Sjálfboðaliðar í náttúruvernd René Biasone skrifar 17. desember 2012 17:30 Fjölbreyttur hópur tók þátt í Stóru grænu helginni (e. Big Green Weekend) í október sem er alþjóðlegur viðburður. Þar komu saman sjálfboðaliðar í náttúruvernd og létu gott af sér leiða. Þetta var í annað skipti sem Umhverfisstofnun tekur þátt í þessu samstarfi og í þetta sinn var óskað eftir íslenskum sjálfboðaliðum í samstarfi við náttúruverndarsamtök á höfuðborgarsvæðinu. Um Stóru grænu helgina fór hópur sjálfboðaliða úr Fuglavernd, Framtíðarlandinu, Landvernd og AUS, ásamt sjálfboðaliðum starfsfólks Umhverfisstofnunar, til Eldborgar í Bláfjöllum. Þar var unnið af krafti við að setja upp skilti, loka fyrir nokkra slóða með grjóti og afmarka bílastæði en stærsta verkefnið var þó að afmarka göngustíga með því að græða sár í mosanum. Nokkurra tuga metra langur slóði gegnum mosann var græddur með svokallaðri "moss transplanting"-aðferð, þar sem mosi var tekinn af öðru svæði án þess að skaða landslagið, hann settur á bretti og fluttur til Eldborgar. Mosinn var settur á slóða sem hafði verið undirbúinn með grjóti sem komið var fyrir á staðnum til þess að mosinn næði að festast. Dýrmæt kunnáttaÞessi aðferð er vel þekkt og oft notuð á friðlýstum svæðum sem eru í umsjá Umhverfisstofnunar (t.d. við Grábrókargíga í sumar) og einnig í Vatnajökulsþjóðgarði, þar sem sjálfboðaliðar á vegum Umhverfisstofnunar vinna við hlið landvarða og þjóðgarðsvarða yfir sumartímann. Vegna Stóru grænu helgarinnar komu, auk hinna, tveir reyndir sjálfboðaliðar frá Bretlandi og Þýskalandi. Þeir hafa unnið á Íslandi í átta sumur í röð og eru orðnir sérfróðir um alls kyns aðgerðir í náttúruvernd og búa yfir dýrmætri kunnáttu sem Umhverfisstofnun vill varðveita. Þess vegna, meðal annars, tekur Umhverfisstofnun þátt í námskeiði í göngustígagerð sem Hólaskóli skipuleggur í maíbyrjun ár hvert. Þessa helgi var veðrið miskunnarlaust en sjálfboðaliðarnir unnu hörkuvinnu og kláruðu verkefnið í þeirri náttúruperlu sem Eldborg er. Mikilvæg vinnaUmhverfisstofnun er stolt yfir því að geta sagt frá því að á árinu hafa verið unnir 2.220 vinnudagar (444 mannvikur) á 30 svæðum um allt land, frá Hornströndum til Lónsöræfa, frá Reykjanesi til Ásbyrgis, frá Snæfellsnesi til Kverkfjalla. Sjálfboðaliðastarfi ársins 2012 lauk svo formlega með Stóru grænu helginni. Um 180 manns komu sérstaklega til landsins í sumar og unnu gríðarlega mikilvæga vinnu í þágu náttúrunnar. Við viljum þakka þeim sérstaklega fyrir óeigingjarnt starf. Umhverfisstofnun hefur rekið slík verkefni beint í um áratug og að hluta einnig í samstarfi við sjálfboðaliðasamtök. Við hjá Umhverfisstofnun viljum þakka landvörðum Vatnajökulsþjóðgarðs, Ferðafélags Íslands, Útivistar og Umhverfisstofnunar, skógarvörðum Skógræktarfélags Reykjavíkur og Skógrækt ríkisins fyrir samstarfið og samveruna. Kærar þakkir enn fremur til margra annarra aðila sem hafa hjálpað okkur, til dæmis rútubílstjóra sem færðu okkur mat og verkfæri út um allt land og starfsfólks á tjaldsvæðum þar sem sjálfboðaliðar fengu gistipláss. Við viljum sérstaklega þakka sjálfboðaliðunum sem komu og við vonum að þeir geti hjálpað okkur að koma á hefð fyrir sjálfboðaliðastarfi í náttúruvernd meðal Íslendinga. Á Íslandi eru 107 friðlýst svæði og af þeim eru sautján á höfuðborgarsvæðinu. Um grænu helgina kom upp sú hugmynd að hvert og eitt þessara 107 svæða eignaðist sinn vinahóp sem sinnti náttúruvernd og -umhyggju á svæðinu. Vinahóparnir eru hugsaðir sem hluti af starfsemi Umhverfisstofnunar, sem mun sjá um verkefni á friðlýstum svæðum, verkfæri og þjálfun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein René Biasone Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Fjölbreyttur hópur tók þátt í Stóru grænu helginni (e. Big Green Weekend) í október sem er alþjóðlegur viðburður. Þar komu saman sjálfboðaliðar í náttúruvernd og létu gott af sér leiða. Þetta var í annað skipti sem Umhverfisstofnun tekur þátt í þessu samstarfi og í þetta sinn var óskað eftir íslenskum sjálfboðaliðum í samstarfi við náttúruverndarsamtök á höfuðborgarsvæðinu. Um Stóru grænu helgina fór hópur sjálfboðaliða úr Fuglavernd, Framtíðarlandinu, Landvernd og AUS, ásamt sjálfboðaliðum starfsfólks Umhverfisstofnunar, til Eldborgar í Bláfjöllum. Þar var unnið af krafti við að setja upp skilti, loka fyrir nokkra slóða með grjóti og afmarka bílastæði en stærsta verkefnið var þó að afmarka göngustíga með því að græða sár í mosanum. Nokkurra tuga metra langur slóði gegnum mosann var græddur með svokallaðri "moss transplanting"-aðferð, þar sem mosi var tekinn af öðru svæði án þess að skaða landslagið, hann settur á bretti og fluttur til Eldborgar. Mosinn var settur á slóða sem hafði verið undirbúinn með grjóti sem komið var fyrir á staðnum til þess að mosinn næði að festast. Dýrmæt kunnáttaÞessi aðferð er vel þekkt og oft notuð á friðlýstum svæðum sem eru í umsjá Umhverfisstofnunar (t.d. við Grábrókargíga í sumar) og einnig í Vatnajökulsþjóðgarði, þar sem sjálfboðaliðar á vegum Umhverfisstofnunar vinna við hlið landvarða og þjóðgarðsvarða yfir sumartímann. Vegna Stóru grænu helgarinnar komu, auk hinna, tveir reyndir sjálfboðaliðar frá Bretlandi og Þýskalandi. Þeir hafa unnið á Íslandi í átta sumur í röð og eru orðnir sérfróðir um alls kyns aðgerðir í náttúruvernd og búa yfir dýrmætri kunnáttu sem Umhverfisstofnun vill varðveita. Þess vegna, meðal annars, tekur Umhverfisstofnun þátt í námskeiði í göngustígagerð sem Hólaskóli skipuleggur í maíbyrjun ár hvert. Þessa helgi var veðrið miskunnarlaust en sjálfboðaliðarnir unnu hörkuvinnu og kláruðu verkefnið í þeirri náttúruperlu sem Eldborg er. Mikilvæg vinnaUmhverfisstofnun er stolt yfir því að geta sagt frá því að á árinu hafa verið unnir 2.220 vinnudagar (444 mannvikur) á 30 svæðum um allt land, frá Hornströndum til Lónsöræfa, frá Reykjanesi til Ásbyrgis, frá Snæfellsnesi til Kverkfjalla. Sjálfboðaliðastarfi ársins 2012 lauk svo formlega með Stóru grænu helginni. Um 180 manns komu sérstaklega til landsins í sumar og unnu gríðarlega mikilvæga vinnu í þágu náttúrunnar. Við viljum þakka þeim sérstaklega fyrir óeigingjarnt starf. Umhverfisstofnun hefur rekið slík verkefni beint í um áratug og að hluta einnig í samstarfi við sjálfboðaliðasamtök. Við hjá Umhverfisstofnun viljum þakka landvörðum Vatnajökulsþjóðgarðs, Ferðafélags Íslands, Útivistar og Umhverfisstofnunar, skógarvörðum Skógræktarfélags Reykjavíkur og Skógrækt ríkisins fyrir samstarfið og samveruna. Kærar þakkir enn fremur til margra annarra aðila sem hafa hjálpað okkur, til dæmis rútubílstjóra sem færðu okkur mat og verkfæri út um allt land og starfsfólks á tjaldsvæðum þar sem sjálfboðaliðar fengu gistipláss. Við viljum sérstaklega þakka sjálfboðaliðunum sem komu og við vonum að þeir geti hjálpað okkur að koma á hefð fyrir sjálfboðaliðastarfi í náttúruvernd meðal Íslendinga. Á Íslandi eru 107 friðlýst svæði og af þeim eru sautján á höfuðborgarsvæðinu. Um grænu helgina kom upp sú hugmynd að hvert og eitt þessara 107 svæða eignaðist sinn vinahóp sem sinnti náttúruvernd og -umhyggju á svæðinu. Vinahóparnir eru hugsaðir sem hluti af starfsemi Umhverfisstofnunar, sem mun sjá um verkefni á friðlýstum svæðum, verkfæri og þjálfun.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun