Handhafar framkvæmdarvalds Eyjólfur Ármannsson skrifar 20. nóvember 2012 06:00 Skipan framkvæmdarvalds er eitt af grundvallaratriðum í tillögum stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá sem þjóðin samþykkti 20. október sl. Samkvæmt þeim (2. gr.) fer forseti Íslands, ráðherrar og ríkisstjórn og önnur stjórnvöld með framkvæmdarvaldið. Í 86. gr. segir að ráðherrar séu æðstu handhafar framkvæmdarvalds hver á sínu sviði. Samrýmist þessi staða ráðherra hlutverkum forseta Íslands, forsætisráðherra og ríkisstjórnar? Markmið tillagna stjórnlagaráðs er að stjórnarskráin verði skýr, auðskiljanleg og auðlæsileg. Í skýringum ráðsins með tillögunum segir: „Í markmiðinu um skýra stjórnarskrá felst að lýsa því fyrirkomulagi sem gildir í reynd og að þeir handhafar opinbers valds sem tilgreindir eru með ákveðin hlutverk í stjórnarskrá fari raunverulega með þau." Leppshlutverk forseta Stjórnlagaráð taldi í skýringum við tillögur um forseta Íslands „að ekki ætti að nefna forseta í einstaka ákvæðum stjórnarskrár nema aðkoma hans væri persónulegs eðlis í samræmi við það markmið að afnema „leppshlutverk forseta"." Að telja forseta Íslands í „leppshlutverki" ber vott um skilningsleysi á núverandi stjórnskipan. Forseti Íslands er í dag hinn formlegi handhafi framkvæmdarvalds. Í tillögunum er eitt af hlutverkum forseta að staðfesta samþykkt frumvörp frá Alþingi og veitir undirskrift hans þeim lagagildi. Forseti fer áfram með málskotsréttinn; getur synjað frumvörpum staðfestingar og skotið þeim til þjóðarinnar. Þessi völd forseta (án þeirra er embættið óþarft) teljast ekki lengur til löggjafarvalds heldur til framkvæmdarvalds. Í skýringum stjórnlagaráðs segir að hlutverk forseta við staðfestingu laga sé bundið við stöðu hans sem æðsta framkvæmdarvaldshafa. Í dag veitir forseti Íslands stjórnarmyndunarumboð og skipar ráðherra í þingbundna stjórn. Skv. 90. gr. tillagna stjórnlagaráðs kýs Alþingi forsætisráðherra að tillögu forseta Íslands, sem að kosningu lokinni skipar forsætisráðherra í embættið. Aðkoma forseta er hér óþörf og gæti orðið til trafala. Ákvæðið kveður einnig á um að forsætisráðherra skipi aðra ráðherra, veiti þeim lausn, ákveði skipan ráðuneyta, tölu ráðherra og skipti með þeim störfum, en skv. tillögunum kemur Alþingi ekki að vali þeirra. Forsætisráðherra hefur og yfirumsjón með störfum ráðherra. Í skýringum stjórnlagaráðs er talað um forsætisráðherra sem „yfirmann framkvæmdarvaldsins". Augljóst er, þrátt fyrir orð tillagna stjórnlagaráðs um annað, að forsætisráðherra yrði í raun æðsti handhafi framkvæmdarvaldsins. Samkvæmt tillögunum mun ríkisstjórn taka ákvarðanir sameiginlega um mikilvæg eða stefnumarkandi málefni. Það samræmist ekki því að einstakir ráðherrar séu æðstu handhafar framkvæmdarvalds hver á sínu sviði. Ráðherra að eigin vali? Mun forsætisráðherra í raun skipa ráðherra að eigin vali eða er um formlegt skipunarvald að ræða? Sé valdið einungis formlegt er það ekki í samræmi við ofangreind markmið stjórnlagaráðs um skýra stjórnarskrá. Í skýringum stjórnlagaráðs við 90. gr. segir að væntanlega yrði „fyrsta formlega" verk forsætisráðherra að skipa ráðherra. Síðan segir: „Má ætla að skipan ráðuneyta, tala ráðherra og verkaskipting sé hluti af umsömdum stjórnarsáttmála ef um er að ræða samsteypustjórn." Samkvæmt þessu virðist forsætisráðherra ekki ætlað sjálfstætt vald til að skipa ráðherra. Líklegt er að þegar Alþingi kýs forsætisráðherra liggi fyrir stjórnarsáttmáli og ráðherralisti og að forsætisráðherra hafi raunverulega ekki það skipunarvald sem tillögur stjórnlagaráðs kveða á um. Í dag er oft kosið um ráðherradóm þingmanna á þingflokksfundum. Þó að í tillögum stjórnlagaráðs sé ekki kveðið á um aðkomu Alþingis að skipan venjulegra ráðherra mun Alþingi eða alþingismenn koma að þeirri skipan með einum eða öðrum hætti, fram yfir vald til vantrausts. Það stangast á við tilvitnuð orð hér að ofan um að stjórnarskráin lýsi því fyrirkomulagi sem gildir í reynd. Engar breytingar Hér er því hvorki náð markmiðum tillagna stjórnlagaráðs um skýra stjórnarskrá né ganga þær upp varðandi skipan framkvæmdarvalds. Ákvæði um að ráðherrar séu æðstu handhafar framkvæmdarvalds hver á sínu sviði stangast á við hlutverk annarra handhafa þess. Forsætisráðherra er í raun æðsti handhafi framkvæmdarvaldsins; forseti Íslands er það þegar hann veitir frumvörpum lagagildi með staðfestingu sinni; og ríkisstjórnin þegar hún tekur ákvarðanir um mikilvæg málefni. Tillögur stjórnlagaráðs um breytt form á vali æðstu handhafa framkvæmdarvalds (forsætisráðherra/ráðherrar) fela í raun í sér engar breytingar. Einungis aukið lýðræði fæli í sér raunverulega breytingu þannig að þjóðin kysi æðsta handhafa framkvæmdarvalds beinni kosningu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Snorri og Donni Andri Þorvarðarson Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Skipan framkvæmdarvalds er eitt af grundvallaratriðum í tillögum stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá sem þjóðin samþykkti 20. október sl. Samkvæmt þeim (2. gr.) fer forseti Íslands, ráðherrar og ríkisstjórn og önnur stjórnvöld með framkvæmdarvaldið. Í 86. gr. segir að ráðherrar séu æðstu handhafar framkvæmdarvalds hver á sínu sviði. Samrýmist þessi staða ráðherra hlutverkum forseta Íslands, forsætisráðherra og ríkisstjórnar? Markmið tillagna stjórnlagaráðs er að stjórnarskráin verði skýr, auðskiljanleg og auðlæsileg. Í skýringum ráðsins með tillögunum segir: „Í markmiðinu um skýra stjórnarskrá felst að lýsa því fyrirkomulagi sem gildir í reynd og að þeir handhafar opinbers valds sem tilgreindir eru með ákveðin hlutverk í stjórnarskrá fari raunverulega með þau." Leppshlutverk forseta Stjórnlagaráð taldi í skýringum við tillögur um forseta Íslands „að ekki ætti að nefna forseta í einstaka ákvæðum stjórnarskrár nema aðkoma hans væri persónulegs eðlis í samræmi við það markmið að afnema „leppshlutverk forseta"." Að telja forseta Íslands í „leppshlutverki" ber vott um skilningsleysi á núverandi stjórnskipan. Forseti Íslands er í dag hinn formlegi handhafi framkvæmdarvalds. Í tillögunum er eitt af hlutverkum forseta að staðfesta samþykkt frumvörp frá Alþingi og veitir undirskrift hans þeim lagagildi. Forseti fer áfram með málskotsréttinn; getur synjað frumvörpum staðfestingar og skotið þeim til þjóðarinnar. Þessi völd forseta (án þeirra er embættið óþarft) teljast ekki lengur til löggjafarvalds heldur til framkvæmdarvalds. Í skýringum stjórnlagaráðs segir að hlutverk forseta við staðfestingu laga sé bundið við stöðu hans sem æðsta framkvæmdarvaldshafa. Í dag veitir forseti Íslands stjórnarmyndunarumboð og skipar ráðherra í þingbundna stjórn. Skv. 90. gr. tillagna stjórnlagaráðs kýs Alþingi forsætisráðherra að tillögu forseta Íslands, sem að kosningu lokinni skipar forsætisráðherra í embættið. Aðkoma forseta er hér óþörf og gæti orðið til trafala. Ákvæðið kveður einnig á um að forsætisráðherra skipi aðra ráðherra, veiti þeim lausn, ákveði skipan ráðuneyta, tölu ráðherra og skipti með þeim störfum, en skv. tillögunum kemur Alþingi ekki að vali þeirra. Forsætisráðherra hefur og yfirumsjón með störfum ráðherra. Í skýringum stjórnlagaráðs er talað um forsætisráðherra sem „yfirmann framkvæmdarvaldsins". Augljóst er, þrátt fyrir orð tillagna stjórnlagaráðs um annað, að forsætisráðherra yrði í raun æðsti handhafi framkvæmdarvaldsins. Samkvæmt tillögunum mun ríkisstjórn taka ákvarðanir sameiginlega um mikilvæg eða stefnumarkandi málefni. Það samræmist ekki því að einstakir ráðherrar séu æðstu handhafar framkvæmdarvalds hver á sínu sviði. Ráðherra að eigin vali? Mun forsætisráðherra í raun skipa ráðherra að eigin vali eða er um formlegt skipunarvald að ræða? Sé valdið einungis formlegt er það ekki í samræmi við ofangreind markmið stjórnlagaráðs um skýra stjórnarskrá. Í skýringum stjórnlagaráðs við 90. gr. segir að væntanlega yrði „fyrsta formlega" verk forsætisráðherra að skipa ráðherra. Síðan segir: „Má ætla að skipan ráðuneyta, tala ráðherra og verkaskipting sé hluti af umsömdum stjórnarsáttmála ef um er að ræða samsteypustjórn." Samkvæmt þessu virðist forsætisráðherra ekki ætlað sjálfstætt vald til að skipa ráðherra. Líklegt er að þegar Alþingi kýs forsætisráðherra liggi fyrir stjórnarsáttmáli og ráðherralisti og að forsætisráðherra hafi raunverulega ekki það skipunarvald sem tillögur stjórnlagaráðs kveða á um. Í dag er oft kosið um ráðherradóm þingmanna á þingflokksfundum. Þó að í tillögum stjórnlagaráðs sé ekki kveðið á um aðkomu Alþingis að skipan venjulegra ráðherra mun Alþingi eða alþingismenn koma að þeirri skipan með einum eða öðrum hætti, fram yfir vald til vantrausts. Það stangast á við tilvitnuð orð hér að ofan um að stjórnarskráin lýsi því fyrirkomulagi sem gildir í reynd. Engar breytingar Hér er því hvorki náð markmiðum tillagna stjórnlagaráðs um skýra stjórnarskrá né ganga þær upp varðandi skipan framkvæmdarvalds. Ákvæði um að ráðherrar séu æðstu handhafar framkvæmdarvalds hver á sínu sviði stangast á við hlutverk annarra handhafa þess. Forsætisráðherra er í raun æðsti handhafi framkvæmdarvaldsins; forseti Íslands er það þegar hann veitir frumvörpum lagagildi með staðfestingu sinni; og ríkisstjórnin þegar hún tekur ákvarðanir um mikilvæg málefni. Tillögur stjórnlagaráðs um breytt form á vali æðstu handhafa framkvæmdarvalds (forsætisráðherra/ráðherrar) fela í raun í sér engar breytingar. Einungis aukið lýðræði fæli í sér raunverulega breytingu þannig að þjóðin kysi æðsta handhafa framkvæmdarvalds beinni kosningu.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun