taka þátt. Mig langar að leggja mitt af mörkum til að breyta umhverfi stjórnmála og gera þau mannlegri. Stjórnmálaumræða hefur á síðustu árum litast af reiði og biturð, skiljanlega. Það eru allir sammála um að það var brotið á þjóðinni. En einhvers staðar las ég að það að vera bitur væri eins og að drekka eitur og halda að annar detti niður dauður. Að mínu mati eru biturð og reiði að eitra stjórnmál nútímans. Við erum of reið til að geta hafið okkur upp úr skotgröfunum og horft á heildarmyndina. Það er ekki bara óæskilegt að fólk hætti að skipta sér af stjórnmálum, það er beinlínis hættulegt. Það er ekkert starf hafið yfir gagnrýni, þar eru þingstörf ekki öðruvísi en önnur störf. Það þarf ekki að bera meiri virðingu fyrir þingstörfum en það má ekki heldur bera minni virðingu fyrir þeim. Ef fólk ber ekki virðingu fyrir þingstörfum er næsta skref að bera ekki virðingu fyrir lögunum sem þar eru sett. Hvernig samfélagi viljum við skila af okkur til þeirra sem taka við, barnanna okkar? Ég held að margir sem taka þátt í stjórnmálum hafi það að leiðarljósi. Við höfum alveg mikið umburðarlyndi og stöndum framar en aðrar þjóðir í mörgu þegar kemur að lýðræði og jafnrétti. Við getum þar verið stolt af hegðun okkar. Þess vegna megum við ekki láta biturð og átök eyðileggja stjórnmálin. Við skiptumst ekki upp í hópa, þjóð á móti þingmönnum eða vinstri á móti hægri. Við hljótum öll að vilja hafa þetta eins og hjá fólki. Það skiptir okkur máli að stjórnmál séu í réttum farvegi, fólk bjóði sig fram og standi saman um brýn hagsmunamál þjóðarinnar. Með von um að við sameinumst um að líta jákvæðum augum á stjórnmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hlédís Sveinsdóttir Mest lesið Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Ástæða þess að ég gef kost á mér í 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi er ekki sú að ég telji mig vita meira en samferðamenn mínir. Ástæðan er heldur ekki sú að ég hafi svona gaman af karpi og að takast á í orðræðu. Því er þveröfugt farið og einmitt þess vegna ákvað ég að taka þátt. Mig langar að leggja mitt af mörkum til að breyta umhverfi stjórnmála og gera þau mannlegri. Stjórnmálaumræða hefur á síðustu árum litast af reiði og biturð, skiljanlega. Það eru allir sammála um að það var brotið á þjóðinni. En einhvers staðar las ég að það að vera bitur væri eins og að drekka eitur og halda að annar detti niður dauður. Að mínu mati eru biturð og reiði að eitra stjórnmál nútímans. Við erum of reið til að geta hafið okkur upp úr skotgröfunum og horft á heildarmyndina. Það er ekki bara óæskilegt að fólk hætti að skipta sér af stjórnmálum, það er beinlínis hættulegt. Það er ekkert starf hafið yfir gagnrýni, þar eru þingstörf ekki öðruvísi en önnur störf. Það þarf ekki að bera meiri virðingu fyrir þingstörfum en það má ekki heldur bera minni virðingu fyrir þeim. Ef fólk ber ekki virðingu fyrir þingstörfum er næsta skref að bera ekki virðingu fyrir lögunum sem þar eru sett. Hvernig samfélagi viljum við skila af okkur til þeirra sem taka við, barnanna okkar? Ég held að margir sem taka þátt í stjórnmálum hafi það að leiðarljósi. Við höfum alveg mikið umburðarlyndi og stöndum framar en aðrar þjóðir í mörgu þegar kemur að lýðræði og jafnrétti. Við getum þar verið stolt af hegðun okkar. Þess vegna megum við ekki láta biturð og átök eyðileggja stjórnmálin. Við skiptumst ekki upp í hópa, þjóð á móti þingmönnum eða vinstri á móti hægri. Við hljótum öll að vilja hafa þetta eins og hjá fólki. Það skiptir okkur máli að stjórnmál séu í réttum farvegi, fólk bjóði sig fram og standi saman um brýn hagsmunamál þjóðarinnar. Með von um að við sameinumst um að líta jákvæðum augum á stjórnmál.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar