Ja, mikið óskaplega ertu nú góð Árný Guðmundsdóttir skrifar 18. desember 2012 06:00 „Ja, mikið óskaplega ertu nú góð að vera að vinna með þessu fólki," sagði eldra fólk stundum við mig þegar ég byrjaði að vinna fyrir 15 árum. Ekki fannst mér það, ég hafði valið mér eitt skemmtilegasta, fjölbreyttasta og mest spennandi starf að loknu sérnámi við Háskóla Íslands, starf sem krefst þess að ég komi víðar við í samfélaginu en flestir, ef ekki allir, aðrir gera í sínum störfum. Ég hef verið við störf inni á leikskólum, grunnskólum, framhaldsskólum, háskólum, einnig á fæðingardeild og við jarðarfarir. Sömuleiðis hef ég sinnt mínum störfum á fasteignasölum og hjá lögfræðingum, lögreglunni og bráðamóttökunni, í áttræðisafmælum og brúðkaupsveislum, hjá spákonu og í hjónabandsráðgjöf. Ekki má gleyma ungbarnaeftirliti og stofugangi á sjúkrahúsi eða stjórnar- og húsfundum, atvinnuviðtölum og fermingum, gay pride og framboðsfundum, ráðuneytum og Alþingi. Varla er hægt að nefna þann atburð þar sem við höfum ekki verið að störfum. Ég er táknmálstúlkur. Sammála gömlum frænkum Undanfarin ár hefur mér þó fundist að mínir æðstu yfirmenn hjá mennta- og menningarmálaráðuneytinu séu sammála gömlum frænkum um að við séum góðar – já, við erum kvennastétt. Því ekki virðist þeim finnast þörf á því að greiða mér mannsæmandi laun fyrir mína vinnu. Að loknu háskólanámi fær táknmálstúlkur rétt rúmar 280 þúsund krónur á mánuði. Á mínum vinnustað, Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra, vinna 18 KONUR sem táknmálstúlkar með yfir sjö ára starfsreynslu að meðaltali. Starfsreynslan gerir okkur kleift að sinna öllum þessum fjölbreyttu störfum sem við komum að og er okkur nauðsynleg. Við vinnum ekki á vöktum og meðal dagvinnulaunin okkar eru 349.611 kr. á mánuði. Ekkert vaktaálag, en við erum jafnvel kallaðar út á nóttunni og vinnum oft á kvöldin og um helgar. Ef við segjum upp Ef við segjum upp getum við ekki fengið vinnu í Noregi; þar er talað norskt táknmál. Ef við segjum upp fær fólk sem fékk móðurmál sitt nýverið viðurkennt í lögum sem jafnrétthátt íslenskri tungu ekki lengur þjónustu á því. Ef við segjum upp fer þjóðfélagið ekki á hliðina, en heill hópur fólks fær ekki að sinna sínum daglegu skyldum á eigin móðurmáli, nokkuð sem sem okkur finnst sjálfsagt að gera. Ef við segjum upp… Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
„Ja, mikið óskaplega ertu nú góð að vera að vinna með þessu fólki," sagði eldra fólk stundum við mig þegar ég byrjaði að vinna fyrir 15 árum. Ekki fannst mér það, ég hafði valið mér eitt skemmtilegasta, fjölbreyttasta og mest spennandi starf að loknu sérnámi við Háskóla Íslands, starf sem krefst þess að ég komi víðar við í samfélaginu en flestir, ef ekki allir, aðrir gera í sínum störfum. Ég hef verið við störf inni á leikskólum, grunnskólum, framhaldsskólum, háskólum, einnig á fæðingardeild og við jarðarfarir. Sömuleiðis hef ég sinnt mínum störfum á fasteignasölum og hjá lögfræðingum, lögreglunni og bráðamóttökunni, í áttræðisafmælum og brúðkaupsveislum, hjá spákonu og í hjónabandsráðgjöf. Ekki má gleyma ungbarnaeftirliti og stofugangi á sjúkrahúsi eða stjórnar- og húsfundum, atvinnuviðtölum og fermingum, gay pride og framboðsfundum, ráðuneytum og Alþingi. Varla er hægt að nefna þann atburð þar sem við höfum ekki verið að störfum. Ég er táknmálstúlkur. Sammála gömlum frænkum Undanfarin ár hefur mér þó fundist að mínir æðstu yfirmenn hjá mennta- og menningarmálaráðuneytinu séu sammála gömlum frænkum um að við séum góðar – já, við erum kvennastétt. Því ekki virðist þeim finnast þörf á því að greiða mér mannsæmandi laun fyrir mína vinnu. Að loknu háskólanámi fær táknmálstúlkur rétt rúmar 280 þúsund krónur á mánuði. Á mínum vinnustað, Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra, vinna 18 KONUR sem táknmálstúlkar með yfir sjö ára starfsreynslu að meðaltali. Starfsreynslan gerir okkur kleift að sinna öllum þessum fjölbreyttu störfum sem við komum að og er okkur nauðsynleg. Við vinnum ekki á vöktum og meðal dagvinnulaunin okkar eru 349.611 kr. á mánuði. Ekkert vaktaálag, en við erum jafnvel kallaðar út á nóttunni og vinnum oft á kvöldin og um helgar. Ef við segjum upp Ef við segjum upp getum við ekki fengið vinnu í Noregi; þar er talað norskt táknmál. Ef við segjum upp fær fólk sem fékk móðurmál sitt nýverið viðurkennt í lögum sem jafnrétthátt íslenskri tungu ekki lengur þjónustu á því. Ef við segjum upp fer þjóðfélagið ekki á hliðina, en heill hópur fólks fær ekki að sinna sínum daglegu skyldum á eigin móðurmáli, nokkuð sem sem okkur finnst sjálfsagt að gera. Ef við segjum upp…
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun