Andvíg fjölskylduvænna samfélagi Guðmundur D. Haraldsson skrifar 17. desember 2012 17:00 Fyrir skömmu kom fram fín tillaga á Alþingi. Ef tillagan yrði að lögum myndi það þýða að ef jóladag bæri upp um helgi myndi vinnandi fólk fá frídag næsta virka dag á eftir (sama gildir um annan í jólum, nýársdag, 17. júní og 1. maí). Tillagan er viðleitni til þess að gera fólki kleift að njóta t.d. jólanna betur, með því að eiga aðeins lengra frí. Tillagan er líka viðleitni til að gera landið okkar eilítið fjölskylduvænna, viðleitni til þess að fólk geti frekar notið lífsins. Það er gott og eðlilegt að eiga frí. Samtök atvinnulífsins, SA, eru ekki hrifin af tillögunni og því að almenningur fái þá frídaga sem ber upp á helgi. Nei segja samtökin! Slíkt myndi þýða „0,53% hækkun launakostnaðar" fyrir fyrirtæki, eins og segir í frétt Morgunblaðsins um málið og umsögn samtakanna um tillöguna. Og samtökin vilja ekki að þingið sé að skipta sér af málinu, þar sem frídagar séu hluti kjarasamninga. Skoðum það aðeins nánar. Alþingi er löggjafinn á Íslandi og getur gert hvaða dag sem er að frídegi. Flóknara er það ekki því lög Alþingis eru yfir alla samninga hafin. Frídagar sem samið er um í kjarasamningum eru viðbót við þá frídaga sem Alþingi skilgreinir. Vinnum að meðaltali lengur Svo er það hitt með hækkun launakostnaðar. Fyrst staðreyndir: Ísland er eitt vinnusamasta samfélag á Norðurlöndum. Við á Íslandi unnum árið 2008 að meðaltali átta stundum meira á viku en fólk gerði í Noregi, fjórum stundum meira en í Svíþjóð og sex stundum meira en í Danmörku. Þessum langa vinnutíma fylgja ýmis neikvæð áhrif. Í alþjóðlegri rannsókn sem var gerð fyrir nokkrum árum kom í ljós að í engu öðru þátttökulandi rannsóknarinnar voru fleiri sem sögðust koma of þreyttir úr vinnu nokkrum sinnum í mánuði (eða oftar) til að sinna heimilinu. Þátttökulöndin voru fjölmörg; öll Norðurlandaríkin, mörg önnur Evrópulönd, Bandaríkin, Ástralía, Nýja-Sjáland og fleiri til. Langar vinnustundir hafa án efa mikið um þetta að segja. Samtök atvinnulífsins eru mótfallin því að gera samfélagið örlítið fjölskylduvænna með því að veita örlítið fleiri frídaga – og það vegna þess að það myndi hækka launakostnað um 0,53%. Einn tvöhundraðasta! Raunar væri upplagt að ganga miklu lengra en tillagan leggur til. Það væri tilvalið að stytta vinnuvikuna rækilega, til dæmis með styttingu niður í 30-32 stundir. Með því yrði Ísland eitt fjölskylduvænsta samfélag í vestrænum heimi. Samtök atvinnulífsins hafa greinilega ekki hagsmuni fjölskyldnanna né fólksins í landinu í huga – þvert á móti styðja samtökin hvers kyns stöðnun í þeim efnum. Hunsum skilaboð Samtaka atvinnulífsins og fjölgum óhrædd frídögum. Við getum vel unnið minna. Og raunar miklu minna en ágæt tillaga Róberts Marshall felur í sér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur D. Haraldsson Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Sjá meira
Fyrir skömmu kom fram fín tillaga á Alþingi. Ef tillagan yrði að lögum myndi það þýða að ef jóladag bæri upp um helgi myndi vinnandi fólk fá frídag næsta virka dag á eftir (sama gildir um annan í jólum, nýársdag, 17. júní og 1. maí). Tillagan er viðleitni til þess að gera fólki kleift að njóta t.d. jólanna betur, með því að eiga aðeins lengra frí. Tillagan er líka viðleitni til að gera landið okkar eilítið fjölskylduvænna, viðleitni til þess að fólk geti frekar notið lífsins. Það er gott og eðlilegt að eiga frí. Samtök atvinnulífsins, SA, eru ekki hrifin af tillögunni og því að almenningur fái þá frídaga sem ber upp á helgi. Nei segja samtökin! Slíkt myndi þýða „0,53% hækkun launakostnaðar" fyrir fyrirtæki, eins og segir í frétt Morgunblaðsins um málið og umsögn samtakanna um tillöguna. Og samtökin vilja ekki að þingið sé að skipta sér af málinu, þar sem frídagar séu hluti kjarasamninga. Skoðum það aðeins nánar. Alþingi er löggjafinn á Íslandi og getur gert hvaða dag sem er að frídegi. Flóknara er það ekki því lög Alþingis eru yfir alla samninga hafin. Frídagar sem samið er um í kjarasamningum eru viðbót við þá frídaga sem Alþingi skilgreinir. Vinnum að meðaltali lengur Svo er það hitt með hækkun launakostnaðar. Fyrst staðreyndir: Ísland er eitt vinnusamasta samfélag á Norðurlöndum. Við á Íslandi unnum árið 2008 að meðaltali átta stundum meira á viku en fólk gerði í Noregi, fjórum stundum meira en í Svíþjóð og sex stundum meira en í Danmörku. Þessum langa vinnutíma fylgja ýmis neikvæð áhrif. Í alþjóðlegri rannsókn sem var gerð fyrir nokkrum árum kom í ljós að í engu öðru þátttökulandi rannsóknarinnar voru fleiri sem sögðust koma of þreyttir úr vinnu nokkrum sinnum í mánuði (eða oftar) til að sinna heimilinu. Þátttökulöndin voru fjölmörg; öll Norðurlandaríkin, mörg önnur Evrópulönd, Bandaríkin, Ástralía, Nýja-Sjáland og fleiri til. Langar vinnustundir hafa án efa mikið um þetta að segja. Samtök atvinnulífsins eru mótfallin því að gera samfélagið örlítið fjölskylduvænna með því að veita örlítið fleiri frídaga – og það vegna þess að það myndi hækka launakostnað um 0,53%. Einn tvöhundraðasta! Raunar væri upplagt að ganga miklu lengra en tillagan leggur til. Það væri tilvalið að stytta vinnuvikuna rækilega, til dæmis með styttingu niður í 30-32 stundir. Með því yrði Ísland eitt fjölskylduvænsta samfélag í vestrænum heimi. Samtök atvinnulífsins hafa greinilega ekki hagsmuni fjölskyldnanna né fólksins í landinu í huga – þvert á móti styðja samtökin hvers kyns stöðnun í þeim efnum. Hunsum skilaboð Samtaka atvinnulífsins og fjölgum óhrædd frídögum. Við getum vel unnið minna. Og raunar miklu minna en ágæt tillaga Róberts Marshall felur í sér.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar