Í hvað fer eyrnamerkti skatturinn? Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar 14. nóvember 2012 06:00 Á dögunum gaf SÁÁ út frá sér myndband með yfirskriftinni Betra líf. Þar eru lagðar fram athyglisverðar tillögur um að eyrnamerkja hluta tekna af áfengisgjaldinu fyrir meðferðarstofnanir. Augljóslega var skattlagning áfengis hugsuð sem tekjur til að vega á móti auknum kostnaði í félags- og heilbrigðiskerfinu sökum óhóflegrar áfengisneyslu. Þrátt fyrir það hefur verið bent á að erfitt hefur reynst að fá fjármagn til forvarna og meðferðar úr ríkissjóði. Hugmynd SÁÁ var ekki sérlega vel tekið af ríkisstjórnarflokkunum, t.a.m. lagði velferðarráðherra til aukna skattheimtu ef einhver annar en ríkiskassinn ætti að fá hlut í þessu gjaldi. Auðvitað er alltaf hægt að leggja til aukna skatta en það er hins vegar ekki skynsamlegt. Margt bendir til að nú þegar sé skattlagning á áfengi orðin óhófleg og neyslan hafi færst frá viðurkenndum, löglegum vímugjöfum til ólöglegra og mun hættulegri efna sem ekki skila nokkrum sköttum og valda mun meira álagi á samfélagið. Hugmynd SÁÁ er þó í það minnsta skoðunarinnar virði.Sértekjur stofnana Við höfum reynslu af að eyrnamerkja skatta, t.d. bensín- og olíugjald sem á að fara til uppbyggingar vegamála. Staðreyndin er hins vegar sú að þessir peningar skila sér á rétta staði, gera það með mjög sveiflubundnum hætti og stundum alls ekki. Þá eru ýmsar stofnanir sem hafa markaðar sértekjur. Nefna má sem dæmi Fjármálaeftirlitið, Umboðsmann skuldara, Hafrannsóknastofnun og fleiri. Í raun má halda því fram að flestar stofnanir ríkisins hafi einhverjar markaðar sértekjur. Nú á niðurskurðartímum í kjölfar hrunsins hafa ýmsar stofnanir því haft mismunandi aðstæður til að koma sér undan samdrættinum. Það hefur neikvæð áhrif á heildarárangur í efnahagsstefnu landsins á hverjum tíma þó það hjálpi einstökum stofnunum að lifa af. En það er líka ákaflega ósanngjarnt að markaðar tekjur fari ekki til þeirra verkefna sem þeim var ætlað af löggjafanum á sínum tíma. Taka má dæmi af innheimtu nefskatts t.d. til Framkvæmdasjóðs aldraðra. Alls greiða 183.000 manns á aldrinum 16-69 ára í hann tæplega 1.000 krónur hver sem allavega nú um stundir fara óskiptar í sjóðinn. Ef við tökum RÚV hins vegar, þá gerir ríkissjóður ráð fyrir að fá inn 4.380 millj. og að RÚV fái 3.195 millj. af því. Rúmur milljarður af nefskatti okkar fer því í sama farveg og tekjuskattur, virðisaukaskattur og önnur gjöld. Nefskatturinn til RÚV er 18.800 kr. á lögaðila. Spurningin er því: Ef RÚV þarf bara 3.2 milljarða, af hverju innheimtir ríkið 4,4 milljarða? Er verið að fela skattbyrðina, sýna lægri skattprósentu? Af hverju er nefskatturinn ekki lækkaður?Sóknargjöld kirkjunnar Ríkisvaldið tók að sér fyrir hönd söfnuða þjóðkirkjunnar að innheimta sóknargjöld. Áður fyrr innheimtu gjaldkerar söfnuðanna gjöldin beint af meðlimum kirkjunnar. Síðustu árin hefur ríkisvaldið innheimt full sóknargjöld en sett 2 milljarða, af tekjum söfnuðanna, í eigin vasa í nafni niðurskurðar. Sóknargjöld geta varla kallast sértekjur, hvað þá markaðar tekjur, því þau eru gjöld sem hver söfnuður á en fékk ríkisvaldið til að innheimta fyrir sig. Nú er svo komið að margar kirkjur líða fyrir skort á viðhaldi og margir söfnuðir þurfa að skera niður fjölskyldustarf sitt. Starf sem á tímum langtímaatvinnuleysis og erfiðleika vegna skulda heimilanna hefur aldrei verið mikilvægara. Auðvitað ætti að skila öllu til kirkjunnar sem innheimt er og hafi ríkisstjórnin viljað skera niður gjöldin átti ávinningurinn að lenda hjá fólkinu, safnaðarmeðlimunum, en ekki í ríkiskassanum. Framsóknarflokkurinn vill standa vörð um þjóðkirkjuna og hennar mikilvæga starf. Því finnst okkur eðlilegt að fjármunir söfnuðanna skili sér til þeirra.Niðurstaðan Setja þarf fram skýra stefnu varðandi markaðar tekjur/sértekjur. Í dag virðist ríkisvaldið nota þær með ýmsum hætti. Sumar stofnanir fá að halda sínum sértekjum sem kalla má þá markaðar tekjur. Á aðrar eru lagðir sérstakir nefskattar sem skila sér þó ekki til viðkomandi stofnunar sbr. sóknargjöldin. Ef allar tekjur, skattar, nefskattar og þjónustugjöld rynnu til ríkisins sem síðan deildi tekjunum út til stofnana samkvæmt ákvörðunum fjárlaga mætti halda fram að auðveldara væri að stýra heildarefnahagsstefnu ríkisins og hafa yfirlit yfir fjárreiður og fjárheimildir. Hins vegar hyrfi sá hvati sem stofnanir hafa að ná sér í sértekjur með slíku fyrirkomulagi. Einnig myndu upprunalegar ákvarðanir löggjafans varðandi einstakar stofnanir og málaflokka hverfa við slíkt kerfi. Allavega verður Alþingi og framkvæmdavald að hafa stefnu sem farið er eftir. Spyrja má ef allir nefskattar, sértekjur, sóknargjöld o.fl. sem ekki skila sér til viðkomandi málaflokks en renna í ríkissjóð gerðu það ekki, þyrfti tekjuskattsprósentan að hækka? Hver er heildarskattbyrði Íslendinga? Við í Framsókn viljum að ríkissjóður sé rekinn með langtímamarkmiðum, lagafrumvörp sem fela í sér útgjöld verða líka að fylgja tekjuöflun á móti og að ríkiskerfið sé endurskipulagt með það að markmiði að lækka raunkostnað í rekstri. Hugsunin verði í raun sú sama og að reka heimili þar sem heildartekjur heimilisins verða að standa undir heildarútgjöldum. Í þeim aðgerðum verði forgangsraðað þannig að staðinn sé vörður um mennta-, heilbrigðis- og velferðarkerfið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Jóhannsson Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Sjá meira
Á dögunum gaf SÁÁ út frá sér myndband með yfirskriftinni Betra líf. Þar eru lagðar fram athyglisverðar tillögur um að eyrnamerkja hluta tekna af áfengisgjaldinu fyrir meðferðarstofnanir. Augljóslega var skattlagning áfengis hugsuð sem tekjur til að vega á móti auknum kostnaði í félags- og heilbrigðiskerfinu sökum óhóflegrar áfengisneyslu. Þrátt fyrir það hefur verið bent á að erfitt hefur reynst að fá fjármagn til forvarna og meðferðar úr ríkissjóði. Hugmynd SÁÁ var ekki sérlega vel tekið af ríkisstjórnarflokkunum, t.a.m. lagði velferðarráðherra til aukna skattheimtu ef einhver annar en ríkiskassinn ætti að fá hlut í þessu gjaldi. Auðvitað er alltaf hægt að leggja til aukna skatta en það er hins vegar ekki skynsamlegt. Margt bendir til að nú þegar sé skattlagning á áfengi orðin óhófleg og neyslan hafi færst frá viðurkenndum, löglegum vímugjöfum til ólöglegra og mun hættulegri efna sem ekki skila nokkrum sköttum og valda mun meira álagi á samfélagið. Hugmynd SÁÁ er þó í það minnsta skoðunarinnar virði.Sértekjur stofnana Við höfum reynslu af að eyrnamerkja skatta, t.d. bensín- og olíugjald sem á að fara til uppbyggingar vegamála. Staðreyndin er hins vegar sú að þessir peningar skila sér á rétta staði, gera það með mjög sveiflubundnum hætti og stundum alls ekki. Þá eru ýmsar stofnanir sem hafa markaðar sértekjur. Nefna má sem dæmi Fjármálaeftirlitið, Umboðsmann skuldara, Hafrannsóknastofnun og fleiri. Í raun má halda því fram að flestar stofnanir ríkisins hafi einhverjar markaðar sértekjur. Nú á niðurskurðartímum í kjölfar hrunsins hafa ýmsar stofnanir því haft mismunandi aðstæður til að koma sér undan samdrættinum. Það hefur neikvæð áhrif á heildarárangur í efnahagsstefnu landsins á hverjum tíma þó það hjálpi einstökum stofnunum að lifa af. En það er líka ákaflega ósanngjarnt að markaðar tekjur fari ekki til þeirra verkefna sem þeim var ætlað af löggjafanum á sínum tíma. Taka má dæmi af innheimtu nefskatts t.d. til Framkvæmdasjóðs aldraðra. Alls greiða 183.000 manns á aldrinum 16-69 ára í hann tæplega 1.000 krónur hver sem allavega nú um stundir fara óskiptar í sjóðinn. Ef við tökum RÚV hins vegar, þá gerir ríkissjóður ráð fyrir að fá inn 4.380 millj. og að RÚV fái 3.195 millj. af því. Rúmur milljarður af nefskatti okkar fer því í sama farveg og tekjuskattur, virðisaukaskattur og önnur gjöld. Nefskatturinn til RÚV er 18.800 kr. á lögaðila. Spurningin er því: Ef RÚV þarf bara 3.2 milljarða, af hverju innheimtir ríkið 4,4 milljarða? Er verið að fela skattbyrðina, sýna lægri skattprósentu? Af hverju er nefskatturinn ekki lækkaður?Sóknargjöld kirkjunnar Ríkisvaldið tók að sér fyrir hönd söfnuða þjóðkirkjunnar að innheimta sóknargjöld. Áður fyrr innheimtu gjaldkerar söfnuðanna gjöldin beint af meðlimum kirkjunnar. Síðustu árin hefur ríkisvaldið innheimt full sóknargjöld en sett 2 milljarða, af tekjum söfnuðanna, í eigin vasa í nafni niðurskurðar. Sóknargjöld geta varla kallast sértekjur, hvað þá markaðar tekjur, því þau eru gjöld sem hver söfnuður á en fékk ríkisvaldið til að innheimta fyrir sig. Nú er svo komið að margar kirkjur líða fyrir skort á viðhaldi og margir söfnuðir þurfa að skera niður fjölskyldustarf sitt. Starf sem á tímum langtímaatvinnuleysis og erfiðleika vegna skulda heimilanna hefur aldrei verið mikilvægara. Auðvitað ætti að skila öllu til kirkjunnar sem innheimt er og hafi ríkisstjórnin viljað skera niður gjöldin átti ávinningurinn að lenda hjá fólkinu, safnaðarmeðlimunum, en ekki í ríkiskassanum. Framsóknarflokkurinn vill standa vörð um þjóðkirkjuna og hennar mikilvæga starf. Því finnst okkur eðlilegt að fjármunir söfnuðanna skili sér til þeirra.Niðurstaðan Setja þarf fram skýra stefnu varðandi markaðar tekjur/sértekjur. Í dag virðist ríkisvaldið nota þær með ýmsum hætti. Sumar stofnanir fá að halda sínum sértekjum sem kalla má þá markaðar tekjur. Á aðrar eru lagðir sérstakir nefskattar sem skila sér þó ekki til viðkomandi stofnunar sbr. sóknargjöldin. Ef allar tekjur, skattar, nefskattar og þjónustugjöld rynnu til ríkisins sem síðan deildi tekjunum út til stofnana samkvæmt ákvörðunum fjárlaga mætti halda fram að auðveldara væri að stýra heildarefnahagsstefnu ríkisins og hafa yfirlit yfir fjárreiður og fjárheimildir. Hins vegar hyrfi sá hvati sem stofnanir hafa að ná sér í sértekjur með slíku fyrirkomulagi. Einnig myndu upprunalegar ákvarðanir löggjafans varðandi einstakar stofnanir og málaflokka hverfa við slíkt kerfi. Allavega verður Alþingi og framkvæmdavald að hafa stefnu sem farið er eftir. Spyrja má ef allir nefskattar, sértekjur, sóknargjöld o.fl. sem ekki skila sér til viðkomandi málaflokks en renna í ríkissjóð gerðu það ekki, þyrfti tekjuskattsprósentan að hækka? Hver er heildarskattbyrði Íslendinga? Við í Framsókn viljum að ríkissjóður sé rekinn með langtímamarkmiðum, lagafrumvörp sem fela í sér útgjöld verða líka að fylgja tekjuöflun á móti og að ríkiskerfið sé endurskipulagt með það að markmiði að lækka raunkostnað í rekstri. Hugsunin verði í raun sú sama og að reka heimili þar sem heildartekjur heimilisins verða að standa undir heildarútgjöldum. Í þeim aðgerðum verði forgangsraðað þannig að staðinn sé vörður um mennta-, heilbrigðis- og velferðarkerfið.
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar