„Hart í bak“ Sighvatur Björgvinsson skrifar 11. desember 2012 06:00 Ein af aðalpersónunum í leikritinu Hart í bak eftir Jökul Jakobsson er „Strandkapteinninn“. Kapteinn þessi er sagður hafa kallað: „Hart í bak!“ til rórmannsins um leið og kapteinninn renndi skipi sínu á fullum dampi upp á sker. Leikrit Jökuls fjallar ekki um strandið heldur um framvindu mála eftir strand. Við Íslendingar höfum sl. fjögur ár verið allt í senn – leikarar, áhorfendur og sviðsmenn í sams konar leikriti – eftir strandið. Í sjálfu strandinu snerist málið um þjóðarskútuna og strandkapteininn, Sjálfstæðisflokkinn, sem sigldi þjóðarskútunni í stórastrand eftir samfellda átján ára skipstjórn. Að vísu mun sá „strandkapteinn” aldrei á allri þeirri vegferð hafa kallað: „Hart í bak“ (þ.e. krappt til vinstri), heldur í sífellu tuldrað sömu fyrirmælin: „Hart í stjór!“ (m.ö.o.: Krappt til hægri). Önnur stefna var einfaldlega ekki til á hans siglingakorti. Það var svona „einstefnukort“. „Krappt í stjór!“ kallaði sá strandkapteinn líka þegar þjóðarskútan fór á fullu stími upp á skerið. Af hlaust stærra tjón en sagan kann frá að greina á meira en ellefu alda siglingu þjóðarskútunnar – en mannbjörg varð. Áhöfnin hélt lífi – líka strandkapteinninn. Svona naumlega. Leikritið okkar hefur nú í fjögur ár fjallað um eftirleikinn. Öfugt við strandkapteininn hans Jökuls er strandkapteinninn okkar stöðugt að heimta að sér verði trúað fyrir skipsstjórninni aftur. „Þau geta þetta aldrei. Bara ég!“ hrópaði strandkapteinninn í okkar leikriti þegar þjóðin sótti aðra stjórnendur til þess að losa þjóðarskútuna af skerinu. „Þau rata þetta aldrei. Bara ég!“ hrópaði hann þegar aðrir fóru að sigla þjóðarskútunni út úr skerjagarðinum. „Ég hefði gert þetta svo miklu fljótar og betur!“ var kallað þegar komið var á auðari sjó. „Nú get ég – og ég einn“ er svo viðkvæðið núna. „Nú rata ég. Hart í stjór! Krappt til hægri!“ Mikið er langlundargeð okkar Íslendinga. Svo má nú segja! Svo mikið að strandkapteinar geta jafnvel fengið að reyna sig aftur. Bara fjórum árum eftir strandið. Fullreynt ekki fyrr en þríreynt er! „Hart í stjór, góðir hálsar!“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúin vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Ein af aðalpersónunum í leikritinu Hart í bak eftir Jökul Jakobsson er „Strandkapteinninn“. Kapteinn þessi er sagður hafa kallað: „Hart í bak!“ til rórmannsins um leið og kapteinninn renndi skipi sínu á fullum dampi upp á sker. Leikrit Jökuls fjallar ekki um strandið heldur um framvindu mála eftir strand. Við Íslendingar höfum sl. fjögur ár verið allt í senn – leikarar, áhorfendur og sviðsmenn í sams konar leikriti – eftir strandið. Í sjálfu strandinu snerist málið um þjóðarskútuna og strandkapteininn, Sjálfstæðisflokkinn, sem sigldi þjóðarskútunni í stórastrand eftir samfellda átján ára skipstjórn. Að vísu mun sá „strandkapteinn” aldrei á allri þeirri vegferð hafa kallað: „Hart í bak“ (þ.e. krappt til vinstri), heldur í sífellu tuldrað sömu fyrirmælin: „Hart í stjór!“ (m.ö.o.: Krappt til hægri). Önnur stefna var einfaldlega ekki til á hans siglingakorti. Það var svona „einstefnukort“. „Krappt í stjór!“ kallaði sá strandkapteinn líka þegar þjóðarskútan fór á fullu stími upp á skerið. Af hlaust stærra tjón en sagan kann frá að greina á meira en ellefu alda siglingu þjóðarskútunnar – en mannbjörg varð. Áhöfnin hélt lífi – líka strandkapteinninn. Svona naumlega. Leikritið okkar hefur nú í fjögur ár fjallað um eftirleikinn. Öfugt við strandkapteininn hans Jökuls er strandkapteinninn okkar stöðugt að heimta að sér verði trúað fyrir skipsstjórninni aftur. „Þau geta þetta aldrei. Bara ég!“ hrópaði strandkapteinninn í okkar leikriti þegar þjóðin sótti aðra stjórnendur til þess að losa þjóðarskútuna af skerinu. „Þau rata þetta aldrei. Bara ég!“ hrópaði hann þegar aðrir fóru að sigla þjóðarskútunni út úr skerjagarðinum. „Ég hefði gert þetta svo miklu fljótar og betur!“ var kallað þegar komið var á auðari sjó. „Nú get ég – og ég einn“ er svo viðkvæðið núna. „Nú rata ég. Hart í stjór! Krappt til hægri!“ Mikið er langlundargeð okkar Íslendinga. Svo má nú segja! Svo mikið að strandkapteinar geta jafnvel fengið að reyna sig aftur. Bara fjórum árum eftir strandið. Fullreynt ekki fyrr en þríreynt er! „Hart í stjór, góðir hálsar!“
Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun