Vítamínsprauta fyrir atvinnulífið Jóhanna Sigurðardóttir skrifar 13. nóvember 2012 06:00 Þegar ég gerði Alþingi grein fyrir þriggja ára fjárfestingaráætlun ríkisstjórnarinnar síðastliðið vor fullyrti ég að hún væri bæði mjög varfærin og skynsamleg og hefði einnig þann tilgang að bæta stöðu ríkissjóðs. Auk þess myndi hún stuðla að verulegri atvinnuuppbyggingu og auknum hagvexti og draga úr atvinnuleysinu. Orðrétt: „Ég tel að nú sé rétti tíminn fyrir metnaðarfulla og djarfa sóknaráætlun eins og hér er til umræðu. Við erum einfaldlega komin á ákveðinn vendipunkt. Hagvöxtur er að glæðast og atvinnuleysi minnkar. Nú sjáum við fyrir að við getum endurheimt fjármuni sem lagðir voru í bankana og ekki síður sanngjarnt gjald af fiskveiðiauðlindinni sem nú er í augsýn.“ Forystumenn stjórnarandstöðunnar höfðu allt á hornum sér þótt þeir viðurkenndu að í áætluninni væri margt ágætra verkefna og framkvæmda. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði meðal annars: „[Ég] gagnrýni að ekki sé tekið á almennu rekstrarumhverfi fyrirtækjanna í landinu og að fjármögnunin sé reist á jafnveikum stoðum og ég hef hér farið yfir.“ Við sama tækifæri sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, að verið væri að útdeila peningum sem ekki væru til staðar. „Á Íslandi eru aðstæður allar eða flestar hinar bestu fyrir nýja fjárfestingu nema ríkisstjórnin sem stöðugt innleiðir nýjar reglur sem halda aftur af fjárfestingu og koma í veg fyrir verðmætasköpun en eyðir þess í stað peningum sem ekki eru til.“ Nú er ljóst að á fjárlögum verða tryggðir liðlega sex milljarðar króna til framkvæmda og verkefna innan fjárfestingaráætlunarinnar og var það kynnt sérstaklega á blaðamannafundi í síðustu viku. Áður var búið að tryggja 4,2 milljarða króna með sérstöku veiðigjaldi. Samtals verður því 10,3 milljörðum króna varið á næsta ári til fjárfestinga samkvæmt áætluninni í heild. Svartsýnistal stjórnarandstæðinga var því ekki á rökum reist. En þeim reynist erfitt að horfast í augu við staðreyndir og segja nú: Jú, gott og vel, en þetta er ekki nóg!Eru það ofurskattar? Hér er erfitt að átta sig á þankaganginum. Stjórnarandstæðingar krefjast lægri skatta og afnáms sérstaka veiðigjaldsins og að með þeim hætti verði „tekið á almennu rekstrarumhverfi fyrirtækjanna í landinu“. Samtímis biðja þeir ríkisvaldið sífellt um meiri fjárfestingar til að örva atvinnulíf og hagvöxt eins og ég hef áður bent á. Ég tel að það standi upp á þá sem svona tala að sýna fram á það að íslensk fyrirtæki í sjávarútvegi, sem og í öðrum greinum, geti ekki greitt svipuð opinber gjöld og tíðkast í öðrum löndum. Veiðigjaldið sérstaka er t.d. innan við fimmtungur af framlegð útgerðarinnar á þessu ári. Einnig má benda á að samkvæmt gögnum OECD er hlutfallsleg skattlagning hagnaðar fyrirtækja ekki sérlega íþyngjandi í samanburði við önnur lönd. Ísland var í 25. sæti á síðastliðnu ári yfir skattlagningu hagnaðar fyrirtækja. Norðurlöndin öll voru þar ofar okkur á listanum auk Bandaríkjanna, Frakklands, Bretlands, Hollands og fjölda annarra landa sem við berum okkur saman við. Hitt er hins vegar ekki síður mikilvægt hvaða stefna er tekin með fjárfestingaráætlun ríkisstjórnarinnar til næstu þriggja ára. Að slepptum fjárfestingum í samgöngumannvirkjum og byggingu nýs fangelsis, húss íslenskra fræða og annarra bygginga er aukinn stuðningur við rannsóknir og tækniþróun, grænt hagkerfi, skapandi greinar og ferðaþjónustu. Ég nefni 500 milljóna króna framlag í sérstakan grænan fjárfestingarsjóð. Ég nefni 470 milljóna króna aukið framlag í Kvikmyndasjóð. Ég nefni 250 milljóna króna framlag í verkefnasjóð skapandi greina. Ég nefni 500 milljóna króna aukið framlag til uppbyggingar ferðamannastaða og 250 milljóna króna framlag til friðlýstra svæða og uppbyggingar og verndunar slíkra staða. Allt eru þetta liðir í nýrri sókn eftir efnahagshrunið.Leggjum atvinnulífinu lið Fjárfestingaráætlunin styður við efnahagsbatann. Hún grundvallast á gjaldtöku af einni helstu auðlind landsmanna og arði af því fjármagni sem ríkið neyddist til að leggja fram til að endurreisa bankana. Hún getur fjölgað störfum verulega. Síðast en ekki síst má líta til þess að nái fjárfestingaráætlunin fram að ganga má gera ráð fyrir að hún skili umtalsverðum tekjum aftur í ríkissjóð eða sem nemur allt að þriðjungi þeirrar upphæðar sem upphaflega var lögð í hana. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Sjá meira
Þegar ég gerði Alþingi grein fyrir þriggja ára fjárfestingaráætlun ríkisstjórnarinnar síðastliðið vor fullyrti ég að hún væri bæði mjög varfærin og skynsamleg og hefði einnig þann tilgang að bæta stöðu ríkissjóðs. Auk þess myndi hún stuðla að verulegri atvinnuuppbyggingu og auknum hagvexti og draga úr atvinnuleysinu. Orðrétt: „Ég tel að nú sé rétti tíminn fyrir metnaðarfulla og djarfa sóknaráætlun eins og hér er til umræðu. Við erum einfaldlega komin á ákveðinn vendipunkt. Hagvöxtur er að glæðast og atvinnuleysi minnkar. Nú sjáum við fyrir að við getum endurheimt fjármuni sem lagðir voru í bankana og ekki síður sanngjarnt gjald af fiskveiðiauðlindinni sem nú er í augsýn.“ Forystumenn stjórnarandstöðunnar höfðu allt á hornum sér þótt þeir viðurkenndu að í áætluninni væri margt ágætra verkefna og framkvæmda. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði meðal annars: „[Ég] gagnrýni að ekki sé tekið á almennu rekstrarumhverfi fyrirtækjanna í landinu og að fjármögnunin sé reist á jafnveikum stoðum og ég hef hér farið yfir.“ Við sama tækifæri sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, að verið væri að útdeila peningum sem ekki væru til staðar. „Á Íslandi eru aðstæður allar eða flestar hinar bestu fyrir nýja fjárfestingu nema ríkisstjórnin sem stöðugt innleiðir nýjar reglur sem halda aftur af fjárfestingu og koma í veg fyrir verðmætasköpun en eyðir þess í stað peningum sem ekki eru til.“ Nú er ljóst að á fjárlögum verða tryggðir liðlega sex milljarðar króna til framkvæmda og verkefna innan fjárfestingaráætlunarinnar og var það kynnt sérstaklega á blaðamannafundi í síðustu viku. Áður var búið að tryggja 4,2 milljarða króna með sérstöku veiðigjaldi. Samtals verður því 10,3 milljörðum króna varið á næsta ári til fjárfestinga samkvæmt áætluninni í heild. Svartsýnistal stjórnarandstæðinga var því ekki á rökum reist. En þeim reynist erfitt að horfast í augu við staðreyndir og segja nú: Jú, gott og vel, en þetta er ekki nóg!Eru það ofurskattar? Hér er erfitt að átta sig á þankaganginum. Stjórnarandstæðingar krefjast lægri skatta og afnáms sérstaka veiðigjaldsins og að með þeim hætti verði „tekið á almennu rekstrarumhverfi fyrirtækjanna í landinu“. Samtímis biðja þeir ríkisvaldið sífellt um meiri fjárfestingar til að örva atvinnulíf og hagvöxt eins og ég hef áður bent á. Ég tel að það standi upp á þá sem svona tala að sýna fram á það að íslensk fyrirtæki í sjávarútvegi, sem og í öðrum greinum, geti ekki greitt svipuð opinber gjöld og tíðkast í öðrum löndum. Veiðigjaldið sérstaka er t.d. innan við fimmtungur af framlegð útgerðarinnar á þessu ári. Einnig má benda á að samkvæmt gögnum OECD er hlutfallsleg skattlagning hagnaðar fyrirtækja ekki sérlega íþyngjandi í samanburði við önnur lönd. Ísland var í 25. sæti á síðastliðnu ári yfir skattlagningu hagnaðar fyrirtækja. Norðurlöndin öll voru þar ofar okkur á listanum auk Bandaríkjanna, Frakklands, Bretlands, Hollands og fjölda annarra landa sem við berum okkur saman við. Hitt er hins vegar ekki síður mikilvægt hvaða stefna er tekin með fjárfestingaráætlun ríkisstjórnarinnar til næstu þriggja ára. Að slepptum fjárfestingum í samgöngumannvirkjum og byggingu nýs fangelsis, húss íslenskra fræða og annarra bygginga er aukinn stuðningur við rannsóknir og tækniþróun, grænt hagkerfi, skapandi greinar og ferðaþjónustu. Ég nefni 500 milljóna króna framlag í sérstakan grænan fjárfestingarsjóð. Ég nefni 470 milljóna króna aukið framlag í Kvikmyndasjóð. Ég nefni 250 milljóna króna framlag í verkefnasjóð skapandi greina. Ég nefni 500 milljóna króna aukið framlag til uppbyggingar ferðamannastaða og 250 milljóna króna framlag til friðlýstra svæða og uppbyggingar og verndunar slíkra staða. Allt eru þetta liðir í nýrri sókn eftir efnahagshrunið.Leggjum atvinnulífinu lið Fjárfestingaráætlunin styður við efnahagsbatann. Hún grundvallast á gjaldtöku af einni helstu auðlind landsmanna og arði af því fjármagni sem ríkið neyddist til að leggja fram til að endurreisa bankana. Hún getur fjölgað störfum verulega. Síðast en ekki síst má líta til þess að nái fjárfestingaráætlunin fram að ganga má gera ráð fyrir að hún skili umtalsverðum tekjum aftur í ríkissjóð eða sem nemur allt að þriðjungi þeirrar upphæðar sem upphaflega var lögð í hana.
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun