Græna hagkerfið á góðri leið Skúli Helgason skrifar 12. nóvember 2012 06:00 Alþingi samþykkti með öllum greiddum atkvæðum þann 20. mars síðastliðinn stefnu um eflingu græna hagkerfisins, sem nefnd allra þingflokka undir minni forystu mótaði á árunum 2010-2011. Stefnan felur í sér fimmtíu tillögur um aðgerðir sem hafa það að markmiði að skapa atvinnu og verðmæti með aðferðum sem samrýmast markmiðum sjálfbærrar þróunar. Lagt er til að ríkið skapi aðstæður fyrir uppbyggingu græns hagkerfis með ýmiss konar hagrænum hvötum sem örvi fyrirtæki í mismunandi atvinnugreinum til að þróa eða taka upp umhverfisvænar lausnir og verkferla. Víða eru grænir sprotar í íslensku atvinnulífi og má þar nefna græna ferðaþjónustu, fyrirtæki á sviði líftækni og umhverfistækni, vistvæna hönnun, lífræna landbúnaðarframleiðslu og svo mætti lengi telja. Verkefnastjórn á vegum forsætisráðuneytis vinnur nú að forgangsröðun tillagna og mati á kostnaði þeirra. Stefnt er að því að strax í byrjun næsta árs verði hafist handa við að innleiða fyrsta áfanga aðgerðaáætlunar um eflingu græna hagkerfisins. Þar verður m.a. lögð áhersla á að auka fjárfestingar og skapa atvinnu, innleiða græn vinnubrögð í stjórnsýslunni, auka fræðslu til almennings og fyrirtækja um sjálfbæra þróun og skapa frekari hvata til notkunar umhverfisvænna samgöngumáta. Ríkisstjórnin hefur samþykkt að verja 3,5 milljörðum króna í græna hagkerfið á næstu þremur árum sem hluta af fjárfestingaáætlun og fer sú tillaga nú til meðferðar og afgreiðslu á Alþingi. Fyrir það fjármagn er m.a. ætlunin að setja á fót sjóð sem fjárfestir í grænni atvinnustarfsemi hér á landi, laða til landsins grænar erlendar fjárfestingar, stuðla að orkuskiptum í skipum, hvetja til ?grænkunar? fyrirtækja með endurgreiðslum og auka áherslu á vistvæn innkaup, en ríkið kaupir á hverju ári vörur og þjónustu fyrir 100 milljarða króna og getur sent sterk skilaboð út á markaðinn með því að leggja áherslu á innkaup sem uppfylla umhverfiskröfur. Miklar deilur stóðu um árabil um þá stóriðjustefnu sem stjórnvöld ráku á árunum 1995 til 2007. Með eflingu græna hagkerfisins sendum við skýr skilaboð um breytta stefnu þar sem sköpun atvinnu og verðmæta er í góðu samræmi við umhverfisvernd og sjálfbærni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Helgason Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Alþingi samþykkti með öllum greiddum atkvæðum þann 20. mars síðastliðinn stefnu um eflingu græna hagkerfisins, sem nefnd allra þingflokka undir minni forystu mótaði á árunum 2010-2011. Stefnan felur í sér fimmtíu tillögur um aðgerðir sem hafa það að markmiði að skapa atvinnu og verðmæti með aðferðum sem samrýmast markmiðum sjálfbærrar þróunar. Lagt er til að ríkið skapi aðstæður fyrir uppbyggingu græns hagkerfis með ýmiss konar hagrænum hvötum sem örvi fyrirtæki í mismunandi atvinnugreinum til að þróa eða taka upp umhverfisvænar lausnir og verkferla. Víða eru grænir sprotar í íslensku atvinnulífi og má þar nefna græna ferðaþjónustu, fyrirtæki á sviði líftækni og umhverfistækni, vistvæna hönnun, lífræna landbúnaðarframleiðslu og svo mætti lengi telja. Verkefnastjórn á vegum forsætisráðuneytis vinnur nú að forgangsröðun tillagna og mati á kostnaði þeirra. Stefnt er að því að strax í byrjun næsta árs verði hafist handa við að innleiða fyrsta áfanga aðgerðaáætlunar um eflingu græna hagkerfisins. Þar verður m.a. lögð áhersla á að auka fjárfestingar og skapa atvinnu, innleiða græn vinnubrögð í stjórnsýslunni, auka fræðslu til almennings og fyrirtækja um sjálfbæra þróun og skapa frekari hvata til notkunar umhverfisvænna samgöngumáta. Ríkisstjórnin hefur samþykkt að verja 3,5 milljörðum króna í græna hagkerfið á næstu þremur árum sem hluta af fjárfestingaáætlun og fer sú tillaga nú til meðferðar og afgreiðslu á Alþingi. Fyrir það fjármagn er m.a. ætlunin að setja á fót sjóð sem fjárfestir í grænni atvinnustarfsemi hér á landi, laða til landsins grænar erlendar fjárfestingar, stuðla að orkuskiptum í skipum, hvetja til ?grænkunar? fyrirtækja með endurgreiðslum og auka áherslu á vistvæn innkaup, en ríkið kaupir á hverju ári vörur og þjónustu fyrir 100 milljarða króna og getur sent sterk skilaboð út á markaðinn með því að leggja áherslu á innkaup sem uppfylla umhverfiskröfur. Miklar deilur stóðu um árabil um þá stóriðjustefnu sem stjórnvöld ráku á árunum 1995 til 2007. Með eflingu græna hagkerfisins sendum við skýr skilaboð um breytta stefnu þar sem sköpun atvinnu og verðmæta er í góðu samræmi við umhverfisvernd og sjálfbærni.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar