Árangur ríkissjóðs – frá vöxtum í velferð Katrín Júlíusdóttir skrifar 8. nóvember 2012 06:00 Það eru orð að sönnu að sú tíð er liðin að vinstri stjórnir eyði meiru en hægri stjórnir. Hafi það nokkurn tímann verið annað en áróðursfullyrðing að hægri menn væru gætnari í meðferð opinberra fjármuna en vinstri menn. Hvarvetna austan hafs sem vestan er hafin tiltekt eftir óráðsíu nýfrjálshyggjunnar á undanförnum áratugum. Endurreisnin gengur best þar sem leikurinn er jafnaður. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, sem nú er á sínu fjórða ári, hóf sína vegferð í samráði við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og færustu hagfræðinga Íslands. Hún valdi í samræmi við pólitískar hugsjónir jafnaðarmanna blandaða leið sem reynst hefur farsæl. Nauðsynlegt var að skera niður ríkisútgjöld. Við eyddum meira en við öfluðum. Um leið voru skattar hækkaðir á þeim sem höfðu bak til að bera auknar byrðar. Þeim var hlíft eftir mætti sem höllum fæti stóðu. Þá var reynt að halda uppi kaupmætti lágtekju- og millitekjufólks þannig að heildareftirspurn í hagkerfinu legði grunn að hagvexti. Þessi stefna hefur gengið upp. Á Íslandi hefur hagkerfið vaxið á meðan víða annars staðar, þar sem kreppan hefur verið látin bitna á almenningi, er viðvarandi samdráttur. Við erum á réttri leið með því að lækka skuldabyrði ríkissjóðs sem hlutfall af framleiðslu landsins af vöru og þjónustu (VLF). Það er mikilvægt. Staða Íslands er þó enn mjög alvarleg. Heildarskuldir munu nema í lok árs um 1.497 milljörðum króna sem er um 85% af VLF og hafa lækkað um 5% frá fyrra ári. Kostnaður af lántöku til þess að styrkja gjaldeyrisforðann, gjaldið fyrir endurreisn fjármálakerfisins og veiking skattstofna ríkisins hafa leitt okkur í þessa stöðu. Ef litið er hins vegar á hreina skuldastöðu ríkissjóðs Íslands, en þar er tekið mið af veittum lánum, kröfum ríkissjóðs, handbæru fé og gjaldeyrisvaraforða, þá er áætlað að hún nemi 794 milljörðum króna í lok þessa árs sem jafngildir um 45% af VLF. Hvernig sem litið er á málin verðum við að gæta ítrustu varúðar í útgjöldum þótt rofað hafi til. Við verðum að temja okkur aðhaldssemi og varkárni í ráðstöfun opinbers fjár. Nú er okkur að takast að loka fjárlagagatinu sem skall á okkur eftir hrun, svo við getum farið að greiða niður skuldir og breyta alltof háum vaxtagreiðslum í velferð. Við þurfum að sameinast um það sem er nauðsynlegt eins og tækjakaup til Landspítalans og fjórðungssjúkrahúsa sem varðar þjóðarhag, en láta annað bíða betri tíma. Samanburður á milli ríkja sýnir að ábyrgð er mest í fjármálastjórn hins opinbera þar sem jafnaðarmenn hafa haft langvarandi ítök. Norðurlöndin eru meðal stöðugustu og samkeppnishæfustu ríkja heims. Í þeirra hópi eigum við að vera. Við tökum mið af þeim og hvikum ekki frá norrænni velferðarstefnu í stjórn fjármála ríkisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Júlíusdóttir Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Það eru orð að sönnu að sú tíð er liðin að vinstri stjórnir eyði meiru en hægri stjórnir. Hafi það nokkurn tímann verið annað en áróðursfullyrðing að hægri menn væru gætnari í meðferð opinberra fjármuna en vinstri menn. Hvarvetna austan hafs sem vestan er hafin tiltekt eftir óráðsíu nýfrjálshyggjunnar á undanförnum áratugum. Endurreisnin gengur best þar sem leikurinn er jafnaður. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, sem nú er á sínu fjórða ári, hóf sína vegferð í samráði við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og færustu hagfræðinga Íslands. Hún valdi í samræmi við pólitískar hugsjónir jafnaðarmanna blandaða leið sem reynst hefur farsæl. Nauðsynlegt var að skera niður ríkisútgjöld. Við eyddum meira en við öfluðum. Um leið voru skattar hækkaðir á þeim sem höfðu bak til að bera auknar byrðar. Þeim var hlíft eftir mætti sem höllum fæti stóðu. Þá var reynt að halda uppi kaupmætti lágtekju- og millitekjufólks þannig að heildareftirspurn í hagkerfinu legði grunn að hagvexti. Þessi stefna hefur gengið upp. Á Íslandi hefur hagkerfið vaxið á meðan víða annars staðar, þar sem kreppan hefur verið látin bitna á almenningi, er viðvarandi samdráttur. Við erum á réttri leið með því að lækka skuldabyrði ríkissjóðs sem hlutfall af framleiðslu landsins af vöru og þjónustu (VLF). Það er mikilvægt. Staða Íslands er þó enn mjög alvarleg. Heildarskuldir munu nema í lok árs um 1.497 milljörðum króna sem er um 85% af VLF og hafa lækkað um 5% frá fyrra ári. Kostnaður af lántöku til þess að styrkja gjaldeyrisforðann, gjaldið fyrir endurreisn fjármálakerfisins og veiking skattstofna ríkisins hafa leitt okkur í þessa stöðu. Ef litið er hins vegar á hreina skuldastöðu ríkissjóðs Íslands, en þar er tekið mið af veittum lánum, kröfum ríkissjóðs, handbæru fé og gjaldeyrisvaraforða, þá er áætlað að hún nemi 794 milljörðum króna í lok þessa árs sem jafngildir um 45% af VLF. Hvernig sem litið er á málin verðum við að gæta ítrustu varúðar í útgjöldum þótt rofað hafi til. Við verðum að temja okkur aðhaldssemi og varkárni í ráðstöfun opinbers fjár. Nú er okkur að takast að loka fjárlagagatinu sem skall á okkur eftir hrun, svo við getum farið að greiða niður skuldir og breyta alltof háum vaxtagreiðslum í velferð. Við þurfum að sameinast um það sem er nauðsynlegt eins og tækjakaup til Landspítalans og fjórðungssjúkrahúsa sem varðar þjóðarhag, en láta annað bíða betri tíma. Samanburður á milli ríkja sýnir að ábyrgð er mest í fjármálastjórn hins opinbera þar sem jafnaðarmenn hafa haft langvarandi ítök. Norðurlöndin eru meðal stöðugustu og samkeppnishæfustu ríkja heims. Í þeirra hópi eigum við að vera. Við tökum mið af þeim og hvikum ekki frá norrænni velferðarstefnu í stjórn fjármála ríkisins.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar