Í hvað fer eyrnamerkti skatturinn? Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar 14. nóvember 2012 06:00 Á dögunum gaf SÁÁ út frá sér myndband með yfirskriftinni Betra líf. Þar eru lagðar fram athyglisverðar tillögur um að eyrnamerkja hluta tekna af áfengisgjaldinu fyrir meðferðarstofnanir. Augljóslega var skattlagning áfengis hugsuð sem tekjur til að vega á móti auknum kostnaði í félags- og heilbrigðiskerfinu sökum óhóflegrar áfengisneyslu. Þrátt fyrir það hefur verið bent á að erfitt hefur reynst að fá fjármagn til forvarna og meðferðar úr ríkissjóði. Hugmynd SÁÁ var ekki sérlega vel tekið af ríkisstjórnarflokkunum, t.a.m. lagði velferðarráðherra til aukna skattheimtu ef einhver annar en ríkiskassinn ætti að fá hlut í þessu gjaldi. Auðvitað er alltaf hægt að leggja til aukna skatta en það er hins vegar ekki skynsamlegt. Margt bendir til að nú þegar sé skattlagning á áfengi orðin óhófleg og neyslan hafi færst frá viðurkenndum, löglegum vímugjöfum til ólöglegra og mun hættulegri efna sem ekki skila nokkrum sköttum og valda mun meira álagi á samfélagið. Hugmynd SÁÁ er þó í það minnsta skoðunarinnar virði.Sértekjur stofnana Við höfum reynslu af að eyrnamerkja skatta, t.d. bensín- og olíugjald sem á að fara til uppbyggingar vegamála. Staðreyndin er hins vegar sú að þessir peningar skila sér á rétta staði, gera það með mjög sveiflubundnum hætti og stundum alls ekki. Þá eru ýmsar stofnanir sem hafa markaðar sértekjur. Nefna má sem dæmi Fjármálaeftirlitið, Umboðsmann skuldara, Hafrannsóknastofnun og fleiri. Í raun má halda því fram að flestar stofnanir ríkisins hafi einhverjar markaðar sértekjur. Nú á niðurskurðartímum í kjölfar hrunsins hafa ýmsar stofnanir því haft mismunandi aðstæður til að koma sér undan samdrættinum. Það hefur neikvæð áhrif á heildarárangur í efnahagsstefnu landsins á hverjum tíma þó það hjálpi einstökum stofnunum að lifa af. En það er líka ákaflega ósanngjarnt að markaðar tekjur fari ekki til þeirra verkefna sem þeim var ætlað af löggjafanum á sínum tíma. Taka má dæmi af innheimtu nefskatts t.d. til Framkvæmdasjóðs aldraðra. Alls greiða 183.000 manns á aldrinum 16-69 ára í hann tæplega 1.000 krónur hver sem allavega nú um stundir fara óskiptar í sjóðinn. Ef við tökum RÚV hins vegar, þá gerir ríkissjóður ráð fyrir að fá inn 4.380 millj. og að RÚV fái 3.195 millj. af því. Rúmur milljarður af nefskatti okkar fer því í sama farveg og tekjuskattur, virðisaukaskattur og önnur gjöld. Nefskatturinn til RÚV er 18.800 kr. á lögaðila. Spurningin er því: Ef RÚV þarf bara 3.2 milljarða, af hverju innheimtir ríkið 4,4 milljarða? Er verið að fela skattbyrðina, sýna lægri skattprósentu? Af hverju er nefskatturinn ekki lækkaður?Sóknargjöld kirkjunnar Ríkisvaldið tók að sér fyrir hönd söfnuða þjóðkirkjunnar að innheimta sóknargjöld. Áður fyrr innheimtu gjaldkerar söfnuðanna gjöldin beint af meðlimum kirkjunnar. Síðustu árin hefur ríkisvaldið innheimt full sóknargjöld en sett 2 milljarða, af tekjum söfnuðanna, í eigin vasa í nafni niðurskurðar. Sóknargjöld geta varla kallast sértekjur, hvað þá markaðar tekjur, því þau eru gjöld sem hver söfnuður á en fékk ríkisvaldið til að innheimta fyrir sig. Nú er svo komið að margar kirkjur líða fyrir skort á viðhaldi og margir söfnuðir þurfa að skera niður fjölskyldustarf sitt. Starf sem á tímum langtímaatvinnuleysis og erfiðleika vegna skulda heimilanna hefur aldrei verið mikilvægara. Auðvitað ætti að skila öllu til kirkjunnar sem innheimt er og hafi ríkisstjórnin viljað skera niður gjöldin átti ávinningurinn að lenda hjá fólkinu, safnaðarmeðlimunum, en ekki í ríkiskassanum. Framsóknarflokkurinn vill standa vörð um þjóðkirkjuna og hennar mikilvæga starf. Því finnst okkur eðlilegt að fjármunir söfnuðanna skili sér til þeirra.Niðurstaðan Setja þarf fram skýra stefnu varðandi markaðar tekjur/sértekjur. Í dag virðist ríkisvaldið nota þær með ýmsum hætti. Sumar stofnanir fá að halda sínum sértekjum sem kalla má þá markaðar tekjur. Á aðrar eru lagðir sérstakir nefskattar sem skila sér þó ekki til viðkomandi stofnunar sbr. sóknargjöldin. Ef allar tekjur, skattar, nefskattar og þjónustugjöld rynnu til ríkisins sem síðan deildi tekjunum út til stofnana samkvæmt ákvörðunum fjárlaga mætti halda fram að auðveldara væri að stýra heildarefnahagsstefnu ríkisins og hafa yfirlit yfir fjárreiður og fjárheimildir. Hins vegar hyrfi sá hvati sem stofnanir hafa að ná sér í sértekjur með slíku fyrirkomulagi. Einnig myndu upprunalegar ákvarðanir löggjafans varðandi einstakar stofnanir og málaflokka hverfa við slíkt kerfi. Allavega verður Alþingi og framkvæmdavald að hafa stefnu sem farið er eftir. Spyrja má ef allir nefskattar, sértekjur, sóknargjöld o.fl. sem ekki skila sér til viðkomandi málaflokks en renna í ríkissjóð gerðu það ekki, þyrfti tekjuskattsprósentan að hækka? Hver er heildarskattbyrði Íslendinga? Við í Framsókn viljum að ríkissjóður sé rekinn með langtímamarkmiðum, lagafrumvörp sem fela í sér útgjöld verða líka að fylgja tekjuöflun á móti og að ríkiskerfið sé endurskipulagt með það að markmiði að lækka raunkostnað í rekstri. Hugsunin verði í raun sú sama og að reka heimili þar sem heildartekjur heimilisins verða að standa undir heildarútgjöldum. Í þeim aðgerðum verði forgangsraðað þannig að staðinn sé vörður um mennta-, heilbrigðis- og velferðarkerfið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Jóhannsson Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Á dögunum gaf SÁÁ út frá sér myndband með yfirskriftinni Betra líf. Þar eru lagðar fram athyglisverðar tillögur um að eyrnamerkja hluta tekna af áfengisgjaldinu fyrir meðferðarstofnanir. Augljóslega var skattlagning áfengis hugsuð sem tekjur til að vega á móti auknum kostnaði í félags- og heilbrigðiskerfinu sökum óhóflegrar áfengisneyslu. Þrátt fyrir það hefur verið bent á að erfitt hefur reynst að fá fjármagn til forvarna og meðferðar úr ríkissjóði. Hugmynd SÁÁ var ekki sérlega vel tekið af ríkisstjórnarflokkunum, t.a.m. lagði velferðarráðherra til aukna skattheimtu ef einhver annar en ríkiskassinn ætti að fá hlut í þessu gjaldi. Auðvitað er alltaf hægt að leggja til aukna skatta en það er hins vegar ekki skynsamlegt. Margt bendir til að nú þegar sé skattlagning á áfengi orðin óhófleg og neyslan hafi færst frá viðurkenndum, löglegum vímugjöfum til ólöglegra og mun hættulegri efna sem ekki skila nokkrum sköttum og valda mun meira álagi á samfélagið. Hugmynd SÁÁ er þó í það minnsta skoðunarinnar virði.Sértekjur stofnana Við höfum reynslu af að eyrnamerkja skatta, t.d. bensín- og olíugjald sem á að fara til uppbyggingar vegamála. Staðreyndin er hins vegar sú að þessir peningar skila sér á rétta staði, gera það með mjög sveiflubundnum hætti og stundum alls ekki. Þá eru ýmsar stofnanir sem hafa markaðar sértekjur. Nefna má sem dæmi Fjármálaeftirlitið, Umboðsmann skuldara, Hafrannsóknastofnun og fleiri. Í raun má halda því fram að flestar stofnanir ríkisins hafi einhverjar markaðar sértekjur. Nú á niðurskurðartímum í kjölfar hrunsins hafa ýmsar stofnanir því haft mismunandi aðstæður til að koma sér undan samdrættinum. Það hefur neikvæð áhrif á heildarárangur í efnahagsstefnu landsins á hverjum tíma þó það hjálpi einstökum stofnunum að lifa af. En það er líka ákaflega ósanngjarnt að markaðar tekjur fari ekki til þeirra verkefna sem þeim var ætlað af löggjafanum á sínum tíma. Taka má dæmi af innheimtu nefskatts t.d. til Framkvæmdasjóðs aldraðra. Alls greiða 183.000 manns á aldrinum 16-69 ára í hann tæplega 1.000 krónur hver sem allavega nú um stundir fara óskiptar í sjóðinn. Ef við tökum RÚV hins vegar, þá gerir ríkissjóður ráð fyrir að fá inn 4.380 millj. og að RÚV fái 3.195 millj. af því. Rúmur milljarður af nefskatti okkar fer því í sama farveg og tekjuskattur, virðisaukaskattur og önnur gjöld. Nefskatturinn til RÚV er 18.800 kr. á lögaðila. Spurningin er því: Ef RÚV þarf bara 3.2 milljarða, af hverju innheimtir ríkið 4,4 milljarða? Er verið að fela skattbyrðina, sýna lægri skattprósentu? Af hverju er nefskatturinn ekki lækkaður?Sóknargjöld kirkjunnar Ríkisvaldið tók að sér fyrir hönd söfnuða þjóðkirkjunnar að innheimta sóknargjöld. Áður fyrr innheimtu gjaldkerar söfnuðanna gjöldin beint af meðlimum kirkjunnar. Síðustu árin hefur ríkisvaldið innheimt full sóknargjöld en sett 2 milljarða, af tekjum söfnuðanna, í eigin vasa í nafni niðurskurðar. Sóknargjöld geta varla kallast sértekjur, hvað þá markaðar tekjur, því þau eru gjöld sem hver söfnuður á en fékk ríkisvaldið til að innheimta fyrir sig. Nú er svo komið að margar kirkjur líða fyrir skort á viðhaldi og margir söfnuðir þurfa að skera niður fjölskyldustarf sitt. Starf sem á tímum langtímaatvinnuleysis og erfiðleika vegna skulda heimilanna hefur aldrei verið mikilvægara. Auðvitað ætti að skila öllu til kirkjunnar sem innheimt er og hafi ríkisstjórnin viljað skera niður gjöldin átti ávinningurinn að lenda hjá fólkinu, safnaðarmeðlimunum, en ekki í ríkiskassanum. Framsóknarflokkurinn vill standa vörð um þjóðkirkjuna og hennar mikilvæga starf. Því finnst okkur eðlilegt að fjármunir söfnuðanna skili sér til þeirra.Niðurstaðan Setja þarf fram skýra stefnu varðandi markaðar tekjur/sértekjur. Í dag virðist ríkisvaldið nota þær með ýmsum hætti. Sumar stofnanir fá að halda sínum sértekjum sem kalla má þá markaðar tekjur. Á aðrar eru lagðir sérstakir nefskattar sem skila sér þó ekki til viðkomandi stofnunar sbr. sóknargjöldin. Ef allar tekjur, skattar, nefskattar og þjónustugjöld rynnu til ríkisins sem síðan deildi tekjunum út til stofnana samkvæmt ákvörðunum fjárlaga mætti halda fram að auðveldara væri að stýra heildarefnahagsstefnu ríkisins og hafa yfirlit yfir fjárreiður og fjárheimildir. Hins vegar hyrfi sá hvati sem stofnanir hafa að ná sér í sértekjur með slíku fyrirkomulagi. Einnig myndu upprunalegar ákvarðanir löggjafans varðandi einstakar stofnanir og málaflokka hverfa við slíkt kerfi. Allavega verður Alþingi og framkvæmdavald að hafa stefnu sem farið er eftir. Spyrja má ef allir nefskattar, sértekjur, sóknargjöld o.fl. sem ekki skila sér til viðkomandi málaflokks en renna í ríkissjóð gerðu það ekki, þyrfti tekjuskattsprósentan að hækka? Hver er heildarskattbyrði Íslendinga? Við í Framsókn viljum að ríkissjóður sé rekinn með langtímamarkmiðum, lagafrumvörp sem fela í sér útgjöld verða líka að fylgja tekjuöflun á móti og að ríkiskerfið sé endurskipulagt með það að markmiði að lækka raunkostnað í rekstri. Hugsunin verði í raun sú sama og að reka heimili þar sem heildartekjur heimilisins verða að standa undir heildarútgjöldum. Í þeim aðgerðum verði forgangsraðað þannig að staðinn sé vörður um mennta-, heilbrigðis- og velferðarkerfið.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun