Fræðsla á milli menningarheima 19. desember 2012 06:00 Aðgengi að þekkingu er í dag orðið auðveldara en nokkru sinni áður og allt virðist í nokkurra smella fjarlægð. Innihaldsríkasta leiðin til að kynnast öðrum menningarheimum og læra ný tungumál er þó að mínu mati enn í gegnum eigin upplifun. Þá einstæðu upplifun hefur AFS á Íslandi boðið upp á í 55 ár. Það er hreint út sagt ótrúlegt að vakna með nýtt og framandi tungumál í eyrunum, sækja skóla í landi sem þú hafðir áður einungis séð á landakorti og fá tækifæri til að öðlast skilning á ólíkri menningu frá fyrstu hendi. Finna þig í aðstæðum sem þú hélst að væru eingöngu til í kvikmyndum. Að sama skapi er það einstök tilfinning að fá að vera hluti af reynslu nýs fjölskyldumeðlims sem sækir Ísland heim. Hluti af reynslu erlends skiptinema sem fer í sund til að spjalla við pottverja á íslensku eftir einungis nokkra mánuði á landinu. Skiptinema sem tekur sig til og syngur afmælissönginn af innlifun í afmælum fjölskyldumeðlima á tungumáli sem þú hafðir aldrei heyrt áður. Tilgangur AFS er og hefur ávallt verið að stuðla að fræðslu á milli menningarheima og aðstoða þannig einstaklinga við að þróa þá þekkingu, hæfni og skilning sem þarf til að skapa réttlátari og friðsælli heim. Þetta er starf sem byggir að mestu leyti á framlagi sjálfboðaliða. Eykur víðsýni og skilning Fyrir nokkrum árum var gerð umfangsmikil könnun við Háskólann í Reykjavík um áhrif skiptináms AFS á ungmenni. Í samantekt lokaritgerðar um niðurstöðurnar kemur fram að skiptinám hafi „mikið gildi til frambúðar fyrir þá sem utan fara; tungumálakunnátta þeirra er mun meiri en samanburðarhópsins og gildir það ekki aðeins um þekkingu á tungumáli dvalarlandsins; viðhorf þeirra til útlendinga er jákvæðara og skilningur á framandi menningarheimum, siðum, venjum og gildum þroskaðri en hinna sem ekki fóru." Skiptinemadvöl á vegum AFS er því ekki einungis spennandi og öðruvísi lífsreynsla heldur einnig öflug óformleg menntun um aðra menningarheima sem nýtist sem ómetanlegt veganesti inn í framtíðina. Það er ekki eftir neinu að bíða – ég hvet þig til að kynna þér starf AFS nánar á vef okkar, afs.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Aðgengi að þekkingu er í dag orðið auðveldara en nokkru sinni áður og allt virðist í nokkurra smella fjarlægð. Innihaldsríkasta leiðin til að kynnast öðrum menningarheimum og læra ný tungumál er þó að mínu mati enn í gegnum eigin upplifun. Þá einstæðu upplifun hefur AFS á Íslandi boðið upp á í 55 ár. Það er hreint út sagt ótrúlegt að vakna með nýtt og framandi tungumál í eyrunum, sækja skóla í landi sem þú hafðir áður einungis séð á landakorti og fá tækifæri til að öðlast skilning á ólíkri menningu frá fyrstu hendi. Finna þig í aðstæðum sem þú hélst að væru eingöngu til í kvikmyndum. Að sama skapi er það einstök tilfinning að fá að vera hluti af reynslu nýs fjölskyldumeðlims sem sækir Ísland heim. Hluti af reynslu erlends skiptinema sem fer í sund til að spjalla við pottverja á íslensku eftir einungis nokkra mánuði á landinu. Skiptinema sem tekur sig til og syngur afmælissönginn af innlifun í afmælum fjölskyldumeðlima á tungumáli sem þú hafðir aldrei heyrt áður. Tilgangur AFS er og hefur ávallt verið að stuðla að fræðslu á milli menningarheima og aðstoða þannig einstaklinga við að þróa þá þekkingu, hæfni og skilning sem þarf til að skapa réttlátari og friðsælli heim. Þetta er starf sem byggir að mestu leyti á framlagi sjálfboðaliða. Eykur víðsýni og skilning Fyrir nokkrum árum var gerð umfangsmikil könnun við Háskólann í Reykjavík um áhrif skiptináms AFS á ungmenni. Í samantekt lokaritgerðar um niðurstöðurnar kemur fram að skiptinám hafi „mikið gildi til frambúðar fyrir þá sem utan fara; tungumálakunnátta þeirra er mun meiri en samanburðarhópsins og gildir það ekki aðeins um þekkingu á tungumáli dvalarlandsins; viðhorf þeirra til útlendinga er jákvæðara og skilningur á framandi menningarheimum, siðum, venjum og gildum þroskaðri en hinna sem ekki fóru." Skiptinemadvöl á vegum AFS er því ekki einungis spennandi og öðruvísi lífsreynsla heldur einnig öflug óformleg menntun um aðra menningarheima sem nýtist sem ómetanlegt veganesti inn í framtíðina. Það er ekki eftir neinu að bíða – ég hvet þig til að kynna þér starf AFS nánar á vef okkar, afs.is.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun