Ástæðulaust að óttast Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar 30. nóvember 2012 08:00 Á næstunni er að vænta niðurstöðu EFTA-dómstólsins í Icesave-málinu. Flestir muna þann gegndarlausa hræðsluáróður sem rekinn var fyrir undirritun Icesave-samninganna og átti ekki við nein haldbær rök að styðjast. Þrátt fyrir þann áróður gaf íslenska þjóðin skýr skilaboð í málinu í tvígang. Nú þegar niðurstaða er á næsta leiti er farið að bera á sams konar orðræðu. Í fréttum birtast tilvitnanir úr skýrslum frá AGS og lánshæfismatsfyrirtækjum sem eins og áður hóta ógurlegum skuldum með refsivöxtum verði niðurstaða dómstólsins óhagstæð. Þar byggja greiningarfyrirtækin á upplýsingum frá AGS, sem byggir á upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu. Ljóst virðist að Icesave-grátkór álitsgjafa og fulltrúa ríkisstjórnarinnar mun hefja upp raust sína á ný. Þá er mikilvægt að rifja upp staðreyndir. EFTA-dómstóllinn dæmir hvorki um bætur né vexti, aðeins um það hvort brotið hafi verið á EES-reglum. Sé það niðurstaðan mun málið koma til kasta íslenskra stjórnvalda. Þar eru ýmsir kostir í boði, en mikilvægast er að stjórnvöld haldi ró sinni í þetta sinn og sýni að þau hafi lært af fyrri mistökum. Staðreynd málsins er sú að þrotabú Landsbankans hefur þegar greitt út rúmlega helming allra Icesave-innistæðnanna, eða nærri 70% lágmarkstryggingarinnar sem kröfur Breta og Hollendinga og EFTA-dómsmálið snúast um. Því munu Íslendingar aldrei þurfa að greiða „allar Icesave-innistæðurnar" eins og hræðsluáróðurinn fullyrðir. Einnig er ljóst að afgangurinn verður einnig greiddur úr þrotabúinu, svo að íslenskir skattgreiðendur eiga ekki að þurfa að ábyrgjast eina krónu af innistæðum á Icesave-reikningunum. Vilji Bretar og Hollendingar sækja vexti á kröfur sínar þurfa þeir að sýna fram á það fyrir íslenskum dómstólum að aðgerðir íslenskra stjórnvalda hafi valdið þeim tjóni. En staðreyndin er að neyðarlögin tryggðu þeim mun betri rétt en þeir hefðu annars haft. Einnig hafa þeir fengið kröfurnar greiddar mun hraðar út en Icesave-samningarnir gerðu ráð fyrir. Það er mikilvægt að umræða um Icesave-málið byggi á staðreyndum. Staðreyndirnar gefa Íslendingum ekki tilefni til að óttast niðurstöðu málsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Mest lesið Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Sjá meira
Á næstunni er að vænta niðurstöðu EFTA-dómstólsins í Icesave-málinu. Flestir muna þann gegndarlausa hræðsluáróður sem rekinn var fyrir undirritun Icesave-samninganna og átti ekki við nein haldbær rök að styðjast. Þrátt fyrir þann áróður gaf íslenska þjóðin skýr skilaboð í málinu í tvígang. Nú þegar niðurstaða er á næsta leiti er farið að bera á sams konar orðræðu. Í fréttum birtast tilvitnanir úr skýrslum frá AGS og lánshæfismatsfyrirtækjum sem eins og áður hóta ógurlegum skuldum með refsivöxtum verði niðurstaða dómstólsins óhagstæð. Þar byggja greiningarfyrirtækin á upplýsingum frá AGS, sem byggir á upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu. Ljóst virðist að Icesave-grátkór álitsgjafa og fulltrúa ríkisstjórnarinnar mun hefja upp raust sína á ný. Þá er mikilvægt að rifja upp staðreyndir. EFTA-dómstóllinn dæmir hvorki um bætur né vexti, aðeins um það hvort brotið hafi verið á EES-reglum. Sé það niðurstaðan mun málið koma til kasta íslenskra stjórnvalda. Þar eru ýmsir kostir í boði, en mikilvægast er að stjórnvöld haldi ró sinni í þetta sinn og sýni að þau hafi lært af fyrri mistökum. Staðreynd málsins er sú að þrotabú Landsbankans hefur þegar greitt út rúmlega helming allra Icesave-innistæðnanna, eða nærri 70% lágmarkstryggingarinnar sem kröfur Breta og Hollendinga og EFTA-dómsmálið snúast um. Því munu Íslendingar aldrei þurfa að greiða „allar Icesave-innistæðurnar" eins og hræðsluáróðurinn fullyrðir. Einnig er ljóst að afgangurinn verður einnig greiddur úr þrotabúinu, svo að íslenskir skattgreiðendur eiga ekki að þurfa að ábyrgjast eina krónu af innistæðum á Icesave-reikningunum. Vilji Bretar og Hollendingar sækja vexti á kröfur sínar þurfa þeir að sýna fram á það fyrir íslenskum dómstólum að aðgerðir íslenskra stjórnvalda hafi valdið þeim tjóni. En staðreyndin er að neyðarlögin tryggðu þeim mun betri rétt en þeir hefðu annars haft. Einnig hafa þeir fengið kröfurnar greiddar mun hraðar út en Icesave-samningarnir gerðu ráð fyrir. Það er mikilvægt að umræða um Icesave-málið byggi á staðreyndum. Staðreyndirnar gefa Íslendingum ekki tilefni til að óttast niðurstöðu málsins.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar