Að æfa sig í foreldrahlutverkinu 18. desember 2012 06:00 Hér í Brekkubæjarskóla á Akranesi höfum við undanfarin ár boðið nemendum í 10. bekk að taka þátt í forvarnarverkefninu „Hugsað um barn". Verkefnið, sem er vinsælt hjá nemendum, felst í því að drengir og stúlkur fá ungbarnahermi með sér heim og fá reynslu af því að annast „ungbarn" allan sólarhringinn í tvo daga. Þessi reynsla felur í sér tækifæri til að læra um umönnun ungbarna, gera mistök og leiðrétta þau án þess að það hafi áhrif á raunverulegt barn. Kennsluaðferðin er sú sem hentar flestum, að læra með því að gera. Þátttaka drengja og stúlkna er nálægt því jöfn og er því um jákvætt jafnréttisverkefni að ræða. Markmiðið með „Hugsað um barn" raunveruleikanáminu er gera einstaklinga meðvitaða um þá ábyrgð og álag sem fylgir því að annast ungbarn, en vitund um mikilvægi góðrar umönnunar ungbarna er alltaf að aukast. Tveir nemar í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri, þær Hrafnhildur Eyþórsdóttir og Kristín B. Flygenring, fjölluðu um verkefnið „Hugsað um barn" í lokaverkefni sínu til BSc-gráðu í hjúkrunarfræði. Tilgangurinn var að kanna reynslu unglinga og foreldra þeirra af verkefninu. „Margar rannsóknir hafa sýnt fram á góðan árangur verkefnisins. Það virðist auðvelda unglingum að gera sér raunhæfar hugmyndir um foreldrahlutverkið. Foreldrar voru almennt ánægðir með verkefnið, töldu það hafa góð áhrif á samskipi þeirra við unglingana og það opnaði fyrir umræður um kynferðismál." Í aukinni hættu Einnig vekja þær athygli á því að börn unglinga eru í aukinni hættu á námserfiðleikum og eins eru þau í meiri hættu á að verða fyrir líkamlegu og andlegu ofbeldi. Hjúkrunarfræði- og kennaranemar í HÍ og laganemar í HR hafa einnig notað verkefnið í námi sínu. Allir hóparnir mæla með verkefninu. Verkefnið hlaut fjórar tilnefningar til foreldraverðlauna Heimilis og skóla árið 2009. Rauði kross Íslands og Brekkubæjarskóli hlutu tilnefningu fyrir þátttöku í verkefninu. Einnig hlaut verkefnið tilnefningu árin 2005 og 2006. Foreldrahelgarnar eru alltaf jafn skemmtilegar. Krakkarnir stofna oft til foreldrahópa þar sem þeir koma saman með börnin. Stelpurnar eru yfirleitt mun spenntari en strákarnir fyrir helgina, en útkoman er yfirleitt þannig að þeir eru mjög ánægðir að helginni lokinni. Ég varð vör við það þegar ég þurfti að fara að aðstoða einn strák með barnið sitt, sem honum fannst gráta full mikið, að á heimili hans voru saman komnir nokkrir bekkjarfélagar. Þeir sátu saman inni í herbegi og voru að dást að barni hver annars. Foreldrar njóta þess að sjá unglinginn í umönnunarhlutverki og það verða til tækifæri fyrir innihaldsrík samskipti. Reynsla unglingsins af því að þurfa að setja sjálfan sig til hliðar um stund fyrir „umönnunarhlutverkið" og geta ekki eins greiðlega gert það sem honum kemur til hugar er eftirsóknarverð fyrir þroska og þróun unglingsins. Einnig er ómetanlegt að nota áhuga nemenda á málefninu í umræðu um mikilvægi heilbrigðis í bráð og lengd, þeim og börnum þeirra í framtíðinni til heilla. Unglingar kynnast því hvernig það er að vera „foreldri" í stuttan tíma og ábyrgðinni og álaginu sem því fylgir að fullnægja þörfum ungbarns og þeir fá fræðslu um kynheilbrigði út frá víðara sjónarhorni en hefur verið hingað til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Hér í Brekkubæjarskóla á Akranesi höfum við undanfarin ár boðið nemendum í 10. bekk að taka þátt í forvarnarverkefninu „Hugsað um barn". Verkefnið, sem er vinsælt hjá nemendum, felst í því að drengir og stúlkur fá ungbarnahermi með sér heim og fá reynslu af því að annast „ungbarn" allan sólarhringinn í tvo daga. Þessi reynsla felur í sér tækifæri til að læra um umönnun ungbarna, gera mistök og leiðrétta þau án þess að það hafi áhrif á raunverulegt barn. Kennsluaðferðin er sú sem hentar flestum, að læra með því að gera. Þátttaka drengja og stúlkna er nálægt því jöfn og er því um jákvætt jafnréttisverkefni að ræða. Markmiðið með „Hugsað um barn" raunveruleikanáminu er gera einstaklinga meðvitaða um þá ábyrgð og álag sem fylgir því að annast ungbarn, en vitund um mikilvægi góðrar umönnunar ungbarna er alltaf að aukast. Tveir nemar í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri, þær Hrafnhildur Eyþórsdóttir og Kristín B. Flygenring, fjölluðu um verkefnið „Hugsað um barn" í lokaverkefni sínu til BSc-gráðu í hjúkrunarfræði. Tilgangurinn var að kanna reynslu unglinga og foreldra þeirra af verkefninu. „Margar rannsóknir hafa sýnt fram á góðan árangur verkefnisins. Það virðist auðvelda unglingum að gera sér raunhæfar hugmyndir um foreldrahlutverkið. Foreldrar voru almennt ánægðir með verkefnið, töldu það hafa góð áhrif á samskipi þeirra við unglingana og það opnaði fyrir umræður um kynferðismál." Í aukinni hættu Einnig vekja þær athygli á því að börn unglinga eru í aukinni hættu á námserfiðleikum og eins eru þau í meiri hættu á að verða fyrir líkamlegu og andlegu ofbeldi. Hjúkrunarfræði- og kennaranemar í HÍ og laganemar í HR hafa einnig notað verkefnið í námi sínu. Allir hóparnir mæla með verkefninu. Verkefnið hlaut fjórar tilnefningar til foreldraverðlauna Heimilis og skóla árið 2009. Rauði kross Íslands og Brekkubæjarskóli hlutu tilnefningu fyrir þátttöku í verkefninu. Einnig hlaut verkefnið tilnefningu árin 2005 og 2006. Foreldrahelgarnar eru alltaf jafn skemmtilegar. Krakkarnir stofna oft til foreldrahópa þar sem þeir koma saman með börnin. Stelpurnar eru yfirleitt mun spenntari en strákarnir fyrir helgina, en útkoman er yfirleitt þannig að þeir eru mjög ánægðir að helginni lokinni. Ég varð vör við það þegar ég þurfti að fara að aðstoða einn strák með barnið sitt, sem honum fannst gráta full mikið, að á heimili hans voru saman komnir nokkrir bekkjarfélagar. Þeir sátu saman inni í herbegi og voru að dást að barni hver annars. Foreldrar njóta þess að sjá unglinginn í umönnunarhlutverki og það verða til tækifæri fyrir innihaldsrík samskipti. Reynsla unglingsins af því að þurfa að setja sjálfan sig til hliðar um stund fyrir „umönnunarhlutverkið" og geta ekki eins greiðlega gert það sem honum kemur til hugar er eftirsóknarverð fyrir þroska og þróun unglingsins. Einnig er ómetanlegt að nota áhuga nemenda á málefninu í umræðu um mikilvægi heilbrigðis í bráð og lengd, þeim og börnum þeirra í framtíðinni til heilla. Unglingar kynnast því hvernig það er að vera „foreldri" í stuttan tíma og ábyrgðinni og álaginu sem því fylgir að fullnægja þörfum ungbarns og þeir fá fræðslu um kynheilbrigði út frá víðara sjónarhorni en hefur verið hingað til.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun