38 toppleikmenn eiga rætur í Barcelona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. desember 2012 07:00 Barcelona-menn fagna hér einu af fjölmörgum mörkum sínum í vetur. Mynd/NordicPhotos/Getty Það kemur kannski fáum á óvart en ný svissnesk rannsókn sýnir fram á það að Barcelona er í nokkrum sérflokki þegar kemur að því að framleiða leikmenn fyrir fimm bestu deildirnar í Evrópu. Unglingaakademía félagsins fær enn eitt hrósið í nýrri alþjóðlegri rannsókn. Svissneska CIES-félagið, sem leggur stund á margs konar knattspyrnurannsóknir, ákvað að kanna uppruna leikmanna í fimm bestu deildum Evrópu. Þetta eru enska úrvalsdeildin, spænska úrvalsdeildin, ítalska A-deildin, þýska bundesligan og franska 1. deildin. Lið telst hafa framleitt fótboltamann ef hann hefur verið hjá félaginu frá 15 ára til 21 árs. Í sumum tilfellum hafa tvö félög komið að því að ala upp fótboltamenn ef hann hefur verið hjá tveimur félögum á þessum árum. Alls var uppruninn kannaður hjá 2.286 leikmönnum í þessum fimm deildum sem innihalda alls 98 félög. Eitt félag átti heiðurinn af 2.170 leikmönnum en hjá 116 leikmönnum átti tvö félög heiðurinn að því að gera leikmanninn að toppfótboltamanni. Alls eiga 805 félög uppalinn leikmann í fimm bestu deildum Evrópu. Barcelona hefur náð því á þessu tímabili að stilla upp ellefu manna liði af uppöldum Barcelona-leikmönnum og alls eru fjórtán leikmenn úr akademíu félagsins að spila með aðalliði félagsins. Þar á meðal eru snillingar eins og Lionel Messi, Xavi og Andrés Iniesta en félagið á einnig fullt af mönnum annars staðar. Þegar betur er að gáð kemur í ljós að alls eiga 38 leikmenn í fimm bestu deildum Evrópu rætur í Katalóníu. Barcelona á eitt heiðurinn af 36 mönnum en tveir eyddu líka nokkrum árum hjá öðru félagi. Meðal Barcelona-manna í öðrum félögum eru Oriol Remeu hjá Chelsea, Pepe Reina hjá Liverpool og Mikel Arteta hjá Arsenal. Barcelona hefur framleitt sjö fleirum leikmenn en næsta félag, sem er Lyon í Frakkklandi. Real Madrid er síðan í þriðja sætinu með 29 leikmenn. Manchester United er efst af liðunum í ensku úrvalsdeildinni (4.-5. sæti) en alls eru 24 leikmenn frá United að spila í fimm bestu deildum Evrópu í dag. Arsenal á 20 leikmenn í bestu deildunum og bæði Aston Villa og Tottenham eiga 15 leikmenn. Enski boltinn Ítalski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Fótbolti Af hverju falla metin ekki á Íslandi? Sport „Pirraður því við áttum meira skilið“ Fótbolti „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ Fótbolti „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ Fótbolti „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ Fótbolti Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fótbolti Fleiri fréttir Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Úkraína hélt sér fyrir ofan Ísland Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Næstminnsta HM-þjóðin á eftir Íslandi Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé „Ísland er með sterkt lið“ „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Sjá meira
Það kemur kannski fáum á óvart en ný svissnesk rannsókn sýnir fram á það að Barcelona er í nokkrum sérflokki þegar kemur að því að framleiða leikmenn fyrir fimm bestu deildirnar í Evrópu. Unglingaakademía félagsins fær enn eitt hrósið í nýrri alþjóðlegri rannsókn. Svissneska CIES-félagið, sem leggur stund á margs konar knattspyrnurannsóknir, ákvað að kanna uppruna leikmanna í fimm bestu deildum Evrópu. Þetta eru enska úrvalsdeildin, spænska úrvalsdeildin, ítalska A-deildin, þýska bundesligan og franska 1. deildin. Lið telst hafa framleitt fótboltamann ef hann hefur verið hjá félaginu frá 15 ára til 21 árs. Í sumum tilfellum hafa tvö félög komið að því að ala upp fótboltamenn ef hann hefur verið hjá tveimur félögum á þessum árum. Alls var uppruninn kannaður hjá 2.286 leikmönnum í þessum fimm deildum sem innihalda alls 98 félög. Eitt félag átti heiðurinn af 2.170 leikmönnum en hjá 116 leikmönnum átti tvö félög heiðurinn að því að gera leikmanninn að toppfótboltamanni. Alls eiga 805 félög uppalinn leikmann í fimm bestu deildum Evrópu. Barcelona hefur náð því á þessu tímabili að stilla upp ellefu manna liði af uppöldum Barcelona-leikmönnum og alls eru fjórtán leikmenn úr akademíu félagsins að spila með aðalliði félagsins. Þar á meðal eru snillingar eins og Lionel Messi, Xavi og Andrés Iniesta en félagið á einnig fullt af mönnum annars staðar. Þegar betur er að gáð kemur í ljós að alls eiga 38 leikmenn í fimm bestu deildum Evrópu rætur í Katalóníu. Barcelona á eitt heiðurinn af 36 mönnum en tveir eyddu líka nokkrum árum hjá öðru félagi. Meðal Barcelona-manna í öðrum félögum eru Oriol Remeu hjá Chelsea, Pepe Reina hjá Liverpool og Mikel Arteta hjá Arsenal. Barcelona hefur framleitt sjö fleirum leikmenn en næsta félag, sem er Lyon í Frakkklandi. Real Madrid er síðan í þriðja sætinu með 29 leikmenn. Manchester United er efst af liðunum í ensku úrvalsdeildinni (4.-5. sæti) en alls eru 24 leikmenn frá United að spila í fimm bestu deildum Evrópu í dag. Arsenal á 20 leikmenn í bestu deildunum og bæði Aston Villa og Tottenham eiga 15 leikmenn.
Enski boltinn Ítalski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Fótbolti Af hverju falla metin ekki á Íslandi? Sport „Pirraður því við áttum meira skilið“ Fótbolti „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ Fótbolti „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ Fótbolti „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ Fótbolti Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fótbolti Fleiri fréttir Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Úkraína hélt sér fyrir ofan Ísland Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Næstminnsta HM-þjóðin á eftir Íslandi Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé „Ísland er með sterkt lið“ „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Sjá meira