Loftslagsvandinn kallar á þátttöku kvenna 19. desember 2012 06:00 Áhrif loftslagsbreytinga koma misjafnt niður á samfélögum og þjóðfélagshópum. Loftslagsbreytingar hafa líka ólík áhrif á kynin. Þetta á sérstaklega við í fátækari ríkjum, þar sem konur bera meginábyrgð á því að afla eldiviðar og drykkjarvatns fyrir heimilin og sinna bústörfum í meiri mæli en karlar. Þetta eru verk sem loftslagsbreytingar gera þyngri. Ísland hefur undanfarin ár haldið þessum sjónarmiðum á loft í alþjóðlegum viðræðum um Loftslagssamning Sameinuðu þjóðanna og er nú svo komið að kynjasjónarmið hafa verið ofin víða inn í ákvarðanir samningsins. Þetta þýðir ekki að líta eigi á konur fyrst og fremst sem þolendur loftslagsbreytinga. Konur eiga og verða að vera virkir gerendur í stefnumótun og verkefnum í loftslagsmálum. Einfalt og skýrt skref í þá átt er að tryggja jafna aðkomu kynjanna að viðræðum innan Loftslagssamningsins. Á nýloknum fundi í Doha í Katar var samþykkt sérstök ákvörðun um jafnréttismál, sem gengur fyrst og fremst út á að tryggja jafna þátttöku kynjanna í samningavinnunni. Konur eru um þriðjungur fulltrúa í sendinefndum ríkja á fundum loftslagssamningsins og í forsvari fyrir aðeins fjórðung sendinefndanna. Ísland var meðal flutningsmanna tillögunnar sem var unnin að frumkvæði Mary Robinson, fyrrverandi forseta Írlands, og sýnir vel hverju öflugar konur geta komið til leiðar. Orð eru til alls fyrst en aðgerða er þörf. Í Doha kynntu fulltrúar Íslands verkefni sem unnið hefur verið í samstarfi við Úganda, sem miðar að því að þjálfa starfsmenn héraðsstjórna í að takast á við afleiðingar loftslagsbreytinga, þannig að tillit sé tekið til ólíkra hlutverka og hlutskipta kynjanna. Um 80% íbúa Úganda stunda sjálfsþurftarbúskap, sem loftslagsbreytingar hafa mikil áhrif á. Konur sinna þeim störfum frekar en karlar, sem oft vinna frekar utan heimilisins. Byrðar loftslagsbreytinga lenda því í ríkari mæli á konum en körlum og viðbrögð stjórnvalda þurfa að endurspegla þá staðreynd. Viðbrögð við loftslagsvánni kalla á atbeina allra, af báðum kynjum. Þar þarf að stuðla að jafnrétti og aukinni virkni kvenna. Við megum vera stolt af aðkomu Íslands við að efla hlut kvenna í þessu risavaxna hagsmunamáli alls mannkyns. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Áhrif loftslagsbreytinga koma misjafnt niður á samfélögum og þjóðfélagshópum. Loftslagsbreytingar hafa líka ólík áhrif á kynin. Þetta á sérstaklega við í fátækari ríkjum, þar sem konur bera meginábyrgð á því að afla eldiviðar og drykkjarvatns fyrir heimilin og sinna bústörfum í meiri mæli en karlar. Þetta eru verk sem loftslagsbreytingar gera þyngri. Ísland hefur undanfarin ár haldið þessum sjónarmiðum á loft í alþjóðlegum viðræðum um Loftslagssamning Sameinuðu þjóðanna og er nú svo komið að kynjasjónarmið hafa verið ofin víða inn í ákvarðanir samningsins. Þetta þýðir ekki að líta eigi á konur fyrst og fremst sem þolendur loftslagsbreytinga. Konur eiga og verða að vera virkir gerendur í stefnumótun og verkefnum í loftslagsmálum. Einfalt og skýrt skref í þá átt er að tryggja jafna aðkomu kynjanna að viðræðum innan Loftslagssamningsins. Á nýloknum fundi í Doha í Katar var samþykkt sérstök ákvörðun um jafnréttismál, sem gengur fyrst og fremst út á að tryggja jafna þátttöku kynjanna í samningavinnunni. Konur eru um þriðjungur fulltrúa í sendinefndum ríkja á fundum loftslagssamningsins og í forsvari fyrir aðeins fjórðung sendinefndanna. Ísland var meðal flutningsmanna tillögunnar sem var unnin að frumkvæði Mary Robinson, fyrrverandi forseta Írlands, og sýnir vel hverju öflugar konur geta komið til leiðar. Orð eru til alls fyrst en aðgerða er þörf. Í Doha kynntu fulltrúar Íslands verkefni sem unnið hefur verið í samstarfi við Úganda, sem miðar að því að þjálfa starfsmenn héraðsstjórna í að takast á við afleiðingar loftslagsbreytinga, þannig að tillit sé tekið til ólíkra hlutverka og hlutskipta kynjanna. Um 80% íbúa Úganda stunda sjálfsþurftarbúskap, sem loftslagsbreytingar hafa mikil áhrif á. Konur sinna þeim störfum frekar en karlar, sem oft vinna frekar utan heimilisins. Byrðar loftslagsbreytinga lenda því í ríkari mæli á konum en körlum og viðbrögð stjórnvalda þurfa að endurspegla þá staðreynd. Viðbrögð við loftslagsvánni kalla á atbeina allra, af báðum kynjum. Þar þarf að stuðla að jafnrétti og aukinni virkni kvenna. Við megum vera stolt af aðkomu Íslands við að efla hlut kvenna í þessu risavaxna hagsmunamáli alls mannkyns.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun