Skapandi til framtíðar Katrín Jakobsdóttir skrifar 21. nóvember 2012 06:00 Fyrir tveimur árum voru kynntar niðurstöður rannsóknar á efnahagslegum áhrifum skapandi greina sem opnuðu augu margra fyrir efnahagslegu mikilvægi þeirra. Með nýlegri skýrslu um starfsumhverfi þeirra hefur aðkoma stjórnvalda að þessum fjölbreytta málaflokki verið skýrð og birt sýn til framtíðar. Brýnt er að ólíkir aðilar í stjórnsýslu og stoðkerfi greinanna taki höndum saman við að treysta grundvöll skapandi greina. Mikilvægt er að fá betri yfirsýn með hagtölum um skapandi starfsemi þannig að unnt sé að byggja upp sögulega sýn á þróun mála og öðlast samanburð við þær þjóðir sem lengst eru komnar í þessum efnum. Þannig geta skapandi greinar orðið ríkari þáttur í atvinnustefnu þjóðarinnar um leið og þær leggja mikið til menningarlegrar velsældar og sjálfsmyndar þjóðarinnar. Stuðning hins opinbera þarf að vanda. Um leið og ljóst er að stofnanir hins opinbera skipta miklu máli innan hverrar listgreinar er einnig mikilvægt að hugað sé að grasrótarstarfi þar sem frumsköpun fer fram og reynt er á þanþol listgreinanna. Fjölgum stoðum íslensks atvinnulífs Skapandi greinar eru þáttur í stefnu stjórnvalda bæði á sviði menningar og á sviði atvinnu og nýsköpunar. Í nýrri fjárfestingaáætlun ríkisstjórnarinnar er lögð áhersla á áframhaldandi uppbyggingu verkefnasjóða skapandi greina. Stuðningur við kvikmyndagerð verður efldur myndarlega og til sögunnar koma nýir verkefnasjóðir á sviði myndlistar og hönnunar, auk sérstaks sjóðs sem ætlað er að styðja útflutning á íslenskri tónlist. Þá verða efldir þeir verkefnasjóðir sem fyrir eru á ólíkum sviðum. Nauðsynlegt er að íhuga breytingar á atvinnuháttum í íslensku samfélagi. Eftir því sem íslenskt samfélag verður fjölbreyttara er mikilvægt að fjölga stoðum íslensks atvinnulífs og auka um leið félags- og menningarlega velsæld. Þar skipta skapandi greinar miklu máli sem sést á sívaxandi útflutningi hvers kyns menningarafurða. Skapandi greinar ásamt margvíslegri þekkingarstarfsemi, rannsóknum og nýsköpun, geta orðið einn af máttarstólpum íslensks atvinnulífs. Hins vegar þarf umræða um efnahagsleg áhrif skapandi greina ekki að þýða að hvert verkefni verði metið út frá hagnaðarvonum. Undirstaða skapandi greina er listsköpunin sem alltaf á rétt á sér óháð öllum slíkum mælikvörðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Skoðanir Mest lesið Snorri og Donni Andri Þorvarðarson Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir tveimur árum voru kynntar niðurstöður rannsóknar á efnahagslegum áhrifum skapandi greina sem opnuðu augu margra fyrir efnahagslegu mikilvægi þeirra. Með nýlegri skýrslu um starfsumhverfi þeirra hefur aðkoma stjórnvalda að þessum fjölbreytta málaflokki verið skýrð og birt sýn til framtíðar. Brýnt er að ólíkir aðilar í stjórnsýslu og stoðkerfi greinanna taki höndum saman við að treysta grundvöll skapandi greina. Mikilvægt er að fá betri yfirsýn með hagtölum um skapandi starfsemi þannig að unnt sé að byggja upp sögulega sýn á þróun mála og öðlast samanburð við þær þjóðir sem lengst eru komnar í þessum efnum. Þannig geta skapandi greinar orðið ríkari þáttur í atvinnustefnu þjóðarinnar um leið og þær leggja mikið til menningarlegrar velsældar og sjálfsmyndar þjóðarinnar. Stuðning hins opinbera þarf að vanda. Um leið og ljóst er að stofnanir hins opinbera skipta miklu máli innan hverrar listgreinar er einnig mikilvægt að hugað sé að grasrótarstarfi þar sem frumsköpun fer fram og reynt er á þanþol listgreinanna. Fjölgum stoðum íslensks atvinnulífs Skapandi greinar eru þáttur í stefnu stjórnvalda bæði á sviði menningar og á sviði atvinnu og nýsköpunar. Í nýrri fjárfestingaáætlun ríkisstjórnarinnar er lögð áhersla á áframhaldandi uppbyggingu verkefnasjóða skapandi greina. Stuðningur við kvikmyndagerð verður efldur myndarlega og til sögunnar koma nýir verkefnasjóðir á sviði myndlistar og hönnunar, auk sérstaks sjóðs sem ætlað er að styðja útflutning á íslenskri tónlist. Þá verða efldir þeir verkefnasjóðir sem fyrir eru á ólíkum sviðum. Nauðsynlegt er að íhuga breytingar á atvinnuháttum í íslensku samfélagi. Eftir því sem íslenskt samfélag verður fjölbreyttara er mikilvægt að fjölga stoðum íslensks atvinnulífs og auka um leið félags- og menningarlega velsæld. Þar skipta skapandi greinar miklu máli sem sést á sívaxandi útflutningi hvers kyns menningarafurða. Skapandi greinar ásamt margvíslegri þekkingarstarfsemi, rannsóknum og nýsköpun, geta orðið einn af máttarstólpum íslensks atvinnulífs. Hins vegar þarf umræða um efnahagsleg áhrif skapandi greina ekki að þýða að hvert verkefni verði metið út frá hagnaðarvonum. Undirstaða skapandi greina er listsköpunin sem alltaf á rétt á sér óháð öllum slíkum mælikvörðum.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun