Bréf til þingheims um öryrkja 23. nóvember 2012 06:00 Sælir kæru fulltrúar þjóðar. Ég, Valgeir Matthías Pálsson, ákvað upp á mitt einsdæmi að setjast niður og skrifa ykkur örlítinn bréfstúf vegna málefna öryrkja á Íslandi í dag. Vegna hvers, kann einhver af ykkur að spyrja. Það er vegna þess að ég er öryrki sjálfur og hef ég einnig skrifað mikið um málefni öryrkja, m.a. á Facebook og víðar. Mér hefur fundist sem málefni öryrkja og aldraðra hafi ekki verið mikið upp á pallborðinu hjá stjórnvöldum upp á síðkastið eða réttara sagt á síðustu árum. Mér þykir það miður og ég er afar vonsvikinn vegna þess. Bætur öryrkja hafa ekkert hækkað að ráði frá árinu 2008 eða 2009. Það er langur tími í ljósi þess að allt hefur hækkað hér á landi. Matur, lyf, eldsneyti og fleiri vörur hafa hækkað mjög mikið á síðustu árum en á meðan hafa bætur Tryggingastofnunar ríkisins staðið í stað eða lækkað. Það er slæmt og það finnst mér sem öryrkja og vel sæmandi manni í þessu þjófélagi ekki líðandi. Öryrkjar voru sviknir um hækkanir bóta sem áætlaðar voru að ég held 2009. Það finnst mér slæmt. Útborgaðar bætur mínar eru í dag 176.500 kr, eftir skatt. Fyrir skatt fæ ég 203.500 kr. Þetta eru alltof lágar bætur. Við lifum á árinu 2012. Þessar bætur væru kannski allt í lagi árið 1995 eða eitthvað í líkingu við það en við lifum bara á öðrum tímum núna. Ég á kannski eftir svona 30-40 þúsund krónur þegar ég hef borgað mína reikninga um hver mánaðamót. Hjálparstofnanir eru starfandi á Íslandi á árinu 2012, þ.e. Hjálparstarf kirkjunnar, Fjölskylduhjálp Íslands og Mæðrastyrksnefnd. Það er að mínu mati ekki forsvaranlegt að á árinu 2012 séu starfandi svona stofnanir. Þar sem fólk þarf að standa í nístingskulda og trekki til að næla sér í matarpoka. Að þetta skuli viðgangast á þessu ári, árið 2012, að fólk þurfi að bíða eftir ölmusugjöfum, er ekki forsvaranlegt fyrir eins vel stæða þjóð og Íslendingar eru. Bæturnar duga ekki fyrir útgjöldum Ég get sagt þér það, kæri þingmaður, að ég hef frá árinu 1999 verið á örorkubótum frá Tryggingastofnun. Ég hef oftar en einu sinni reynt að taka mitt eigið líf vegna lágra tekna. Ég hef hreinlega ekki séð fram úr mínum málum. Vegna hvers? Það er vegna þess að bætur mínar duga ekki fyrir útgjöldum yfir heilan mánuð. Það er sárt og dapurlegt að vera á svona lágum tekjum. Ég er ekki í óreglu og mér gengur vel á allflestum sviðum daglegs lífs. Auðvitað glími ég við mín vandamál eins og aðrir. Allir glíma við vandamál. Ég hef samt sigrast á þeim allflestum. Að vera á örorku er slæmt og það drepur hægt og rólega. Upp hafa komið stundir þar sem ég hef ekki séð fram úr stöðunni. Maður finnur sinn tíma og sína stund. Það er bara þannig. Öryrkjar geta aldrei leyft sér neitt. Við erum fátæk og lifum við fátæktarmörk. Það er sárt. Mér finnst að það þurfi að fara að gera eitthvað róttækt í okkar málum. Eitthvað verulega róttækt. Nú fer að ganga í garð tími ljóss og friðar. Ég get sagt ykkur það, kæru þingmenn, að ég fyllist hrolli yfir þeirri tilhugsun að jólin séu að nálgast. Vegna hvers? Það er vegna þess að við öryrkjar getum aldrei leyft okkur eitt eða neitt í kringum svona fallegan og góðan tíma sem jólin eru. Þetta er staðreynd. Spurningar til ráðherra velferðarmála, Guðbjarts Hannessonar, og annarra þingmanna. 1. Hver eru laun ykkar og fríðindi í krónum talið á mánuði, t.d. matur, bíll, sími, aðstoðarmenn og fleira? 2. Njótið þið fríðinda og launa ævilangt þegar starfstíma ykkar er lokið? Spurning til formanns Öryrkjabandalags Íslands, Guðmundar Magnússonar. 1. Ætlið þið að fara með málefni öryrkja og Tryggingastofnunar fyrir dómstóla og í neyðartilviki til Mannréttindadómstóls Evrópu? Takið nú höndum saman, kæru þingmenn, og hjálpið okkur öryrkjum. Við erum líka fólk. Við eigum rétt á því að lifa við mannsæmandi kjör, eiga íverustað í þessu þjóðfélagi og ganga um hér með reisn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Sælir kæru fulltrúar þjóðar. Ég, Valgeir Matthías Pálsson, ákvað upp á mitt einsdæmi að setjast niður og skrifa ykkur örlítinn bréfstúf vegna málefna öryrkja á Íslandi í dag. Vegna hvers, kann einhver af ykkur að spyrja. Það er vegna þess að ég er öryrki sjálfur og hef ég einnig skrifað mikið um málefni öryrkja, m.a. á Facebook og víðar. Mér hefur fundist sem málefni öryrkja og aldraðra hafi ekki verið mikið upp á pallborðinu hjá stjórnvöldum upp á síðkastið eða réttara sagt á síðustu árum. Mér þykir það miður og ég er afar vonsvikinn vegna þess. Bætur öryrkja hafa ekkert hækkað að ráði frá árinu 2008 eða 2009. Það er langur tími í ljósi þess að allt hefur hækkað hér á landi. Matur, lyf, eldsneyti og fleiri vörur hafa hækkað mjög mikið á síðustu árum en á meðan hafa bætur Tryggingastofnunar ríkisins staðið í stað eða lækkað. Það er slæmt og það finnst mér sem öryrkja og vel sæmandi manni í þessu þjófélagi ekki líðandi. Öryrkjar voru sviknir um hækkanir bóta sem áætlaðar voru að ég held 2009. Það finnst mér slæmt. Útborgaðar bætur mínar eru í dag 176.500 kr, eftir skatt. Fyrir skatt fæ ég 203.500 kr. Þetta eru alltof lágar bætur. Við lifum á árinu 2012. Þessar bætur væru kannski allt í lagi árið 1995 eða eitthvað í líkingu við það en við lifum bara á öðrum tímum núna. Ég á kannski eftir svona 30-40 þúsund krónur þegar ég hef borgað mína reikninga um hver mánaðamót. Hjálparstofnanir eru starfandi á Íslandi á árinu 2012, þ.e. Hjálparstarf kirkjunnar, Fjölskylduhjálp Íslands og Mæðrastyrksnefnd. Það er að mínu mati ekki forsvaranlegt að á árinu 2012 séu starfandi svona stofnanir. Þar sem fólk þarf að standa í nístingskulda og trekki til að næla sér í matarpoka. Að þetta skuli viðgangast á þessu ári, árið 2012, að fólk þurfi að bíða eftir ölmusugjöfum, er ekki forsvaranlegt fyrir eins vel stæða þjóð og Íslendingar eru. Bæturnar duga ekki fyrir útgjöldum Ég get sagt þér það, kæri þingmaður, að ég hef frá árinu 1999 verið á örorkubótum frá Tryggingastofnun. Ég hef oftar en einu sinni reynt að taka mitt eigið líf vegna lágra tekna. Ég hef hreinlega ekki séð fram úr mínum málum. Vegna hvers? Það er vegna þess að bætur mínar duga ekki fyrir útgjöldum yfir heilan mánuð. Það er sárt og dapurlegt að vera á svona lágum tekjum. Ég er ekki í óreglu og mér gengur vel á allflestum sviðum daglegs lífs. Auðvitað glími ég við mín vandamál eins og aðrir. Allir glíma við vandamál. Ég hef samt sigrast á þeim allflestum. Að vera á örorku er slæmt og það drepur hægt og rólega. Upp hafa komið stundir þar sem ég hef ekki séð fram úr stöðunni. Maður finnur sinn tíma og sína stund. Það er bara þannig. Öryrkjar geta aldrei leyft sér neitt. Við erum fátæk og lifum við fátæktarmörk. Það er sárt. Mér finnst að það þurfi að fara að gera eitthvað róttækt í okkar málum. Eitthvað verulega róttækt. Nú fer að ganga í garð tími ljóss og friðar. Ég get sagt ykkur það, kæru þingmenn, að ég fyllist hrolli yfir þeirri tilhugsun að jólin séu að nálgast. Vegna hvers? Það er vegna þess að við öryrkjar getum aldrei leyft okkur eitt eða neitt í kringum svona fallegan og góðan tíma sem jólin eru. Þetta er staðreynd. Spurningar til ráðherra velferðarmála, Guðbjarts Hannessonar, og annarra þingmanna. 1. Hver eru laun ykkar og fríðindi í krónum talið á mánuði, t.d. matur, bíll, sími, aðstoðarmenn og fleira? 2. Njótið þið fríðinda og launa ævilangt þegar starfstíma ykkar er lokið? Spurning til formanns Öryrkjabandalags Íslands, Guðmundar Magnússonar. 1. Ætlið þið að fara með málefni öryrkja og Tryggingastofnunar fyrir dómstóla og í neyðartilviki til Mannréttindadómstóls Evrópu? Takið nú höndum saman, kæru þingmenn, og hjálpið okkur öryrkjum. Við erum líka fólk. Við eigum rétt á því að lifa við mannsæmandi kjör, eiga íverustað í þessu þjóðfélagi og ganga um hér með reisn.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun