Meira fyrir mig! Sighvatur Björgvinsson skrifar 19. nóvember 2012 06:00 Mér skilst, að um níu þúsund manns hafi lýst stuðningi sínum á neti Vísis við greinarnar mínar tvær í Fréttablaðinu og að slíkt hafi ekki áður sést þar á bæ. Sá mikli stuðningur kom mér satt að segja á óvart. Nokkrir úr þeim hópi hafa tjáð mér stuðning beint – í síma, með SMS og í tölvupósti. Þeir hafa margir sagt, að þeir hafi lengi verið sömu skoðunar og ég, en ekki vogað að tjá sig. Hvers vegna ekki? Gefum orðið einum þeirra, sem sendu mér tölvupóst. Sá sagði orðrétt: "Ég hef oft hugsað um þetta en ekki lagt í að skrifa um það fremur en ýmislegt fleira. Menn þurfa að vera vogaðir til að þora að tjá skoðanir sínar á Íslandi, ekki síst eftir að "bloggheimar" komu til sögunnar. Þar eru menn "afhausaðir" ef þeir hafa skoðanir andsnúnar við það sem bloggarar sumir hverjir hafa.?Orðsóðar í bloggheimum Bloggheimar! Margir, sem þar vista sig, eru ekki skrifandi á íslenskt mál. Fleiri, sem ekki geta tjáð sig nema með heift, hatri og ofsa. Orðsóðar, sem hreyta óhroðanum í hvern þann, sem þeim er ekki að skapi. Stærstur hluti bloggskrifanna myndi ekki fá inni í nokkrum þeim prentmiðli, sem hefur snefil af sjálfsvirðingu – en samt skreyta höfundarnir skrif sín á blogginu með myndum af sjálfum sér og jafnvel allri fjölskyldunni! Og svo er sagt að fólk hræðist þetta! Á ég að trúa því að íslenskt samfélag standi ekki betur vörð um tjáningarfrelsið en svo, að fólk þori ekki að tjá sig vegna orðsóða í bloggheimum? Eigum við að una því? Að andlegir ofbeldismenn ráði för? Ég nefndi það unga fólk "sjálfhverfu kynslóðina", sem helst ekki vill tala um neitt annað en sjálft sig – eigin sigra og eigin töp. Sér fátt annað. Einhverjir virðast hafa skilið þau orð á þann hátt, að allir einstaklingar af þeirri kynslóð eigi að hafa tekið þátt í fjárglæfrunum, sem lögðu Ísland á hliðina og komu fjölskyldum í þrot. Mér kemur ekki til hugar, að hver og einn af þessari kynslóð sé í hópi gerenda. Svo er auðvitað ekki. Þó kynslóðin sé sjálfhverf þá er því víðs fjarri að hún geti ein sagst bera ábyrgð á hruninu. Fleiri – og eldri – komu þar að verki. Hitt er samt íhugunarefni, að örfá hundruð vel menntaðs ungs fólks – aðallega ungir karlmenn – "afrekaði" á fáum árum að koma þessari örfámennu þjóð á spjöld sögunnar fyrir sum af stærstu gjaldþrotum heims! Sé nokkrum hundruðum bætt þar við þá er kominn sá hópur, sem jafnframt tókst að gera að engu allan ævisparnað fjölmargra aldraðra einstaklinga. Er það ekki umhugsunarvert?Leitað til "gamla gengisins" Og er það ekki líka umhugsunarvert, að þegar allt hrundi á Íslandi þá var leitað til "gamla gengisins" – til þeirra Jóhönnu og Steingríms!!! Allur heimurinn er nú þeirrar skoðunar, að undir forystu þeirra hafi tekist að reisa Ísland úr öskunni. Allur heimurinn – nema Íslendingar? Af hverju ekki Íslendingar? Af því svo mörgum Íslendingum þykir, að þau Jóhanna og Steingrímur hafi alls ekki gert nógu mikið – "fyrir mig". Það þykir mér vissulega vera umhugsunarvert. Það er líka satt. Það þarf að gera svo miklu meira – "fyrir mig"! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Tengdar fréttir Sjálfhverfa kynslóðin – lýg ég því? Mér er sagt, að tæplega sex þúsund lesendur Fréttablaðsins hefðu skráð sig til stuðnings við grein mína um sjálfhverfu kynslóðina – þegar síðast var talið. Að þetta sé met. Slíkt hafi ekki áður gerst. Þetta segir mér það eitt, að ég er ekki einn um að finnast nóg komið af þessu sífellda sífri sjálfhverfu kynslóðarinnar um sjálfa sig. 13. nóvember 2012 06:00 Kæri Sighvatur Björgvinsson fv. ráðherra Sighvatur Björgvinsson skrifaði grein sem ég varð hreinlega að lesa þar sem innihaldið í henni er tengt við mig vegna aldurs. Hér er greinin; http://www.visir.is/sjalfhverfa-kynslodin-a-svidid/article/2012711109993. 13. nóvember 2012 06:00 Sjálfhverfa kynslóðin – saklausa kynslóðin Ég les yfirleitt ekki blogg, nenni því ekki, en mér er hins vegar sagt…“ segir Sighvatur Björgvinsson í grein sem hann kallar "Sjálfhverfa kynslóðin – lýg ég því?“ Svo reyndur maður sem Sighvatur er ætti nú að hrista þessa leti af sér og kynna sér umræðuna í þjóðfélaginu. Sá sem lætur sér nægja það sem honum er sagt má reikna með því að vera nokkuð illa upplýstur. 14. nóvember 2012 06:00 Ágæti Sighvatur Björgvinsson Ekki fyrir svo löngu var ég ánægður með framlag þitt til íslenskra stjórnmála. Meðal annars vegna starfa þinna, Stefáns Benediktssonar og Vilmundar heitins Gylfasonar, var ég hrifinn af hugmyndafræðinni sem kennd er við jafnaðarmennsku. Hugmyndafræði þar sem einstaklingsframtakið fær notið sín en hugar jafnframt að velferð þeirra sem minna mega sín. Sumt af því sem þú hefur skrifað á síðum Fréttablaðsins síðustu ár hefur mér jafnvel fundist áhugavert. 15. nóvember 2012 06:00 Hin óverðugu Sérhvert tímaskeið hefur sín sérstöku tækifæri til misskiptingar og ranglætis, sína hagsmunapotara, sitt baráttufólk fyrir réttlæti, sitt sérstaka svindilbrask og sín sérstöku úrræði til að jafna kjörin – sína sérstöku baráttu góðs og ills – en mannlegar dyggðir og mannlegir lestir hefja sig upp yfir stað og stund í mannlegu samfélagi; hófsemi-ágirnd, auðmýkt-hroki, meðlíðan-sjálfhverfa? allt fylgir þetta mönnunum alltaf. Hið fullkomna þjóðfélag er ekki til. Sól hins 19. nóvember 2012 06:00 Sighvatur og sjálfhverfa kynslóðin Sighvatur Björgvinsson, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, hefur farið mikinn í greinaskrifum í Fréttablaðinu síðustu daga þar sem hann fullyrðir að kynslóð Íslendinga á aldrinum 30-45 ára sé sjálfhverfasta kynslóð á Íslandi. Sighvatur fullyrðir að umrædd kynslóð hugsi bara um sjálfa sig og sé algjörlega sama um allt og alla. Kvarti bara og kveini og heimti leiðréttingar á kjörum sínum á kostnað annarra á grundvelli þess að hér hafi orðið einhver ímyndaður "forsendubrestur“. Sighvatur lætur einnig í veðri vaka að þessi kynslóð hafi ein og sér valdið efnahagshruninu, kvótabraski á landsbyggðinni og eignahruni gamla fólksins. 17. nóvember 2012 06:00 Ég er eldri en Sighvatur Ég hélt það væri ekkert mál að verða 40 ára en svo vaknaði ég upp við vondan draum. Mannsævin er rétt eins og árstíðirnar við Miðjarðarhafið, það er ekkert vor eða haust. Þú heldur að það sé sumar þegar þú allt í einu vaknar upp í vetrarhríð. 19. nóvember 2012 06:00 Sjálfhverfa kynslóðin á sviðið Kynslóðin frá 30 til 45 ára á höfuðborgarsvæðinu – plús eða mínus örfá ár – er sjálfhverfasta kynslóðin á Íslandi. Hún talar ekki um neitt annað en sjálfa sig. Þetta er kynslóðin sem sjálf sagði sig bera langt af öllum jafnöldrum sínum á Norðurlöndunum. Þ 10. nóvember 2012 06:00 Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Mér skilst, að um níu þúsund manns hafi lýst stuðningi sínum á neti Vísis við greinarnar mínar tvær í Fréttablaðinu og að slíkt hafi ekki áður sést þar á bæ. Sá mikli stuðningur kom mér satt að segja á óvart. Nokkrir úr þeim hópi hafa tjáð mér stuðning beint – í síma, með SMS og í tölvupósti. Þeir hafa margir sagt, að þeir hafi lengi verið sömu skoðunar og ég, en ekki vogað að tjá sig. Hvers vegna ekki? Gefum orðið einum þeirra, sem sendu mér tölvupóst. Sá sagði orðrétt: "Ég hef oft hugsað um þetta en ekki lagt í að skrifa um það fremur en ýmislegt fleira. Menn þurfa að vera vogaðir til að þora að tjá skoðanir sínar á Íslandi, ekki síst eftir að "bloggheimar" komu til sögunnar. Þar eru menn "afhausaðir" ef þeir hafa skoðanir andsnúnar við það sem bloggarar sumir hverjir hafa.?Orðsóðar í bloggheimum Bloggheimar! Margir, sem þar vista sig, eru ekki skrifandi á íslenskt mál. Fleiri, sem ekki geta tjáð sig nema með heift, hatri og ofsa. Orðsóðar, sem hreyta óhroðanum í hvern þann, sem þeim er ekki að skapi. Stærstur hluti bloggskrifanna myndi ekki fá inni í nokkrum þeim prentmiðli, sem hefur snefil af sjálfsvirðingu – en samt skreyta höfundarnir skrif sín á blogginu með myndum af sjálfum sér og jafnvel allri fjölskyldunni! Og svo er sagt að fólk hræðist þetta! Á ég að trúa því að íslenskt samfélag standi ekki betur vörð um tjáningarfrelsið en svo, að fólk þori ekki að tjá sig vegna orðsóða í bloggheimum? Eigum við að una því? Að andlegir ofbeldismenn ráði för? Ég nefndi það unga fólk "sjálfhverfu kynslóðina", sem helst ekki vill tala um neitt annað en sjálft sig – eigin sigra og eigin töp. Sér fátt annað. Einhverjir virðast hafa skilið þau orð á þann hátt, að allir einstaklingar af þeirri kynslóð eigi að hafa tekið þátt í fjárglæfrunum, sem lögðu Ísland á hliðina og komu fjölskyldum í þrot. Mér kemur ekki til hugar, að hver og einn af þessari kynslóð sé í hópi gerenda. Svo er auðvitað ekki. Þó kynslóðin sé sjálfhverf þá er því víðs fjarri að hún geti ein sagst bera ábyrgð á hruninu. Fleiri – og eldri – komu þar að verki. Hitt er samt íhugunarefni, að örfá hundruð vel menntaðs ungs fólks – aðallega ungir karlmenn – "afrekaði" á fáum árum að koma þessari örfámennu þjóð á spjöld sögunnar fyrir sum af stærstu gjaldþrotum heims! Sé nokkrum hundruðum bætt þar við þá er kominn sá hópur, sem jafnframt tókst að gera að engu allan ævisparnað fjölmargra aldraðra einstaklinga. Er það ekki umhugsunarvert?Leitað til "gamla gengisins" Og er það ekki líka umhugsunarvert, að þegar allt hrundi á Íslandi þá var leitað til "gamla gengisins" – til þeirra Jóhönnu og Steingríms!!! Allur heimurinn er nú þeirrar skoðunar, að undir forystu þeirra hafi tekist að reisa Ísland úr öskunni. Allur heimurinn – nema Íslendingar? Af hverju ekki Íslendingar? Af því svo mörgum Íslendingum þykir, að þau Jóhanna og Steingrímur hafi alls ekki gert nógu mikið – "fyrir mig". Það þykir mér vissulega vera umhugsunarvert. Það er líka satt. Það þarf að gera svo miklu meira – "fyrir mig"!
Sjálfhverfa kynslóðin – lýg ég því? Mér er sagt, að tæplega sex þúsund lesendur Fréttablaðsins hefðu skráð sig til stuðnings við grein mína um sjálfhverfu kynslóðina – þegar síðast var talið. Að þetta sé met. Slíkt hafi ekki áður gerst. Þetta segir mér það eitt, að ég er ekki einn um að finnast nóg komið af þessu sífellda sífri sjálfhverfu kynslóðarinnar um sjálfa sig. 13. nóvember 2012 06:00
Kæri Sighvatur Björgvinsson fv. ráðherra Sighvatur Björgvinsson skrifaði grein sem ég varð hreinlega að lesa þar sem innihaldið í henni er tengt við mig vegna aldurs. Hér er greinin; http://www.visir.is/sjalfhverfa-kynslodin-a-svidid/article/2012711109993. 13. nóvember 2012 06:00
Sjálfhverfa kynslóðin – saklausa kynslóðin Ég les yfirleitt ekki blogg, nenni því ekki, en mér er hins vegar sagt…“ segir Sighvatur Björgvinsson í grein sem hann kallar "Sjálfhverfa kynslóðin – lýg ég því?“ Svo reyndur maður sem Sighvatur er ætti nú að hrista þessa leti af sér og kynna sér umræðuna í þjóðfélaginu. Sá sem lætur sér nægja það sem honum er sagt má reikna með því að vera nokkuð illa upplýstur. 14. nóvember 2012 06:00
Ágæti Sighvatur Björgvinsson Ekki fyrir svo löngu var ég ánægður með framlag þitt til íslenskra stjórnmála. Meðal annars vegna starfa þinna, Stefáns Benediktssonar og Vilmundar heitins Gylfasonar, var ég hrifinn af hugmyndafræðinni sem kennd er við jafnaðarmennsku. Hugmyndafræði þar sem einstaklingsframtakið fær notið sín en hugar jafnframt að velferð þeirra sem minna mega sín. Sumt af því sem þú hefur skrifað á síðum Fréttablaðsins síðustu ár hefur mér jafnvel fundist áhugavert. 15. nóvember 2012 06:00
Hin óverðugu Sérhvert tímaskeið hefur sín sérstöku tækifæri til misskiptingar og ranglætis, sína hagsmunapotara, sitt baráttufólk fyrir réttlæti, sitt sérstaka svindilbrask og sín sérstöku úrræði til að jafna kjörin – sína sérstöku baráttu góðs og ills – en mannlegar dyggðir og mannlegir lestir hefja sig upp yfir stað og stund í mannlegu samfélagi; hófsemi-ágirnd, auðmýkt-hroki, meðlíðan-sjálfhverfa? allt fylgir þetta mönnunum alltaf. Hið fullkomna þjóðfélag er ekki til. Sól hins 19. nóvember 2012 06:00
Sighvatur og sjálfhverfa kynslóðin Sighvatur Björgvinsson, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, hefur farið mikinn í greinaskrifum í Fréttablaðinu síðustu daga þar sem hann fullyrðir að kynslóð Íslendinga á aldrinum 30-45 ára sé sjálfhverfasta kynslóð á Íslandi. Sighvatur fullyrðir að umrædd kynslóð hugsi bara um sjálfa sig og sé algjörlega sama um allt og alla. Kvarti bara og kveini og heimti leiðréttingar á kjörum sínum á kostnað annarra á grundvelli þess að hér hafi orðið einhver ímyndaður "forsendubrestur“. Sighvatur lætur einnig í veðri vaka að þessi kynslóð hafi ein og sér valdið efnahagshruninu, kvótabraski á landsbyggðinni og eignahruni gamla fólksins. 17. nóvember 2012 06:00
Ég er eldri en Sighvatur Ég hélt það væri ekkert mál að verða 40 ára en svo vaknaði ég upp við vondan draum. Mannsævin er rétt eins og árstíðirnar við Miðjarðarhafið, það er ekkert vor eða haust. Þú heldur að það sé sumar þegar þú allt í einu vaknar upp í vetrarhríð. 19. nóvember 2012 06:00
Sjálfhverfa kynslóðin á sviðið Kynslóðin frá 30 til 45 ára á höfuðborgarsvæðinu – plús eða mínus örfá ár – er sjálfhverfasta kynslóðin á Íslandi. Hún talar ekki um neitt annað en sjálfa sig. Þetta er kynslóðin sem sjálf sagði sig bera langt af öllum jafnöldrum sínum á Norðurlöndunum. Þ 10. nóvember 2012 06:00
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun