Þriggja stoða lífeyriskerfi 22. nóvember 2012 06:00 Oft er rætt um nauðsyn þess að byggja lífeyriskerfi þjóða á þremur meginstoðum. Hér á landi hefur einmitt verið farin slík leið í öllum meginatriðum og á erlendum vettvangi er Ísland tekið sem dæmi um vel heppnaða uppbyggingu. Lífeyrissjóðir, almannatryggingar og frjáls sparnaður mynda þessar þrjár meginstoðir. Hver þeirra hefur sérstöku hlutverki að gegna. Engin ein stoðanna nær þeim markmiðum sem stefnt er að en séu þær allar til staðar má byggja öflugt lífeyriskerfi sem nær til allra. Meginmarkmiðið er að tryggja öllum viðunandi ellilífeyri auk þess sem lífeyriskerfin þurfa að veita áfallatryggingar vegna örorku og ótímabærs fráfalls. Hversu öflug lífeyriskerfi geta verið fer fyrst og fremst eftir efnahag hverrar þjóðar og hvort framsýni og fyrirhyggja ráða för. Öflugt atvinnulíf sem er undirstaða góðs efnahags hlýtur því ávallt að verða meginforsenda öflugs lífeyriskerfis. Framfærsla lífeyrisþega Hlutverk lífeyrissjóðanna í þessu samspili stoðanna þriggja er að annast að stærstum hluta framfærslu lífeyrisþega. Hér á landi hafa verið að byggjast upp sterkir lífeyrissjóðir sem nú þegar standa undir 58% af lífeyrisgreiðslum á móti almannatryggingum og þetta hlutfall fer hækkandi. Afar mikilvægt er að byggja upp lífeyrissjóðina vegna þess að útgreiðslur úr þeim byggja að meirihluta til á fjármagnstekjum. Sé það vanrækt hjá þjóð með þann metnað í lífeyrismálum sem við höfum á Íslandi má ætla að skattlagning á laun þyrfti í framtíðinni að nema yfir 25% til þess að fjármagna lífeyrisgreiðslur með samtíma skattgreiðslum. Hlutverk almannatrygginganna er að tryggja tiltekið lágmark lífeyris. Þar sem myndun lífeyrisréttinda í lífeyrissjóðum byggir á iðgjöldum af launum verða alltaf einhverjir einstaklingar sem ekki ná að afla sér ásættanlegra lífeyrisréttinda. Það verður alltaf drjúgur hópur sem af einhverjum ástæðum stendur utan vinnumarkaðar, tímabundið eða alfarið. Því verður alltaf þörf á greiðslum úr almannatryggingum en það gildir líka að geta samfélagsins til þess að standa undir myndarlegu lágmarki lífeyris fer eftir því hversu vel hefur tekist til við uppbyggingu lífeyrissjóðanna. Traust eignastaða Hlutverk hins frjálsa sparnaðar er að byggja upp eignastöðu. Langflest heimili vilja byggja upp trausta eignastöðu óháð lífeyrisréttindum. Að vissu leyti draga lífeyrissparnaður og almannatryggingar úr þörfinni fyrir sparnað og eignamyndun heimilanna. Traust eignastaða skapar engu að síður mikið öryggi á allri lífsleiðinni og möguleika til að verjast áföllum sem á geta dunið og hafa ekkert með lífeyristryggingar að gera. Stærsti hluti frjálsrar eignamyndunar hjá heimilunum í landinu er í íbúðarhúsnæði en flestum okkar þykir eftirsóknarvert að eignast þak yfir höfuðið. Til viðbótar eru svo ýmis konar almennur sparnaður og eignarhlutir í fyrirtækjum. Hinn frjálsi sparnaður og eignamyndun gefur fólki aukinn sveigjanleika og valmöguleika þegar líður á ævina. Margir nýta eignalega stöðu sína til að koma sér vel fyrir í ellinni með kaupum á viðeigandi húsnæði. Allar þrjár stoðirnar þurfa að vinna vel saman til að skapa heild þar sem búið er að lífeyrisþegum með sóma og af metnaði. Sífelld þörf er á umræðu um lífeyrismál til þess að vega og meta árangur þess fyrirkomulags sem við höfum valið. Breytingar þurfa að vera yfirvegaðar og treysta lífeyriskerfið til lengri tíma. Stöðugleiki og fyrirsjáanleiki skipta miklu máli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Oft er rætt um nauðsyn þess að byggja lífeyriskerfi þjóða á þremur meginstoðum. Hér á landi hefur einmitt verið farin slík leið í öllum meginatriðum og á erlendum vettvangi er Ísland tekið sem dæmi um vel heppnaða uppbyggingu. Lífeyrissjóðir, almannatryggingar og frjáls sparnaður mynda þessar þrjár meginstoðir. Hver þeirra hefur sérstöku hlutverki að gegna. Engin ein stoðanna nær þeim markmiðum sem stefnt er að en séu þær allar til staðar má byggja öflugt lífeyriskerfi sem nær til allra. Meginmarkmiðið er að tryggja öllum viðunandi ellilífeyri auk þess sem lífeyriskerfin þurfa að veita áfallatryggingar vegna örorku og ótímabærs fráfalls. Hversu öflug lífeyriskerfi geta verið fer fyrst og fremst eftir efnahag hverrar þjóðar og hvort framsýni og fyrirhyggja ráða för. Öflugt atvinnulíf sem er undirstaða góðs efnahags hlýtur því ávallt að verða meginforsenda öflugs lífeyriskerfis. Framfærsla lífeyrisþega Hlutverk lífeyrissjóðanna í þessu samspili stoðanna þriggja er að annast að stærstum hluta framfærslu lífeyrisþega. Hér á landi hafa verið að byggjast upp sterkir lífeyrissjóðir sem nú þegar standa undir 58% af lífeyrisgreiðslum á móti almannatryggingum og þetta hlutfall fer hækkandi. Afar mikilvægt er að byggja upp lífeyrissjóðina vegna þess að útgreiðslur úr þeim byggja að meirihluta til á fjármagnstekjum. Sé það vanrækt hjá þjóð með þann metnað í lífeyrismálum sem við höfum á Íslandi má ætla að skattlagning á laun þyrfti í framtíðinni að nema yfir 25% til þess að fjármagna lífeyrisgreiðslur með samtíma skattgreiðslum. Hlutverk almannatrygginganna er að tryggja tiltekið lágmark lífeyris. Þar sem myndun lífeyrisréttinda í lífeyrissjóðum byggir á iðgjöldum af launum verða alltaf einhverjir einstaklingar sem ekki ná að afla sér ásættanlegra lífeyrisréttinda. Það verður alltaf drjúgur hópur sem af einhverjum ástæðum stendur utan vinnumarkaðar, tímabundið eða alfarið. Því verður alltaf þörf á greiðslum úr almannatryggingum en það gildir líka að geta samfélagsins til þess að standa undir myndarlegu lágmarki lífeyris fer eftir því hversu vel hefur tekist til við uppbyggingu lífeyrissjóðanna. Traust eignastaða Hlutverk hins frjálsa sparnaðar er að byggja upp eignastöðu. Langflest heimili vilja byggja upp trausta eignastöðu óháð lífeyrisréttindum. Að vissu leyti draga lífeyrissparnaður og almannatryggingar úr þörfinni fyrir sparnað og eignamyndun heimilanna. Traust eignastaða skapar engu að síður mikið öryggi á allri lífsleiðinni og möguleika til að verjast áföllum sem á geta dunið og hafa ekkert með lífeyristryggingar að gera. Stærsti hluti frjálsrar eignamyndunar hjá heimilunum í landinu er í íbúðarhúsnæði en flestum okkar þykir eftirsóknarvert að eignast þak yfir höfuðið. Til viðbótar eru svo ýmis konar almennur sparnaður og eignarhlutir í fyrirtækjum. Hinn frjálsi sparnaður og eignamyndun gefur fólki aukinn sveigjanleika og valmöguleika þegar líður á ævina. Margir nýta eignalega stöðu sína til að koma sér vel fyrir í ellinni með kaupum á viðeigandi húsnæði. Allar þrjár stoðirnar þurfa að vinna vel saman til að skapa heild þar sem búið er að lífeyrisþegum með sóma og af metnaði. Sífelld þörf er á umræðu um lífeyrismál til þess að vega og meta árangur þess fyrirkomulags sem við höfum valið. Breytingar þurfa að vera yfirvegaðar og treysta lífeyriskerfið til lengri tíma. Stöðugleiki og fyrirsjáanleiki skipta miklu máli.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun