Svar við bréfi Jóhanns Gylfi Arnbjörnsson skrifar 19. nóvember 2012 06:00 Jóhann Hauksson, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, sendi mér opið bréf á föstudag þar sem hann spyr hverjum hann eigi að stefna fyrir að hafa tekið út séreignasparnað sinn til að takast á við kreppuna. Það er miður að Jóhann virðist ekki greina á milli samtryggingar og séreignar. Málið er ekki sérlega flókið. Ef teknir eru skattar af lífeyrissjóðunum þá minnkar geta þeirra til að greiða almennu launafólki lífeyri, af því leiðir að réttindi eru lækkuð. Hins vegar bætir ríkissjóður sem launagreiðandi sínum lífeyrissjóðum og sínum starfsmönnum þennan skatt með auknu framlagi og engin lífeyrisréttindi þarf að lækka. Miðað við almennan áhuga ráðherra og þingmanna á að nota ríkissjóð til að verja eigin réttindi og skilningsleysi þeirra á því að í landinu eru tvö ólík lífeyriskerfi ætti svo sem ekki að koma á óvart, að aðstoðarmenn vaði sömu villu. Og Jóhann, það var ASÍ sem lagði til í október 2008 að hækka yrði vaxtabætur til að hjálpa heimilunum. Ríkisstjórnin gerði hins vegar ekkert í málinu fyrr en 2011 eftir mikinn þrýsting frá ASÍ. Það er dapurlegt að Jóhann skuli setja samasemmerki milli lífeyrisréttinda almennings og stöðu bankanna í hruninu. Það ber vott um undarlega sýn á það sem hér gerðist 2008. Bankarnir voru gerendur í efnahagshruninu á meðan launafólk mátti þola skert lífeyrisréttindi vegna þess. Að ríkisstjórnin skuli útfæra sérstakan skatt á lífeyrisréttindi, skatt sem lendir eingöngu á almennu launafólki sem býr við lakari réttindi en opinberir starfsmenn, er ekki bara óþolandi heldur óréttlátt. Þetta er brot á jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. En sjáðu til Jóhann, þetta vissi forsætisráðherra og allur þingheimur. Þetta höfðu forseti og varaforseti ASÍ farið ítarlega yfir með fulltrúum ríkisstjórnarinnar haustið 2010 þegar ríkisstjórnin krafðist þess að stjórnir lífeyrissjóðanna brytu lög í landinu og aftur haustið 2011 þegar umrætt frumvarp kom fram. Samt var það þannig að þingmenn Samfylkingar og Vinstri grænna ákváðu að styðja þetta frumvarp, vitandi af þessu grófa ójafnræði. Þeir sáu ekki ástæðu til að standa vaktina fyrir 100 þúsund launamenn á hinum almenna vinnumarkaði. Það er miður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gylfi Arnbjörnsson Tengdar fréttir Opið bréf til forseta ASÍ Kæri Gylfi Arnbjörnsson. Ég er einn þeirra sem tóku út séreignarsparnað til þess að mæta áföllum bankahrunsins. Það var gert með heimild sem núverandi stjórnvöld lögleiddu. Þessi úttekt á sparnaði var mitt tjón vegna glæframennsku, gáleysis og vanrækslu sem ég tel mig ekki bera sérstaka ábyrgð á. Ég átti einnig svolítinn sparnað hjá Allianz í gjaldeyri sem ég varð einnig að tæma vegna hækkunar á íbúða- og lífeyrissjóðslánum mínum. 16. nóvember 2012 06:00 Mest lesið Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Skoðun Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Sjá meira
Jóhann Hauksson, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, sendi mér opið bréf á föstudag þar sem hann spyr hverjum hann eigi að stefna fyrir að hafa tekið út séreignasparnað sinn til að takast á við kreppuna. Það er miður að Jóhann virðist ekki greina á milli samtryggingar og séreignar. Málið er ekki sérlega flókið. Ef teknir eru skattar af lífeyrissjóðunum þá minnkar geta þeirra til að greiða almennu launafólki lífeyri, af því leiðir að réttindi eru lækkuð. Hins vegar bætir ríkissjóður sem launagreiðandi sínum lífeyrissjóðum og sínum starfsmönnum þennan skatt með auknu framlagi og engin lífeyrisréttindi þarf að lækka. Miðað við almennan áhuga ráðherra og þingmanna á að nota ríkissjóð til að verja eigin réttindi og skilningsleysi þeirra á því að í landinu eru tvö ólík lífeyriskerfi ætti svo sem ekki að koma á óvart, að aðstoðarmenn vaði sömu villu. Og Jóhann, það var ASÍ sem lagði til í október 2008 að hækka yrði vaxtabætur til að hjálpa heimilunum. Ríkisstjórnin gerði hins vegar ekkert í málinu fyrr en 2011 eftir mikinn þrýsting frá ASÍ. Það er dapurlegt að Jóhann skuli setja samasemmerki milli lífeyrisréttinda almennings og stöðu bankanna í hruninu. Það ber vott um undarlega sýn á það sem hér gerðist 2008. Bankarnir voru gerendur í efnahagshruninu á meðan launafólk mátti þola skert lífeyrisréttindi vegna þess. Að ríkisstjórnin skuli útfæra sérstakan skatt á lífeyrisréttindi, skatt sem lendir eingöngu á almennu launafólki sem býr við lakari réttindi en opinberir starfsmenn, er ekki bara óþolandi heldur óréttlátt. Þetta er brot á jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. En sjáðu til Jóhann, þetta vissi forsætisráðherra og allur þingheimur. Þetta höfðu forseti og varaforseti ASÍ farið ítarlega yfir með fulltrúum ríkisstjórnarinnar haustið 2010 þegar ríkisstjórnin krafðist þess að stjórnir lífeyrissjóðanna brytu lög í landinu og aftur haustið 2011 þegar umrætt frumvarp kom fram. Samt var það þannig að þingmenn Samfylkingar og Vinstri grænna ákváðu að styðja þetta frumvarp, vitandi af þessu grófa ójafnræði. Þeir sáu ekki ástæðu til að standa vaktina fyrir 100 þúsund launamenn á hinum almenna vinnumarkaði. Það er miður.
Opið bréf til forseta ASÍ Kæri Gylfi Arnbjörnsson. Ég er einn þeirra sem tóku út séreignarsparnað til þess að mæta áföllum bankahrunsins. Það var gert með heimild sem núverandi stjórnvöld lögleiddu. Þessi úttekt á sparnaði var mitt tjón vegna glæframennsku, gáleysis og vanrækslu sem ég tel mig ekki bera sérstaka ábyrgð á. Ég átti einnig svolítinn sparnað hjá Allianz í gjaldeyri sem ég varð einnig að tæma vegna hækkunar á íbúða- og lífeyrissjóðslánum mínum. 16. nóvember 2012 06:00
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar