Félag ábyrgra hundaeigenda 19. desember 2012 06:00 Ég fluttist til Íslands í byrjun árs 2009 eftir að hafa búið erlendis í næstum tíu ár, annars vegar í Kaupmannahöfn og hins vegar í Brighton, Englandi. Ég elska Reykjavík og hef svo sannarlega ekki séð eftir því að flytja heim þrátt fyrir kreppu. En það er eitt við þessa yndislegu borg sem ég hef átt erfitt með að sætta mig við. Það er hversu óhundavæn höfuðborgin okkar er. Það virðist enn ríkja sá hugsunarháttur að hundar eigi bara heima í sveit en í rauninni eru fjölmargar hundategundir heimilishundar, þeim líður best í návígi við fjölskylduna óháð því hvort heimilið er staðsett í borg eða sveit. Staðreyndin er sú að fjöldi skráðra hunda hjá sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins hefur meira en tvöfaldast síðan árið 2002 en hingað til hafa yfirvöld gert of lítið til að koma til móts við þessa aukningu. Hundaeftirlitsgjöld Hundaeigendur á höfuðborgarsvæðinu standa alfarið undir kostnaði við hundaeftirlit. Þrátt fyrir það mæta hundaeigendur fordómum og líður oft eins og annars flokks borgurum. Árið 2010 voru samanlagðar tekjur sveitarfélaganna af hundaeftirlitsgjöldum meira en 50 milljónir. Þessir fjármunir virðast hingað til ekki hafa farið í þjónustu við hundaeigendur, til dæmis með því að koma upp hundasvæðum, fleiri ruslafötum eða skítapokastöndum. Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaganna kvartar yfir því að erfitt sé að fá hundaeigendur til að skrá hundana sína, líklega séu 25-50% hunda á höfuðborgarsvæðinu óskráð. En ef hundaeigendur sjá ekki hag sinn í því að skrá hundana þá er kannski ekki skrítið að skráningin gangi erfiðlega. Hundagerði Á höfuðborgarsvæðinu ríkir algjör taumskylda og því hvergi leyfilegt að sleppa hundum lausum nema á tilteknum hundasvæðum. Þau hafa undanfarin ár aðeins verið tvö, og bæði í Reykjavík: Á Geirsnefi og Geldinganesi. Í ár virðist hagur hundaeigenda aðeins vera að vænkast því fyrsta hundasvæðið í Hafnarfirði var opnað við Hvaleyrarvatn í sumar og þrjú hundagerði risu í Reykjavík nú í nóvember. Tvö þeirra eru reyndar ekki enn orðin hundheld en borgaryfirvöld hafa lofað að bæta úr því hið snarasta. Þessi þrjú gerði, sem standa við Umferðarmiðstöðina, í Laugardal og í Breiðholti, eru svo sannarlega fagnaðarefni og skref í rétta átt. Vonandi verður reynslan af þessum gerðum góð svo hundagerði rísi í öllum hverfum borgarinnar í nánustu framtíð. Hundaskítur á götum borgarinnar er hvimleitt vandamál sem fer jafnmikið í taugarnar á samviskusömum hundaeigendum og öðrum íbúum borgarinnar. Aukið hundahald þarf ekki að þýða meiri óþrifnaður. Það er nauðsynlegt að koma af stað herferð gegn hundaskít í einhvers konar samstarfi hundaeigenda og sveitarfélaga. Félag ábyrgra hundaeigenda Í starfi mínu sem dýralæknir og hundaþjálfari hefur mér orðið ljóst að það er löngu orðið tímabært að stofna félag sem stuðlar að ábyrgu hundahaldi og hefur hagsmuni hundaeigenda að leiðarljósi. Mér er því ánægja að tilkynna að Félag ábyrgra hundaeigenda hefur litið dagsins ljós og opnað vefsíðuna www.fah.is. Ég vil hvetja sem flesta hundaeigendur til að skrá sig í félagið, því sameinuð og í samvinnu við sveitarfélögin getum við gert Reykjavík að fyrirmyndar hundaborg! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Sjá meira
Ég fluttist til Íslands í byrjun árs 2009 eftir að hafa búið erlendis í næstum tíu ár, annars vegar í Kaupmannahöfn og hins vegar í Brighton, Englandi. Ég elska Reykjavík og hef svo sannarlega ekki séð eftir því að flytja heim þrátt fyrir kreppu. En það er eitt við þessa yndislegu borg sem ég hef átt erfitt með að sætta mig við. Það er hversu óhundavæn höfuðborgin okkar er. Það virðist enn ríkja sá hugsunarháttur að hundar eigi bara heima í sveit en í rauninni eru fjölmargar hundategundir heimilishundar, þeim líður best í návígi við fjölskylduna óháð því hvort heimilið er staðsett í borg eða sveit. Staðreyndin er sú að fjöldi skráðra hunda hjá sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins hefur meira en tvöfaldast síðan árið 2002 en hingað til hafa yfirvöld gert of lítið til að koma til móts við þessa aukningu. Hundaeftirlitsgjöld Hundaeigendur á höfuðborgarsvæðinu standa alfarið undir kostnaði við hundaeftirlit. Þrátt fyrir það mæta hundaeigendur fordómum og líður oft eins og annars flokks borgurum. Árið 2010 voru samanlagðar tekjur sveitarfélaganna af hundaeftirlitsgjöldum meira en 50 milljónir. Þessir fjármunir virðast hingað til ekki hafa farið í þjónustu við hundaeigendur, til dæmis með því að koma upp hundasvæðum, fleiri ruslafötum eða skítapokastöndum. Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaganna kvartar yfir því að erfitt sé að fá hundaeigendur til að skrá hundana sína, líklega séu 25-50% hunda á höfuðborgarsvæðinu óskráð. En ef hundaeigendur sjá ekki hag sinn í því að skrá hundana þá er kannski ekki skrítið að skráningin gangi erfiðlega. Hundagerði Á höfuðborgarsvæðinu ríkir algjör taumskylda og því hvergi leyfilegt að sleppa hundum lausum nema á tilteknum hundasvæðum. Þau hafa undanfarin ár aðeins verið tvö, og bæði í Reykjavík: Á Geirsnefi og Geldinganesi. Í ár virðist hagur hundaeigenda aðeins vera að vænkast því fyrsta hundasvæðið í Hafnarfirði var opnað við Hvaleyrarvatn í sumar og þrjú hundagerði risu í Reykjavík nú í nóvember. Tvö þeirra eru reyndar ekki enn orðin hundheld en borgaryfirvöld hafa lofað að bæta úr því hið snarasta. Þessi þrjú gerði, sem standa við Umferðarmiðstöðina, í Laugardal og í Breiðholti, eru svo sannarlega fagnaðarefni og skref í rétta átt. Vonandi verður reynslan af þessum gerðum góð svo hundagerði rísi í öllum hverfum borgarinnar í nánustu framtíð. Hundaskítur á götum borgarinnar er hvimleitt vandamál sem fer jafnmikið í taugarnar á samviskusömum hundaeigendum og öðrum íbúum borgarinnar. Aukið hundahald þarf ekki að þýða meiri óþrifnaður. Það er nauðsynlegt að koma af stað herferð gegn hundaskít í einhvers konar samstarfi hundaeigenda og sveitarfélaga. Félag ábyrgra hundaeigenda Í starfi mínu sem dýralæknir og hundaþjálfari hefur mér orðið ljóst að það er löngu orðið tímabært að stofna félag sem stuðlar að ábyrgu hundahaldi og hefur hagsmuni hundaeigenda að leiðarljósi. Mér er því ánægja að tilkynna að Félag ábyrgra hundaeigenda hefur litið dagsins ljós og opnað vefsíðuna www.fah.is. Ég vil hvetja sem flesta hundaeigendur til að skrá sig í félagið, því sameinuð og í samvinnu við sveitarfélögin getum við gert Reykjavík að fyrirmyndar hundaborg!
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun