Varnarsigur í Doha Svandís Svavarsdóttir skrifar 13. desember 2012 06:00 Árleg þing loftslagssamnings SÞ eru viðamiklar samkomur, enda er verkefnið tröllaukið. Ríki heims taka þar ákvarðanir um bókhald yfir losun, loftslagsvæna tækni og hvernig hægt sé að aðstoða ríki sem verst standa vegna breytinga á loftslagi og lífsskilyrðum. Umfram allt er rætt um leiðir til að ráðast að rót vandans og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Kýótó-bókunin, sem setur töluleg markmið fyrir nær 40 auðug ríki, átti að vera fyrsta skrefið til að koma á bindandi losunarskuldbindingum á heimsvísu. Nú stefnir hins vegar í öfuga átt. Ríkjum með skuldbindingar fer fækkandi, en fjölgar ekki eins og að var stefnt. Á nýloknum fundi í Doha í Katar var samþykkt að Kýótó-bókunin yrði framlengd um annað tímabil, frá 2013 til 2020, en því fyrsta lýkur nú á gamlaársdag. Eingöngu Evrópuríki taka á sig skuldbindingar á nýju tímabili, ásamt Ástralíu, en ríki með 85% heimslosunar verða án alþjóðlega bindandi losunarmarkmiða. Vonir eru bundnar við nýjar samningaviðræður um losunarmarkmið fyrir öll ríki, sem til stendur að ljúka árið 2015, þótt markmiðin sjálf eigi ekki að taka gildi fyrr en 2020. Þótt viðræður gangi hægt er mikilvægt að ríki heims haldi áfram að vinna saman undir regnhlíf loftslagssamningsins. Í Kýótó-bókuninni hefur bókhaldið verið þróað lengst. Þar eru gefnar út losunarheimildir og settar reglur sem eiga að gera ríkjum kleift að ná árangri á hagkvæman hátt. Þótt kvarnast hafi úr Kýótó-hópnum í Doha var líf hans framlengt. Það er mikilvægt að einhver ríki standi vaktina og þrói og efli kerfi til að draga úr losun, sem getur gagnast í víðtækara samkomulagi síðar. Ísland má vera stolt af því að vera í þeim hópi ríkja sem mest leggja af mörkum varðandi skuldbindingar og leiðir að lausnum. Þótt horfurnar í loftslagsmálum séu fjarri því að vera bjartar, þá vannst mikilvægur varnarsigur í Doha. Nú þarf að snúa vörn í sókn og takast af krafti á við þessa stærstu áskorun samtímans svo að unnt sé að hlúa að forsendum lífs og velsældar á jörðinni fyrir núlifandi og komandi kynslóðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Árleg þing loftslagssamnings SÞ eru viðamiklar samkomur, enda er verkefnið tröllaukið. Ríki heims taka þar ákvarðanir um bókhald yfir losun, loftslagsvæna tækni og hvernig hægt sé að aðstoða ríki sem verst standa vegna breytinga á loftslagi og lífsskilyrðum. Umfram allt er rætt um leiðir til að ráðast að rót vandans og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Kýótó-bókunin, sem setur töluleg markmið fyrir nær 40 auðug ríki, átti að vera fyrsta skrefið til að koma á bindandi losunarskuldbindingum á heimsvísu. Nú stefnir hins vegar í öfuga átt. Ríkjum með skuldbindingar fer fækkandi, en fjölgar ekki eins og að var stefnt. Á nýloknum fundi í Doha í Katar var samþykkt að Kýótó-bókunin yrði framlengd um annað tímabil, frá 2013 til 2020, en því fyrsta lýkur nú á gamlaársdag. Eingöngu Evrópuríki taka á sig skuldbindingar á nýju tímabili, ásamt Ástralíu, en ríki með 85% heimslosunar verða án alþjóðlega bindandi losunarmarkmiða. Vonir eru bundnar við nýjar samningaviðræður um losunarmarkmið fyrir öll ríki, sem til stendur að ljúka árið 2015, þótt markmiðin sjálf eigi ekki að taka gildi fyrr en 2020. Þótt viðræður gangi hægt er mikilvægt að ríki heims haldi áfram að vinna saman undir regnhlíf loftslagssamningsins. Í Kýótó-bókuninni hefur bókhaldið verið þróað lengst. Þar eru gefnar út losunarheimildir og settar reglur sem eiga að gera ríkjum kleift að ná árangri á hagkvæman hátt. Þótt kvarnast hafi úr Kýótó-hópnum í Doha var líf hans framlengt. Það er mikilvægt að einhver ríki standi vaktina og þrói og efli kerfi til að draga úr losun, sem getur gagnast í víðtækara samkomulagi síðar. Ísland má vera stolt af því að vera í þeim hópi ríkja sem mest leggja af mörkum varðandi skuldbindingar og leiðir að lausnum. Þótt horfurnar í loftslagsmálum séu fjarri því að vera bjartar, þá vannst mikilvægur varnarsigur í Doha. Nú þarf að snúa vörn í sókn og takast af krafti á við þessa stærstu áskorun samtímans svo að unnt sé að hlúa að forsendum lífs og velsældar á jörðinni fyrir núlifandi og komandi kynslóðir.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun