Að vera fastur í fjalli 23. nóvember 2012 06:00 Á sama tíma og fjárlagavaldið kom því á framfæri við íslenska ættleiðingarfélagið að ekki væri svigrúm til að hækka framlög til félagsins um eina krónu, félags sem þó sinnir mörgum stjórnsýslulegum verkefnum, ákváðu stjórnmálamennirnir sem hafa þetta fjárveitingavald að skuldbinda ríkissjóð vegna átta þúsund og sjö hundruð milljóna króna framkvæmdar. Það er nefnilega mjög mikilvægt að bora göng í gegnum Vaðlaheiði. Alþjóðasamfélagið hefur komið sér saman um hvernig ættleiðingar milli landa eiga að fara fram svo velferð barna sé tryggð. Íslenska ríkið hefur gerst aðili að þessu samkomulagi og býr að góðri ættleiðingarlöggjöf sem stenst kröfur alþjóðasamfélagsins. Íslenska ríkið felur ættleiðingarfélaginu, Íslenskri ættleiðingu, með löggjöf að framkvæma mörg þeirra verkefna sem það hefur undirgengist í alþjóðasamningum. Og ættleiðingarfélagið vill með ánægju leysa verkefnin sem fyrir það eru lögð. Sanngjörn tillaga Fyrir nærri fjórum árum hóf Íslensk ættleiðing viðræður við ríkið um að fimmfalda þyrfti framlög til félagsins svo það gæti staðið undir lögbundnum skyldum sínum. Forsvarsfólk félagsins hafði samt tekið eftir að í landinu varð fjármálahrun og bauðst til að ganga í hastarlegan niðurskurð fyrstu árin. Síðan þráðurinn var tekinn upp í viðræðum við ríkið hefur varla gengið né rekið. Í vor gerði Íslensk ættleiðing það að sanngjarnri tillögu sinni til ríkisins að nauðsynleg framlög til félagsins yrðu hækkuð í skrefum á þremur árum. Því þó einungis sé verið að ræða um 45 milljóna króna aukningu á fjármagni til lögbundinna verkefna, hraus mörgum stjórnmálamanninum hugur við því að klára málið í einu skrefi. Það er nefnilega þannig að þegar þú ferð úr litlu eða engu upp í eitthvað meira verður hlutfallsleg hækkun svo mikil. Prósentan hljómar svo há. Íslensk ættleiðing lagði til að fimmtán milljónir yrðu settar í verkefni félagsins á fjáraukalögum í haust. Næsta skref yrði tekið á fjárlögum ársins 2013 og lokaskrefið ári síðar. Við skynjuðum mikinn fögnuð hjá stjórnmálamönnum og fjáraukalög 2012 eru í samræmi við tilboð ættleiðingarfélagsins. Ekkert bendir hins vegar til þess að stjórnmálamennirnir sem fóru svo glaðir út í vorið ætli sér að taka næstu skref í takt við ættleiðingarfélagið sitt. Enginn ágreiningur er um hvað verkefnin sem félaginu eru falin kosta. Allir eru sammála um að ef verkefnin eru ekki framkvæmd eru íslensk lög brotin og alþjóðasamningar hunsaðir. Það er sem sagt ekki hægt að framkvæma það sem á að gera fyrir það fjármagn sem sett er í verkið. Þetta skilja allir vel og sérstaklega þeir sem ætla að bora göng alla leið í gegnum Vaðlaheiði. Borað inn í hálft fjallið Allir vita að ábyrgðirnar sem íslenska ríkið undirgekkst vegna Vaðlaheiðarganga munu líklega falla á ríkissjóð. Þar er um að ræða eins konar öfuga einkaframkvæmd, leið sem kemur tímabundið vel út í ríkisbókhaldi. Menn velja að fara þessa leið af því að framkvæmdin er mikilvæg og þörf og þess vegna ríkir töluverð sátt um að fara í þessa framkvæmd. Engum dettur í hug að bora bara inn í hálft fjallið og stoppa þar. Enginn er svo vitlaus að láta bara hálf jarðgöng duga. Það hefur enginn gagn af því að vera fastur inni í fjalli. Leiðin sem stjórnmálamenn kjósa að fara þegar þeir vilja spara í velferð væntanlegra kjörbarna er hins vegar eins og að fara bara inn í hálft fjallið. Það á að hækka framlög til ættleiðingamálaflokksins um fimmtán milljónir en ekki taka annað skref á næsta ári. Það á að fara með alþjóðlegar skuldbindingar og mikilvæg velferðarmál munaðarlausra barna inn í fjall og skilja þau eftir þar. Það er algjörlega óskiljanlegt og sérstaklega er það illskiljanlegt af því að hér er ekki um háar fjárhæðir að ræða. Stundum finnst manni að Íslendingar meti frekar hús en hamingju, að þeir meti vegi frekar en velferð og mannvirki frekar en manneskjur. Ég trúi því ekki að fjárveitingarvaldið á Alþingi hugsi þannig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Á sama tíma og fjárlagavaldið kom því á framfæri við íslenska ættleiðingarfélagið að ekki væri svigrúm til að hækka framlög til félagsins um eina krónu, félags sem þó sinnir mörgum stjórnsýslulegum verkefnum, ákváðu stjórnmálamennirnir sem hafa þetta fjárveitingavald að skuldbinda ríkissjóð vegna átta þúsund og sjö hundruð milljóna króna framkvæmdar. Það er nefnilega mjög mikilvægt að bora göng í gegnum Vaðlaheiði. Alþjóðasamfélagið hefur komið sér saman um hvernig ættleiðingar milli landa eiga að fara fram svo velferð barna sé tryggð. Íslenska ríkið hefur gerst aðili að þessu samkomulagi og býr að góðri ættleiðingarlöggjöf sem stenst kröfur alþjóðasamfélagsins. Íslenska ríkið felur ættleiðingarfélaginu, Íslenskri ættleiðingu, með löggjöf að framkvæma mörg þeirra verkefna sem það hefur undirgengist í alþjóðasamningum. Og ættleiðingarfélagið vill með ánægju leysa verkefnin sem fyrir það eru lögð. Sanngjörn tillaga Fyrir nærri fjórum árum hóf Íslensk ættleiðing viðræður við ríkið um að fimmfalda þyrfti framlög til félagsins svo það gæti staðið undir lögbundnum skyldum sínum. Forsvarsfólk félagsins hafði samt tekið eftir að í landinu varð fjármálahrun og bauðst til að ganga í hastarlegan niðurskurð fyrstu árin. Síðan þráðurinn var tekinn upp í viðræðum við ríkið hefur varla gengið né rekið. Í vor gerði Íslensk ættleiðing það að sanngjarnri tillögu sinni til ríkisins að nauðsynleg framlög til félagsins yrðu hækkuð í skrefum á þremur árum. Því þó einungis sé verið að ræða um 45 milljóna króna aukningu á fjármagni til lögbundinna verkefna, hraus mörgum stjórnmálamanninum hugur við því að klára málið í einu skrefi. Það er nefnilega þannig að þegar þú ferð úr litlu eða engu upp í eitthvað meira verður hlutfallsleg hækkun svo mikil. Prósentan hljómar svo há. Íslensk ættleiðing lagði til að fimmtán milljónir yrðu settar í verkefni félagsins á fjáraukalögum í haust. Næsta skref yrði tekið á fjárlögum ársins 2013 og lokaskrefið ári síðar. Við skynjuðum mikinn fögnuð hjá stjórnmálamönnum og fjáraukalög 2012 eru í samræmi við tilboð ættleiðingarfélagsins. Ekkert bendir hins vegar til þess að stjórnmálamennirnir sem fóru svo glaðir út í vorið ætli sér að taka næstu skref í takt við ættleiðingarfélagið sitt. Enginn ágreiningur er um hvað verkefnin sem félaginu eru falin kosta. Allir eru sammála um að ef verkefnin eru ekki framkvæmd eru íslensk lög brotin og alþjóðasamningar hunsaðir. Það er sem sagt ekki hægt að framkvæma það sem á að gera fyrir það fjármagn sem sett er í verkið. Þetta skilja allir vel og sérstaklega þeir sem ætla að bora göng alla leið í gegnum Vaðlaheiði. Borað inn í hálft fjallið Allir vita að ábyrgðirnar sem íslenska ríkið undirgekkst vegna Vaðlaheiðarganga munu líklega falla á ríkissjóð. Þar er um að ræða eins konar öfuga einkaframkvæmd, leið sem kemur tímabundið vel út í ríkisbókhaldi. Menn velja að fara þessa leið af því að framkvæmdin er mikilvæg og þörf og þess vegna ríkir töluverð sátt um að fara í þessa framkvæmd. Engum dettur í hug að bora bara inn í hálft fjallið og stoppa þar. Enginn er svo vitlaus að láta bara hálf jarðgöng duga. Það hefur enginn gagn af því að vera fastur inni í fjalli. Leiðin sem stjórnmálamenn kjósa að fara þegar þeir vilja spara í velferð væntanlegra kjörbarna er hins vegar eins og að fara bara inn í hálft fjallið. Það á að hækka framlög til ættleiðingamálaflokksins um fimmtán milljónir en ekki taka annað skref á næsta ári. Það á að fara með alþjóðlegar skuldbindingar og mikilvæg velferðarmál munaðarlausra barna inn í fjall og skilja þau eftir þar. Það er algjörlega óskiljanlegt og sérstaklega er það illskiljanlegt af því að hér er ekki um háar fjárhæðir að ræða. Stundum finnst manni að Íslendingar meti frekar hús en hamingju, að þeir meti vegi frekar en velferð og mannvirki frekar en manneskjur. Ég trúi því ekki að fjárveitingarvaldið á Alþingi hugsi þannig.
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun