Nýju fötin keisarans Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar 29. nóvember 2012 08:00 Síðastliðinn þriðjudag varð nokkurt uppnám „á markaði" vegna ummæla minna um Íbúðalánasjóð. Eitthvað fór tímasetningin fyrir brjóstið á stressuðum viðskipavinum kauphallarinnar, þó innihald þess sem ég sagði gæfi vart tilefni til upphlaupa og æsings. Ég sagði ekkert annað en það sem allir „markaðsaðilar" vita. Íbúðalánasjóður á í miklum vanda og á honum þarf að taka til skamms tíma og til frambúðar. Í ljósi sögunnar þarf þetta upphlaup þó vart að koma á óvart. Sumir viðskiptavinir kauphallarinnar virðast alltaf jafn hissa þegar bent er á augljósa hluti. Haustið 2010 þurfti ríkissjóður að leggja Íbúðalánasjóði til 33 milljarða króna. Ég samþykkti það framlag á Alþingi en gerði að skilyrði að fram færi rannsókn á Íbúðalánasjóði. Niðurstaða þeirrar rannsóknar er væntanleg innan tíðar. Undanfarna mánuði hefur farið fram á vegum fjármálaráðherra úttekt á stöðu Íbúðalánasjóðs og nauðsynlegra aðgerða til að lágmarka tjón ríkissjóðs og þar með almennings á Íslandi. IFS greining vann skýrslu fyrir ráðherra og þar segir m.a.: „Með kerfisbreytingu sjóðsins hinn 1. júlí 2004 og tilheyrandi skiptiútboði var lagður grunnur að þeim vanda sem sjóðurinn hefur átt við að glíma á síðustu misserum. Frá þeim tíma hefur sjóðurinn verið með opna vaxtaáhættu/uppgreiðsluáhættu sem lýsir sér í að skuldir sjóðsins eru óuppgreiðanlegar meðan útlán sjóðsins eru það ekki. Þessi áhætta er stærsta áhætta sjóðsins að mati IFS." Mér og „markaðnum" hefur lengi verið þessi áhætta ljós og lýsti ég þeirri skoðun minni á þriðjudaginn að grípa yrði til aðgerða. Ríkisstjórnin ákvað sl. þriðjudag að óska eftir því við Alþingi að stofnfé Íbúðalánasjóðs yrði aukið um 13 milljarða króna á fjárlögum 2013. Þá má búast við frekari framlögum á næstu árum til sjóðsins og allt stefnir í að kostnaður ríkisins vegna hans verði a.m.k. 50 milljarðar þegar upp er staðið. Fyrir þá peninga væri hægt að reisa nýjan Landspítala. Alþingsmenn hafa tjáð sig af minna tilefni! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Síðastliðinn þriðjudag varð nokkurt uppnám „á markaði" vegna ummæla minna um Íbúðalánasjóð. Eitthvað fór tímasetningin fyrir brjóstið á stressuðum viðskipavinum kauphallarinnar, þó innihald þess sem ég sagði gæfi vart tilefni til upphlaupa og æsings. Ég sagði ekkert annað en það sem allir „markaðsaðilar" vita. Íbúðalánasjóður á í miklum vanda og á honum þarf að taka til skamms tíma og til frambúðar. Í ljósi sögunnar þarf þetta upphlaup þó vart að koma á óvart. Sumir viðskiptavinir kauphallarinnar virðast alltaf jafn hissa þegar bent er á augljósa hluti. Haustið 2010 þurfti ríkissjóður að leggja Íbúðalánasjóði til 33 milljarða króna. Ég samþykkti það framlag á Alþingi en gerði að skilyrði að fram færi rannsókn á Íbúðalánasjóði. Niðurstaða þeirrar rannsóknar er væntanleg innan tíðar. Undanfarna mánuði hefur farið fram á vegum fjármálaráðherra úttekt á stöðu Íbúðalánasjóðs og nauðsynlegra aðgerða til að lágmarka tjón ríkissjóðs og þar með almennings á Íslandi. IFS greining vann skýrslu fyrir ráðherra og þar segir m.a.: „Með kerfisbreytingu sjóðsins hinn 1. júlí 2004 og tilheyrandi skiptiútboði var lagður grunnur að þeim vanda sem sjóðurinn hefur átt við að glíma á síðustu misserum. Frá þeim tíma hefur sjóðurinn verið með opna vaxtaáhættu/uppgreiðsluáhættu sem lýsir sér í að skuldir sjóðsins eru óuppgreiðanlegar meðan útlán sjóðsins eru það ekki. Þessi áhætta er stærsta áhætta sjóðsins að mati IFS." Mér og „markaðnum" hefur lengi verið þessi áhætta ljós og lýsti ég þeirri skoðun minni á þriðjudaginn að grípa yrði til aðgerða. Ríkisstjórnin ákvað sl. þriðjudag að óska eftir því við Alþingi að stofnfé Íbúðalánasjóðs yrði aukið um 13 milljarða króna á fjárlögum 2013. Þá má búast við frekari framlögum á næstu árum til sjóðsins og allt stefnir í að kostnaður ríkisins vegna hans verði a.m.k. 50 milljarðar þegar upp er staðið. Fyrir þá peninga væri hægt að reisa nýjan Landspítala. Alþingsmenn hafa tjáð sig af minna tilefni!
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun