Jólin og stress Teitur Guðmundsson skrifar 4. desember 2012 06:00 Þessi tími þykir mér einn sá skemmtilegasti á árinu, enda er ég svo heppinn að eiga nær eingöngu góðar minningar um hann. Ég á afmæli í lok nóvember og svo tekur við aðventan, undirbúningur fyrir jólin almennt, skreytingar með jólaljósum, jólalög, jólahlaðborð og samvera með vinum, starfsfélögum og fjölskyldu. Jólin sjálf með öllu sem þeim tilheyrir, góðum mat, spilamennsku og gjöfum að sjálfsögðu sem búið er að hafa ánægju af að velja, gefa og svo auðvitað þiggja. Þá á dóttir mín afmæli þann 27. desember svo við erum alltaf með 3ja í jólum í okkar fjölskyldu, stutt er svo í áramótin sem aftur er tími gleði og fagnaðar í hópi vina og fjölskyldu með tilheyrandi sprengingum og litagleði á himni. Þetta er frábær skemmtun og vildi maður stundum óska þess að þessi tími væri lengri og kæmi oftar. Ég þekki marga sem eru miklu meiri jólabörn en ég og gangast upp í því að bæta um betur ár frá ári bæði hvað varðar skreytingar og svo margt annað. Ég þekki líka þá sem gefa mikið af sér og hugsa um náungann, lifa í raun samkvæmt orðatiltækinu að „sælla er að gefa en þiggja“. Þetta fólk er ekkert sérstaklega að segja frá slíku, en maður heyrir af því og þakkar í huganum fyrir slíkar hetjur sem þurfa ekki að hreykja sér af því sem vel er gert, þau vita að þetta skiptir máli og nægir að það skuli kæta náungann og gleðja hans hjarta.Getum öll gefið af okkur Öll getum við gefið af okkur og skiptir ekki máli hversu mikið, hugurinn er það sem telur, enda er ekki markmiðið að það séu peningar eða verðmæti heldur að það komi að gagni og hafi einhverja þýðingu, bæði fyrir þann sem gefur eins og fyrir þann sem þiggur. Það er ekki markmiðið hér að vera með einhverja predikun, ég held bara að þú sem lest þessa grein vitir nákvæmlega um hvað ég er að tala og því þarfnist það lítillar útskýringar. Það merkilega er þó hversu erfiðlega okkur gengur að fara eftir þessum einföldu viðmiðum, þá myndast kvíði og vanlíðan. Hver þekkir ekki orðatiltækið jólastress? Öll höfum við fundið fyrir slíku á einhverjum tímapunkti, líklega má skýra það með þeim miklu væntingum sem fylgja jólunum og því að þau eiga að vera hátíð ljóss og friðar. Jólunum fylgja hefðir sem helst má ekki breyta, dæmi um það er maturinn, hvar þau eru haldin, hver leikur jólasveininn og deilir út pökkunum og svona mætti lengi telja. Það eru þessir litlu hlutir sem skipta okkur alveg ótrúlega miklu máli og verða að smellpassa svo við séum sátt og okkur líði vel, eða hvað? Það liggur í hlutarins eðli að ekki eiga allir sömu möguleika á að njóta jóla, því miður. Þar kemur margt til og of langt mál að telja upp öll þau atriði sem geta haft áhrif hér á, hvort sem þau eru fjárhagslegs eða félagslegs eðlis, vegna veikinda eða vinnu. Eitt er þó víst að öll ráðum við tilfinningum okkar og getum ákveðið hvernig okkur líður, hvernig við högum okkur og hvernig við horfum á hlutina. Það er því gríðarlega mikilvægt að vera þakklátur og njóta þess sem maður hefur hverju sinni, gleðjast yfir jólunum og láta sér líða vel og ýta undir vellíðan annarra, það er hinn sanni jólaandi! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Þessi tími þykir mér einn sá skemmtilegasti á árinu, enda er ég svo heppinn að eiga nær eingöngu góðar minningar um hann. Ég á afmæli í lok nóvember og svo tekur við aðventan, undirbúningur fyrir jólin almennt, skreytingar með jólaljósum, jólalög, jólahlaðborð og samvera með vinum, starfsfélögum og fjölskyldu. Jólin sjálf með öllu sem þeim tilheyrir, góðum mat, spilamennsku og gjöfum að sjálfsögðu sem búið er að hafa ánægju af að velja, gefa og svo auðvitað þiggja. Þá á dóttir mín afmæli þann 27. desember svo við erum alltaf með 3ja í jólum í okkar fjölskyldu, stutt er svo í áramótin sem aftur er tími gleði og fagnaðar í hópi vina og fjölskyldu með tilheyrandi sprengingum og litagleði á himni. Þetta er frábær skemmtun og vildi maður stundum óska þess að þessi tími væri lengri og kæmi oftar. Ég þekki marga sem eru miklu meiri jólabörn en ég og gangast upp í því að bæta um betur ár frá ári bæði hvað varðar skreytingar og svo margt annað. Ég þekki líka þá sem gefa mikið af sér og hugsa um náungann, lifa í raun samkvæmt orðatiltækinu að „sælla er að gefa en þiggja“. Þetta fólk er ekkert sérstaklega að segja frá slíku, en maður heyrir af því og þakkar í huganum fyrir slíkar hetjur sem þurfa ekki að hreykja sér af því sem vel er gert, þau vita að þetta skiptir máli og nægir að það skuli kæta náungann og gleðja hans hjarta.Getum öll gefið af okkur Öll getum við gefið af okkur og skiptir ekki máli hversu mikið, hugurinn er það sem telur, enda er ekki markmiðið að það séu peningar eða verðmæti heldur að það komi að gagni og hafi einhverja þýðingu, bæði fyrir þann sem gefur eins og fyrir þann sem þiggur. Það er ekki markmiðið hér að vera með einhverja predikun, ég held bara að þú sem lest þessa grein vitir nákvæmlega um hvað ég er að tala og því þarfnist það lítillar útskýringar. Það merkilega er þó hversu erfiðlega okkur gengur að fara eftir þessum einföldu viðmiðum, þá myndast kvíði og vanlíðan. Hver þekkir ekki orðatiltækið jólastress? Öll höfum við fundið fyrir slíku á einhverjum tímapunkti, líklega má skýra það með þeim miklu væntingum sem fylgja jólunum og því að þau eiga að vera hátíð ljóss og friðar. Jólunum fylgja hefðir sem helst má ekki breyta, dæmi um það er maturinn, hvar þau eru haldin, hver leikur jólasveininn og deilir út pökkunum og svona mætti lengi telja. Það eru þessir litlu hlutir sem skipta okkur alveg ótrúlega miklu máli og verða að smellpassa svo við séum sátt og okkur líði vel, eða hvað? Það liggur í hlutarins eðli að ekki eiga allir sömu möguleika á að njóta jóla, því miður. Þar kemur margt til og of langt mál að telja upp öll þau atriði sem geta haft áhrif hér á, hvort sem þau eru fjárhagslegs eða félagslegs eðlis, vegna veikinda eða vinnu. Eitt er þó víst að öll ráðum við tilfinningum okkar og getum ákveðið hvernig okkur líður, hvernig við högum okkur og hvernig við horfum á hlutina. Það er því gríðarlega mikilvægt að vera þakklátur og njóta þess sem maður hefur hverju sinni, gleðjast yfir jólunum og láta sér líða vel og ýta undir vellíðan annarra, það er hinn sanni jólaandi!
Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun