Viðbótarskattur á velgengni Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar 22. nóvember 2012 06:00 Mikið hefur gengið á hjá ríkisstjórn Íslands við að sameina ráðuneyti og skipta um ráðherra. Eitt nýju ráðuneytanna ber heitið atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti og þar situr Steingrímur J. Sigfússon. Nafngift ráðuneytisins bendir til að tilgangurinn sé að búa svo um hnútana að atvinnuvegum og nýsköpun á Íslandi gangi sem best. Nafngiftin á ráðuneytinu lofaði því góðu. Tillögur þessa nýja ráðuneytis virðast hins vegar nánast alfarið felast í hækkun skatta, nýjum sköttum og að finna upp nýjar aðferðir við skattheimtu og innheimtu leyfisgjalda. Þetta er að sjálfsögðu hvorki gott fyrir atvinnuvegina né nýsköpun. Það sem ætti að auki að valda fólki áhyggjum, og er tilefni þessara skrifa, er sú hugarfarsbreyting, að gangi atvinnugrein vel myndist tækifæri til að skattleggja hana sérstaklega. Afleit þróun Í umræðum á Alþingi nýlega sagði Steingrímur að það væri rétt að hækka virðisaukaskatt á ferðaþjónustuna úr 7% í 25,5%. Ferðaþjónustan gengi vel og myndi þola þessa hækkun. Þetta hefur hann einnig gert í umræðum um álagningu sérstaks gjalds á sjávarútveginn og var ræða Steingríms í síðasta mánuði á fundi LÍÚ með þessum formerkjum. Hann sagði framlegð sjávarútvegsins hafa batnað, greinin stæði styrkum fótum og væri mjólkurkýr okkar. Sams konar ástæður hafa verið bornar á borð þegar rætt hefur verið um álagningu gistináttaskatts og hækkun vörugjalda á bílaleigubíla. Þetta er afleit þróun. Farin er sú leið að ráðast á heilu atvinnuvegina og skattleggja þá sérstaklega af því að þeir ganga svo vel, þeir séu búnir að „slíta barnsskónum", séu í vexti eða standi styrkum stoðum. Þarna lætur ríkið sér ekki nægja að njóta hækkandi skatttekna þegar vel gengur heldur seilist dýpra í vasa fyrirtækjanna þegar vel árar. Engin áform eru um léttari byrðar þegar illa árar. Hæpin forsenda fyrir hækkun Ferðaþjónustan er ágætt dæmi. Áætlað er að hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustuna skili tæpum 3,5 milljörðum á ársgrundvelli. Skatthlutfallið yrði með þessu eitt það hæsta í heiminum á ferðaþjónustu og hefur bein áhrif á samkeppnishæfni Íslands í ferðaheiminum. Steingrímur færir fyrir því rök að þetta séu fjármunir sem munu koma í kassann, að því gefnu að eftirspurn eftir ferðaþjónustu minnki ekki þó að skatturinn hækki, og að þeir komi nánast alfarið úr vasa viðskiptavinarins. Þetta er hæpin forsenda svo ekki sé meira sagt. Auðvitað er líklegast að stór hluti af þessum viðbótarskatti komi úr vasa þeirra sem reka rútur, tjaldstæði og hótel á Íslandi. Skilaboðin til þeirra, og allra sem mögulega vilja fjárfesta í atvinnustarfsemi á Íslandi, eru skýr: Við ætlum að rukka þig um skatt og álögur eins og hægt er og þegar þér fer að ganga vel og þú getur staðið undir aukinni skattheimtu, tökum við enn meira af þér. Eru slík skilaboð til þess fallin að fjárfesting aukist og fleiri atvinnugreinar dafni? Nei. Eru þau til þess fallin að auka nýsköpun? Nei, ekki heldur. Skilaboðin eru sérstaklega slæm því þau gefa til kynna að ríkið telji sig eiga sterkara tilkall til þeirra fjármuna sem myndast í atvinnugreininni þegar vel gengur. Fjárfestar vita að árferðið er stundum hagstætt og að stundum árar verr, en einnig að oftar en ekki eru það góðu árin sem bera uppi fjárfestinguna. Atvinnurekendur hafa því ekki endilega sérstaka burði til að borga hærri skatta þótt vel gangi á einhverjum tímapunkti. Þessi stefna vinstriflokka í skattheimtu er fyrirboði um að minni líkur séu á því að vænlegt verði að fjárfesta í atvinnustarfsemi á Íslandi. Skilaboðin skýr Ákveðnir þingmenn ríkisstjórnarflokkanna tala stundum eins og þeir skilji að þetta sé röng leið. Magnús Orri Schram gaf á dögunum út bók sem fjallar m.a. um nauðsyn þess að nýsköpun á Íslandi aukist. Össur Skarphéðinsson notaði heila grein til að tryggja að lesendur Morgunblaðsins áttuðu sig á því að það væri hann sem hefði staðið að lækkun kostnaðar við kvikmyndaframleiðslu á Íslandi og að koma Bens Stiller til Íslands væri honum að þakka. Formannsefni Samfylkingarinnar, Árni Páll Árnason, segir að ríkisvaldið eigi að vinna með atvinnulífinu að aukinni verðmætasköpun svo traustari stoðir verði til fyrir velferðarútgjöld okkar. Það er stórundarlegt að þessir menn skuli láta sér það í léttu rúmi liggja að ríkisstjórnin sem þeir styðja þyngi skattbyrði atvinnugreinar ef hún gengur vel. Skilaboðin frá ríkisstjórninni eru skýr. Það er hreint og beint hættulegt fyrir atvinnugreinar að ná árangri og sýna fram á vöxt, því að um leið og það gerist sjá ráðherrar möguleika á frekari skattahækkunum. Þessi hugsun mun ekki flýta fyrir endurreisn í atvinnumálum á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Sjá meira
Mikið hefur gengið á hjá ríkisstjórn Íslands við að sameina ráðuneyti og skipta um ráðherra. Eitt nýju ráðuneytanna ber heitið atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti og þar situr Steingrímur J. Sigfússon. Nafngift ráðuneytisins bendir til að tilgangurinn sé að búa svo um hnútana að atvinnuvegum og nýsköpun á Íslandi gangi sem best. Nafngiftin á ráðuneytinu lofaði því góðu. Tillögur þessa nýja ráðuneytis virðast hins vegar nánast alfarið felast í hækkun skatta, nýjum sköttum og að finna upp nýjar aðferðir við skattheimtu og innheimtu leyfisgjalda. Þetta er að sjálfsögðu hvorki gott fyrir atvinnuvegina né nýsköpun. Það sem ætti að auki að valda fólki áhyggjum, og er tilefni þessara skrifa, er sú hugarfarsbreyting, að gangi atvinnugrein vel myndist tækifæri til að skattleggja hana sérstaklega. Afleit þróun Í umræðum á Alþingi nýlega sagði Steingrímur að það væri rétt að hækka virðisaukaskatt á ferðaþjónustuna úr 7% í 25,5%. Ferðaþjónustan gengi vel og myndi þola þessa hækkun. Þetta hefur hann einnig gert í umræðum um álagningu sérstaks gjalds á sjávarútveginn og var ræða Steingríms í síðasta mánuði á fundi LÍÚ með þessum formerkjum. Hann sagði framlegð sjávarútvegsins hafa batnað, greinin stæði styrkum fótum og væri mjólkurkýr okkar. Sams konar ástæður hafa verið bornar á borð þegar rætt hefur verið um álagningu gistináttaskatts og hækkun vörugjalda á bílaleigubíla. Þetta er afleit þróun. Farin er sú leið að ráðast á heilu atvinnuvegina og skattleggja þá sérstaklega af því að þeir ganga svo vel, þeir séu búnir að „slíta barnsskónum", séu í vexti eða standi styrkum stoðum. Þarna lætur ríkið sér ekki nægja að njóta hækkandi skatttekna þegar vel gengur heldur seilist dýpra í vasa fyrirtækjanna þegar vel árar. Engin áform eru um léttari byrðar þegar illa árar. Hæpin forsenda fyrir hækkun Ferðaþjónustan er ágætt dæmi. Áætlað er að hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustuna skili tæpum 3,5 milljörðum á ársgrundvelli. Skatthlutfallið yrði með þessu eitt það hæsta í heiminum á ferðaþjónustu og hefur bein áhrif á samkeppnishæfni Íslands í ferðaheiminum. Steingrímur færir fyrir því rök að þetta séu fjármunir sem munu koma í kassann, að því gefnu að eftirspurn eftir ferðaþjónustu minnki ekki þó að skatturinn hækki, og að þeir komi nánast alfarið úr vasa viðskiptavinarins. Þetta er hæpin forsenda svo ekki sé meira sagt. Auðvitað er líklegast að stór hluti af þessum viðbótarskatti komi úr vasa þeirra sem reka rútur, tjaldstæði og hótel á Íslandi. Skilaboðin til þeirra, og allra sem mögulega vilja fjárfesta í atvinnustarfsemi á Íslandi, eru skýr: Við ætlum að rukka þig um skatt og álögur eins og hægt er og þegar þér fer að ganga vel og þú getur staðið undir aukinni skattheimtu, tökum við enn meira af þér. Eru slík skilaboð til þess fallin að fjárfesting aukist og fleiri atvinnugreinar dafni? Nei. Eru þau til þess fallin að auka nýsköpun? Nei, ekki heldur. Skilaboðin eru sérstaklega slæm því þau gefa til kynna að ríkið telji sig eiga sterkara tilkall til þeirra fjármuna sem myndast í atvinnugreininni þegar vel gengur. Fjárfestar vita að árferðið er stundum hagstætt og að stundum árar verr, en einnig að oftar en ekki eru það góðu árin sem bera uppi fjárfestinguna. Atvinnurekendur hafa því ekki endilega sérstaka burði til að borga hærri skatta þótt vel gangi á einhverjum tímapunkti. Þessi stefna vinstriflokka í skattheimtu er fyrirboði um að minni líkur séu á því að vænlegt verði að fjárfesta í atvinnustarfsemi á Íslandi. Skilaboðin skýr Ákveðnir þingmenn ríkisstjórnarflokkanna tala stundum eins og þeir skilji að þetta sé röng leið. Magnús Orri Schram gaf á dögunum út bók sem fjallar m.a. um nauðsyn þess að nýsköpun á Íslandi aukist. Össur Skarphéðinsson notaði heila grein til að tryggja að lesendur Morgunblaðsins áttuðu sig á því að það væri hann sem hefði staðið að lækkun kostnaðar við kvikmyndaframleiðslu á Íslandi og að koma Bens Stiller til Íslands væri honum að þakka. Formannsefni Samfylkingarinnar, Árni Páll Árnason, segir að ríkisvaldið eigi að vinna með atvinnulífinu að aukinni verðmætasköpun svo traustari stoðir verði til fyrir velferðarútgjöld okkar. Það er stórundarlegt að þessir menn skuli láta sér það í léttu rúmi liggja að ríkisstjórnin sem þeir styðja þyngi skattbyrði atvinnugreinar ef hún gengur vel. Skilaboðin frá ríkisstjórninni eru skýr. Það er hreint og beint hættulegt fyrir atvinnugreinar að ná árangri og sýna fram á vöxt, því að um leið og það gerist sjá ráðherrar möguleika á frekari skattahækkunum. Þessi hugsun mun ekki flýta fyrir endurreisn í atvinnumálum á Íslandi.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun