Ólafur: Juventus hefur gríðarlegan sóknarþunga Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. nóvember 2012 06:00 Andrea Pirlo hefur verið magnaður í sterku liði Juventus. nordicphottos/AFP Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, hefur starfað fyrir danska liðið Nordsjælland að undanförnu og leikgreint lið Ítalíumeistara Juventus. Þessi lið mætast einmitt í Meistaradeild Evrópu í kvöld en leikurinn fer fram í Tórínó. „Ég var að borða hádegismat með þjálfaranum áðan og mér heyrist á honum að það sé fullur hugur á að ná góðum úrslitum í leiknum," sagði Ólafur þegar að Fréttablaðið heyrði í honum. Hann var þá staddur ytra en þar hefur hann verið síðan á föstudag. Juventus tapaði um helgina fyrir Inter, 3-1, í toppslag ítölsku úrvalsdeildarinnar en þetta var fyrsta tap Juventus í 49 deildarleikjum í röð. „Þeir komu inn af gríðarlega miklum krafti í þann leik og ég á ekki von á öðru en að svipað verði upp á teningnum gegn Nordsjælland," sagði Ólafur en hann segir mikinn sóknarþunga búa í liði Juventus. „Það fer það orð af ítalska boltanum heima að þetta sé fyrst og fremst mikill varnarleikur og annað í þeim dúr. Staðreyndin er hins vegar sú að Juventus er gríðarlega öflugt og gríðarlega teknískt knattspyrnulið," segir Ólafur. „Ef Nordsjælland nær að standa af sér mesta áhlaupið í upphafi leiks verður útlitið strax betra fyrir þá." Þessi lið skildu jöfn, 1-1, á Parken fyrir tveimur vikum síðan en Ítalirnir skoruðu jöfnunarmarkið þegar níu mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. „Auðvitað var það svekkjandi en liðið má vel við una þegar allt er tekið inn í reikninginn," segir Ólafur sem segir að lykilatriði fyrir danska liðið sé að stöðva miðvallarleikmanninn Andrea Pirlo. „Það fer mjög mikið í gegnum hann og liðið hagar sér á ákveðinn hátt þegar hann er stöðvaður. Það eru nokkur atriði í sóknarleik Juventus sem andstæðingar liðsins verða að vera alveg klárir á ef ekki á illa að fara og þetta er eitt af því," segir Ólafur. Juventus hefur gert jafntefli í öllum þremur leikjum sínum til þessa í Meistaradeildinni og segja forráðamenn liðsins að ekkert nema sigur komi til greina í kvöld. Úkraínska liðið Shakhtar Donetsk er óvænt á toppnum með sjö stig eftir sigur á Chelsea í síðustu umferð en liðin mætast á ný í kvöld. Nordsjælland er neðst í riðlinum með eitt stig og þarf því að ná jákvæðum úrslitum í næstu leikjum til að eiga möguleika á að minnsta kosti þriðja sætinu sem veitir þátttökurétt í Evrópudeild UEFA eftir áramót. En þó svo að Ólafur hafi lokið leikgreiningu sinni á Juventus fyrir Nordsjælland mun hann áfram starfa fyrir liðið. „Ég fer næst til Úkraínu til að fylgjast með Shakhtar Donetsk sem verður næsti andstæðingur eftir tvær vikur," segir Ólafur. „Þetta er óneitanlega skemmtileg vinna fyrir mig og lengir tímabilið, ef svo má segja." Meistaradeild Evrópu Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira
Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, hefur starfað fyrir danska liðið Nordsjælland að undanförnu og leikgreint lið Ítalíumeistara Juventus. Þessi lið mætast einmitt í Meistaradeild Evrópu í kvöld en leikurinn fer fram í Tórínó. „Ég var að borða hádegismat með þjálfaranum áðan og mér heyrist á honum að það sé fullur hugur á að ná góðum úrslitum í leiknum," sagði Ólafur þegar að Fréttablaðið heyrði í honum. Hann var þá staddur ytra en þar hefur hann verið síðan á föstudag. Juventus tapaði um helgina fyrir Inter, 3-1, í toppslag ítölsku úrvalsdeildarinnar en þetta var fyrsta tap Juventus í 49 deildarleikjum í röð. „Þeir komu inn af gríðarlega miklum krafti í þann leik og ég á ekki von á öðru en að svipað verði upp á teningnum gegn Nordsjælland," sagði Ólafur en hann segir mikinn sóknarþunga búa í liði Juventus. „Það fer það orð af ítalska boltanum heima að þetta sé fyrst og fremst mikill varnarleikur og annað í þeim dúr. Staðreyndin er hins vegar sú að Juventus er gríðarlega öflugt og gríðarlega teknískt knattspyrnulið," segir Ólafur. „Ef Nordsjælland nær að standa af sér mesta áhlaupið í upphafi leiks verður útlitið strax betra fyrir þá." Þessi lið skildu jöfn, 1-1, á Parken fyrir tveimur vikum síðan en Ítalirnir skoruðu jöfnunarmarkið þegar níu mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. „Auðvitað var það svekkjandi en liðið má vel við una þegar allt er tekið inn í reikninginn," segir Ólafur sem segir að lykilatriði fyrir danska liðið sé að stöðva miðvallarleikmanninn Andrea Pirlo. „Það fer mjög mikið í gegnum hann og liðið hagar sér á ákveðinn hátt þegar hann er stöðvaður. Það eru nokkur atriði í sóknarleik Juventus sem andstæðingar liðsins verða að vera alveg klárir á ef ekki á illa að fara og þetta er eitt af því," segir Ólafur. Juventus hefur gert jafntefli í öllum þremur leikjum sínum til þessa í Meistaradeildinni og segja forráðamenn liðsins að ekkert nema sigur komi til greina í kvöld. Úkraínska liðið Shakhtar Donetsk er óvænt á toppnum með sjö stig eftir sigur á Chelsea í síðustu umferð en liðin mætast á ný í kvöld. Nordsjælland er neðst í riðlinum með eitt stig og þarf því að ná jákvæðum úrslitum í næstu leikjum til að eiga möguleika á að minnsta kosti þriðja sætinu sem veitir þátttökurétt í Evrópudeild UEFA eftir áramót. En þó svo að Ólafur hafi lokið leikgreiningu sinni á Juventus fyrir Nordsjælland mun hann áfram starfa fyrir liðið. „Ég fer næst til Úkraínu til að fylgjast með Shakhtar Donetsk sem verður næsti andstæðingur eftir tvær vikur," segir Ólafur. „Þetta er óneitanlega skemmtileg vinna fyrir mig og lengir tímabilið, ef svo má segja."
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira