Færum Sjálfstæðisflokkinn aftur til fólksins í landinu Jakob F. Ásgeirsson skrifar 21. nóvember 2012 06:00 Sjálfstæðisflokkurinn er á vegamótum. Hann hefur að ýmsu leyti fjarlægst uppruna sinn, gleymt hinum gömlu og góðu gildum sjálfstæðisstefnunnar. Í vissum skilningi má jafnvel segja að hann hafi fjarlægst fólkið í landinu, einstaklingana og lífsbaráttu þeirra, og samsamað sig um of sérfræðiálitum og öflugum hagsmunasamtökum. Það er lífsnauðsyn að færa Sjálfstæðisflokkinn aftur til almennings og gera hann á ný að brjóstvörn einstaklinga og smáfyrirtækja gagnvart stórhagsmunum og alltumlykjandi ríkisvaldi. En það gerist ekki nema það eigi sér stað rækileg endurnýjun á framboðslistum flokksins. Það gerist ekki nema flokkurinn bjóði upp á frambjóðendur sem njóta trausts og búa yfir fjölbreyttri reynslu. Trúverðug og skýr stefna Landsstjórnin er í algerum ógöngum. Almenningur finnur það á sjálfum sér. Fólkið í þessu landi leitar að trúverðugum valkosti. Sjálfstæðisflokkurinn á að vera sá valkostur. Fólk vill leiðsögn. Sjálfstæðisflokkurinn á að veita þá leiðsögn. Hvernig á að leysa snjóhengjuvandann? Hvernig á að takast á við yfirgang erlendu vogunarsjóðanna? Hvernig á að bregðast við skuldavanda heimilanna og treysta í sessi séreign einstaklinga á húsnæði sínu? Hvernig á að brjótast út úr skattpíningarhlekkjum vinstri stjórnarinnar sem lama einstaklingsframtakið og drepa starfsemi smáfyrirtækja í dróma? Hvernig á að treysta stoðir sjávarútvegsins á ný? Hvernig á að hleypa nýju lífi í atvinnulífið og skapa hagvöxt sem gerir það meðal annars að verkum að fólkið sem flutti burt eftir bankahrunið snúi aftur heim til Íslands? Í öllum þessum efnum verður Sjálfstæðisflokkurinn að bjóða upp á trúverðuga og skýra stefnu. Samhliða á hann að beita sér fyrir því að gerð verði víðtæk úttekt á ríkisgeiranum með það fyrir augum að laga hann að þörfum 300.000 manna þjóðfélags og þar með lækka svo um munar þær byrðar sem lagðar eru á skattgreiðendur þessa lands og skapa forsendur fyrir öflugu velferðar- og menntakerfi til framtíðar. Sjaldan hefur verið ríkari þörf á því en nú að vinna sjálfstæðisstefnunni framgang – treysta frelsi einstaklingsins, stuðla að frjálsu og öflugu atvinnulífi og standa vörð um sjálfstæði landsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Fíllinn í hjarta Reykjavíkur Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Skoðun Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn er á vegamótum. Hann hefur að ýmsu leyti fjarlægst uppruna sinn, gleymt hinum gömlu og góðu gildum sjálfstæðisstefnunnar. Í vissum skilningi má jafnvel segja að hann hafi fjarlægst fólkið í landinu, einstaklingana og lífsbaráttu þeirra, og samsamað sig um of sérfræðiálitum og öflugum hagsmunasamtökum. Það er lífsnauðsyn að færa Sjálfstæðisflokkinn aftur til almennings og gera hann á ný að brjóstvörn einstaklinga og smáfyrirtækja gagnvart stórhagsmunum og alltumlykjandi ríkisvaldi. En það gerist ekki nema það eigi sér stað rækileg endurnýjun á framboðslistum flokksins. Það gerist ekki nema flokkurinn bjóði upp á frambjóðendur sem njóta trausts og búa yfir fjölbreyttri reynslu. Trúverðug og skýr stefna Landsstjórnin er í algerum ógöngum. Almenningur finnur það á sjálfum sér. Fólkið í þessu landi leitar að trúverðugum valkosti. Sjálfstæðisflokkurinn á að vera sá valkostur. Fólk vill leiðsögn. Sjálfstæðisflokkurinn á að veita þá leiðsögn. Hvernig á að leysa snjóhengjuvandann? Hvernig á að takast á við yfirgang erlendu vogunarsjóðanna? Hvernig á að bregðast við skuldavanda heimilanna og treysta í sessi séreign einstaklinga á húsnæði sínu? Hvernig á að brjótast út úr skattpíningarhlekkjum vinstri stjórnarinnar sem lama einstaklingsframtakið og drepa starfsemi smáfyrirtækja í dróma? Hvernig á að treysta stoðir sjávarútvegsins á ný? Hvernig á að hleypa nýju lífi í atvinnulífið og skapa hagvöxt sem gerir það meðal annars að verkum að fólkið sem flutti burt eftir bankahrunið snúi aftur heim til Íslands? Í öllum þessum efnum verður Sjálfstæðisflokkurinn að bjóða upp á trúverðuga og skýra stefnu. Samhliða á hann að beita sér fyrir því að gerð verði víðtæk úttekt á ríkisgeiranum með það fyrir augum að laga hann að þörfum 300.000 manna þjóðfélags og þar með lækka svo um munar þær byrðar sem lagðar eru á skattgreiðendur þessa lands og skapa forsendur fyrir öflugu velferðar- og menntakerfi til framtíðar. Sjaldan hefur verið ríkari þörf á því en nú að vinna sjálfstæðisstefnunni framgang – treysta frelsi einstaklingsins, stuðla að frjálsu og öflugu atvinnulífi og standa vörð um sjálfstæði landsins.
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun