Alþjóðasamvinna um heilbrigðismál Ingimar Einarsson skrifar 8. desember 2012 08:00 Ríki heims hafa átt með sér víðtækt samstarf um heilbrigðismál um langt skeið. Með undirritun stofnskrár Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) 22. júlí 1946 og formlegri stofnunar hennar 7. apríl 1948 tók WHO yfir verkefni og hlutverk Heilbrigðisnefndar Þjóðabandalagsins ásamt fleiri viðfangsefnum. Alls var um að ræða 43 alþjóðasamninga um heilbrigðismál og a.m.k. 7 alþjóðlegar stofnanir sem hin nýja alþjóðasamvinnustofnun um heilbrigðismál tók yfir.Alþjóðasamstarfið Á árunum eftir síðari heimsstyrjöldina var stór hluti heimsbyggðarinnar að rísa úr rúst eftir hildarleik ófriðarins. Á þessum tíma var komið á fót alþjóðlegum stofnunum og samtökum sem hafa látið sig heilbrigðismál miklu varða og starfað í náinni samvinnu við WHO á mörgum sviðum. Má þar nefna Evrópuráðið, Alþjóðabankann, Efnahags- og framfarastofnunina (OECD) og síðar Evrópusambandið. Hjá þessum aðilum varð samvinna um heilbrigðismál ekki aðeins liður í að bæta heilsufar þjóða heldur sömuleiðis aðgerð til að treysta efnahaginn og friðinn um víða veröld. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin er ábyrg fyrir stefnumótun og samræmingu heilbrigðismála á vegum hinna Sameinuðu þjóða. WHO er þannig forystuafl í heilbrigðismálum á heimsvísu, forgangsraðar viðfangsefnum heilbrigðisrannsókna, setur viðmið og gæðastaðla í heilbrigðisþjónustu, byggir vinnu sína á sannreyndum stefnumiðum, veitir aðildarríkjum tæknilega aðstoð og fylgist með og metur þróunina í heilbrigðismálum.Mikilvægir þættir Í heilbrigðismálum hefur Evrópuráðið í Strasbourg einkum gert sig gildandi gegnum heilbrigðisnefnd sína. Ráðið hefur einnig haldið utan um Lyfjaskrá Evrópu („European Pharmacopoeia") frá 1964, en í henni er að finna sameiginlega staðla sem skylt er að nota í öllum aðildarríkjunum til að tryggja gæði lyfja. Alþjóðabankinn hefur síðustu áratugina lagt vaxandi áherslu á að styðja við uppbyggingu heilbrigðisþjónustu og stuðla að umbótum í heilbrigðiskerfum þróunarlanda. Fjárfesting í heilsu er mikilvæg fyrir efnahagslega uppbyggingu hvar sem er í heiminum. OECD hefur í auknum mæli beint sjónum sínum að heilbrigðismálum. Til að byrja með var athyglin nær einskorðuð við heilbrigðisútgjöldin, en nú safnar stofnunin og gefur út víðtækar upplýsingar um heilbrigðismál í aðildarríkjunum. Jafnt ríkisstjórnir sem ráðgjafarfyrirtæki eins og Boston Consulting Group, McKinsey og Deloitte nýta sér þessar upplýsingar. OECD starfar sömuleiðis náið með WHO og framkvæmdastjórn ESB við samræmingu upplýsinga á þessu sviði. Þótt heilbrigðismál séu fyrst og fremst málefni hvers aðildarríkis fyrir sig innan ESB þá felur Evrópusamstarfið í sér fjárhagslegar skuldbindingar og kröfur um samhæfingu í stefnumótun og rannsóknum á heilbrigðis- og velferðarsviðinu.Afskipti eða einangrun Íslendingar hafa um áratugaskeið verið virkir þátttakendur í allri alþjóðasamvinnu um heilbrigðismál. Megináherslan hefur verið á starfsemi WHO og á síðasta áratugi gegndi Ísland til dæmis formennsku í framkvæmdastjórn WHO með góðum árangri. Í öðrum alþjóðastofnunum og á norrænum vettvangi hafa fulltrúar Íslands tekið þátt í margvíslegum verkefnum og nýtt sér þá kosti sem beinn aðgangur að þessari starfsemi veitir. Í kjölfar efnahagshrunsins hefur af ýmsum ástæðum dregið verulega úr þátttöku í erlendu samstarfi og er óhætt að fullyrða að síðustu árin höfum við ekki náð að fylgjast nægjanlega vel með helstu alþjóðastraumum á sviði heilbrigðismála, nema þá til málamynda. Það er því mikil hætta á að mótun nýrrar framtíðarsýnar og gerð áætlana í heilbrigðismálum geti ekki uppfyllt þær kröfur sem gera verður til að ná viðhlítandi árangri og tryggja að íslensk heilbrigðisþjónusta verði áfram sambærileg við það sem best gerist annars staðar. Verði ekki brugðist við þessu ástandi á skynsamlegan hátt er hætt við að framtíðin verði beinn og breiður vegur einangrunar og afskiptaleysis fjarri lífæðum hins alþjóðlega samfélags. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingimar Einarsson Skoðun Mest lesið Dóttir mín – uppgjör eineltis Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir Skoðun Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Halldór 28.12.2024 Halldór Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Sjá meira
Ríki heims hafa átt með sér víðtækt samstarf um heilbrigðismál um langt skeið. Með undirritun stofnskrár Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) 22. júlí 1946 og formlegri stofnunar hennar 7. apríl 1948 tók WHO yfir verkefni og hlutverk Heilbrigðisnefndar Þjóðabandalagsins ásamt fleiri viðfangsefnum. Alls var um að ræða 43 alþjóðasamninga um heilbrigðismál og a.m.k. 7 alþjóðlegar stofnanir sem hin nýja alþjóðasamvinnustofnun um heilbrigðismál tók yfir.Alþjóðasamstarfið Á árunum eftir síðari heimsstyrjöldina var stór hluti heimsbyggðarinnar að rísa úr rúst eftir hildarleik ófriðarins. Á þessum tíma var komið á fót alþjóðlegum stofnunum og samtökum sem hafa látið sig heilbrigðismál miklu varða og starfað í náinni samvinnu við WHO á mörgum sviðum. Má þar nefna Evrópuráðið, Alþjóðabankann, Efnahags- og framfarastofnunina (OECD) og síðar Evrópusambandið. Hjá þessum aðilum varð samvinna um heilbrigðismál ekki aðeins liður í að bæta heilsufar þjóða heldur sömuleiðis aðgerð til að treysta efnahaginn og friðinn um víða veröld. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin er ábyrg fyrir stefnumótun og samræmingu heilbrigðismála á vegum hinna Sameinuðu þjóða. WHO er þannig forystuafl í heilbrigðismálum á heimsvísu, forgangsraðar viðfangsefnum heilbrigðisrannsókna, setur viðmið og gæðastaðla í heilbrigðisþjónustu, byggir vinnu sína á sannreyndum stefnumiðum, veitir aðildarríkjum tæknilega aðstoð og fylgist með og metur þróunina í heilbrigðismálum.Mikilvægir þættir Í heilbrigðismálum hefur Evrópuráðið í Strasbourg einkum gert sig gildandi gegnum heilbrigðisnefnd sína. Ráðið hefur einnig haldið utan um Lyfjaskrá Evrópu („European Pharmacopoeia") frá 1964, en í henni er að finna sameiginlega staðla sem skylt er að nota í öllum aðildarríkjunum til að tryggja gæði lyfja. Alþjóðabankinn hefur síðustu áratugina lagt vaxandi áherslu á að styðja við uppbyggingu heilbrigðisþjónustu og stuðla að umbótum í heilbrigðiskerfum þróunarlanda. Fjárfesting í heilsu er mikilvæg fyrir efnahagslega uppbyggingu hvar sem er í heiminum. OECD hefur í auknum mæli beint sjónum sínum að heilbrigðismálum. Til að byrja með var athyglin nær einskorðuð við heilbrigðisútgjöldin, en nú safnar stofnunin og gefur út víðtækar upplýsingar um heilbrigðismál í aðildarríkjunum. Jafnt ríkisstjórnir sem ráðgjafarfyrirtæki eins og Boston Consulting Group, McKinsey og Deloitte nýta sér þessar upplýsingar. OECD starfar sömuleiðis náið með WHO og framkvæmdastjórn ESB við samræmingu upplýsinga á þessu sviði. Þótt heilbrigðismál séu fyrst og fremst málefni hvers aðildarríkis fyrir sig innan ESB þá felur Evrópusamstarfið í sér fjárhagslegar skuldbindingar og kröfur um samhæfingu í stefnumótun og rannsóknum á heilbrigðis- og velferðarsviðinu.Afskipti eða einangrun Íslendingar hafa um áratugaskeið verið virkir þátttakendur í allri alþjóðasamvinnu um heilbrigðismál. Megináherslan hefur verið á starfsemi WHO og á síðasta áratugi gegndi Ísland til dæmis formennsku í framkvæmdastjórn WHO með góðum árangri. Í öðrum alþjóðastofnunum og á norrænum vettvangi hafa fulltrúar Íslands tekið þátt í margvíslegum verkefnum og nýtt sér þá kosti sem beinn aðgangur að þessari starfsemi veitir. Í kjölfar efnahagshrunsins hefur af ýmsum ástæðum dregið verulega úr þátttöku í erlendu samstarfi og er óhætt að fullyrða að síðustu árin höfum við ekki náð að fylgjast nægjanlega vel með helstu alþjóðastraumum á sviði heilbrigðismála, nema þá til málamynda. Það er því mikil hætta á að mótun nýrrar framtíðarsýnar og gerð áætlana í heilbrigðismálum geti ekki uppfyllt þær kröfur sem gera verður til að ná viðhlítandi árangri og tryggja að íslensk heilbrigðisþjónusta verði áfram sambærileg við það sem best gerist annars staðar. Verði ekki brugðist við þessu ástandi á skynsamlegan hátt er hætt við að framtíðin verði beinn og breiður vegur einangrunar og afskiptaleysis fjarri lífæðum hins alþjóðlega samfélags.
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun