Sorgarsaga Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 19. desember 2012 06:00 Íslenskt skólakerfi má á margan hátt bæta. Það fag sem ég vil hér ræða er mér hugleikið eftir þriggja ára veru mína í Óslóarborg þar sem ég nem hin ýmsu fræði, en læri þó fremur öðru um mannlífið. Þetta fag er sagnfræðin. Sem barn á skólabekk upplifði ég sagnfræðina sem hræðilegt fag. Það tengdi saman tvo þætti sem ollu mér hugarangri: Utanbókarlærdóm og ártöl. Mér tókst þó að krafsa mig í gegnum þetta, tilneydd, lærði setningar eins og „X gerði Y árið Z" utan að og fékk góðar einkunnir á prófum sem oft samanstóðu af því að eiga að tengja saman atburði við ártöl, eins konar krossapróf. Eftir að allri sagnfræðikennslu var lokið hélt ég loks að ég væri laus við þann hausverk sem hún stæði fyrir þar sem ég vissi að ég myndi aldrei að eilífu láta mér detta í hug að halda áfram að romsa upp þvílíkum setningum þegar ég kæmi upp í háskólann. En þó slapp ég ekki jafn auðveldlega og ég vonaði. Ég flutti til Noregs og hóf heimspekinám við Háskólann í Ósló, og eftir nokkurra mánaða nám fór ég í námsferð til Rússlands ásamt samnemum mínum og vinum. Eitt kvöldið fór ég ásamt góðum hópi á búllu þar sem við bæði snæddum og drukkum. Á einhverju augnablikinu þótti okkur góð hugmynd að fara í leik sem snýst um það að allir fá límdan miða á bakið sem á stendur nafn á þekktri persónu, og svo spyrja allir spurninga sem hinir leikmennirnir mega aðeins svara með annaðhvort „já" eða „nei", þangað til allir hafa fundið út „hverjir þeir eru". Einfalt, hugsaði ég sem hafði tekið þátt í þessum leik áður og fundið út að ég var Tolli Morthens, og ákvað að vera með. Full af gremju En nei. Þetta var ekki einfalt. Sama hversu margra spurninga ég spurði, þá tókst mér ekki að leysa ráðgátuna. Að lokum voru allir löngu búnir að finna sig, hvort sem þeir voru heimspekingar fortíðarinnar eða pólítíkusar nútímans. Pass, sagði ég að lokum, full af gremju og fékk að vita að nafnið var Genghis Khan um leið og einn þáttakandinn sagði fullum hrokafullum hálsi að það væri augljóst að við værum með ofsalega ólíkan bakgrunn. Og það var rétt hjá honum, í það minnsta hvað varðar sagnfræðikennslu. Sagnfræði snýst um allt annað en ártöl og utanbókarlærdóm, hún snýst um skilning, skilning á orsakasamböndum. Í stað þess að hamra á því að læra hvenær eitthvað gerðist ættum við, eins og frændur okkar virðast gera, að læra um af hverju þetta gerðist. Við getum slegið upp staðreyndum á Wikipedia, en til að öðlast skilning þarf umræðu og vinnu og einmitt þess vegna göngum við í skóla. Þetta ætti í það minnsta að vera ástæðan. Norskur vinur minn er sagnfræðikennari og nefnir oft krefjandi ritgerðir sem nemendurnir eiga að skrifa sem snúast um að tengja hugsun við atburði. Hvaða hugsun leiddi til þessa atburðar? Hvaða atburðir og manneskjur tengjast þessum atburði, á hvaða hátt og hvaða áhrif hafði það? Orsakasambönd er lykilatriði. Við þurfum að geta tengt tíðarandann við það sem gerist og þá skiljum við meira af okkur sjálfum, hvaðan við komum og mögulega hvert við erum að fara. Misskilningur Á einu söguprófinu í barnaskóla gekk mér sérstaklega vel. Á því prófi átti ég að skrifa stutta ritgerð um landnám Ingólfs Arnarsonar. Fyrir tilviljun hafði ég notað drjúgan tíma dagana áður í tölvuleik með vinkonu minni, sem hún hafði fengið að gjöf og snerist um að hjálpa Ingólfi að nema land. Þar gat ég séð að nöfnin í sögubókinni voru meira en bara nöfn, þau stóðu fyrir manneskjur og þeirra gjörðir. Þar með skildi ég meira af sögunni og gekk vel á prófinu, enda þurfti ég ekki að reyna að muna þetta utan að sem stóð mér svo nærri. Í sumar ræddi ég þennan galla á sagnfræðikennslunni á Íslandi við vinkonu mína sem á móður sem kennir sagnfræði við HÍ. Hún sagði að í gegnum uppvöxt sinn hefðu foreldrar hennar sagt henni að einbeita sér að því skilja af hverju þetta gerðist í stað þess að læra ártöl utanbókar og að móðir hennar hefði heldur aldrei átt gott með að muna ártöl. Móðir hennar, háskólakennarinn, átti ekki gott með að muna ártöl! Og ég sem hef haldið frá blautu barnsbeini að ártöl væru kjarni sagnfræðinnar! Hvílíkur misskilningur. Þurfum við virkilega að eiga háskólakennara í sögu sem foreldra til þess að þessi misskilningur sé leiðréttur? Ég hef þó loks öðlast skilning á því að sagnfræði er meira en bara fag í skóla, hún skiptir lífið máli. Og svo sit ég eftir, eftir áralangt nám í sögu í gegnum barnaskóla, gagnfræðaskóla og menntaskóla, og man ekki eftir því að hafa nokkurn tíma lært um Genghis Khan. Sennilega af því að ég lærði hann eins og ljóð, en ljóðin gleymast. Ekki bara Khan, heldur það sem verra er, svo ótalmargt annað sem útskýrir fyrir mér af hverju heimurinn er eins og hann er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðanir Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Íslenskt skólakerfi má á margan hátt bæta. Það fag sem ég vil hér ræða er mér hugleikið eftir þriggja ára veru mína í Óslóarborg þar sem ég nem hin ýmsu fræði, en læri þó fremur öðru um mannlífið. Þetta fag er sagnfræðin. Sem barn á skólabekk upplifði ég sagnfræðina sem hræðilegt fag. Það tengdi saman tvo þætti sem ollu mér hugarangri: Utanbókarlærdóm og ártöl. Mér tókst þó að krafsa mig í gegnum þetta, tilneydd, lærði setningar eins og „X gerði Y árið Z" utan að og fékk góðar einkunnir á prófum sem oft samanstóðu af því að eiga að tengja saman atburði við ártöl, eins konar krossapróf. Eftir að allri sagnfræðikennslu var lokið hélt ég loks að ég væri laus við þann hausverk sem hún stæði fyrir þar sem ég vissi að ég myndi aldrei að eilífu láta mér detta í hug að halda áfram að romsa upp þvílíkum setningum þegar ég kæmi upp í háskólann. En þó slapp ég ekki jafn auðveldlega og ég vonaði. Ég flutti til Noregs og hóf heimspekinám við Háskólann í Ósló, og eftir nokkurra mánaða nám fór ég í námsferð til Rússlands ásamt samnemum mínum og vinum. Eitt kvöldið fór ég ásamt góðum hópi á búllu þar sem við bæði snæddum og drukkum. Á einhverju augnablikinu þótti okkur góð hugmynd að fara í leik sem snýst um það að allir fá límdan miða á bakið sem á stendur nafn á þekktri persónu, og svo spyrja allir spurninga sem hinir leikmennirnir mega aðeins svara með annaðhvort „já" eða „nei", þangað til allir hafa fundið út „hverjir þeir eru". Einfalt, hugsaði ég sem hafði tekið þátt í þessum leik áður og fundið út að ég var Tolli Morthens, og ákvað að vera með. Full af gremju En nei. Þetta var ekki einfalt. Sama hversu margra spurninga ég spurði, þá tókst mér ekki að leysa ráðgátuna. Að lokum voru allir löngu búnir að finna sig, hvort sem þeir voru heimspekingar fortíðarinnar eða pólítíkusar nútímans. Pass, sagði ég að lokum, full af gremju og fékk að vita að nafnið var Genghis Khan um leið og einn þáttakandinn sagði fullum hrokafullum hálsi að það væri augljóst að við værum með ofsalega ólíkan bakgrunn. Og það var rétt hjá honum, í það minnsta hvað varðar sagnfræðikennslu. Sagnfræði snýst um allt annað en ártöl og utanbókarlærdóm, hún snýst um skilning, skilning á orsakasamböndum. Í stað þess að hamra á því að læra hvenær eitthvað gerðist ættum við, eins og frændur okkar virðast gera, að læra um af hverju þetta gerðist. Við getum slegið upp staðreyndum á Wikipedia, en til að öðlast skilning þarf umræðu og vinnu og einmitt þess vegna göngum við í skóla. Þetta ætti í það minnsta að vera ástæðan. Norskur vinur minn er sagnfræðikennari og nefnir oft krefjandi ritgerðir sem nemendurnir eiga að skrifa sem snúast um að tengja hugsun við atburði. Hvaða hugsun leiddi til þessa atburðar? Hvaða atburðir og manneskjur tengjast þessum atburði, á hvaða hátt og hvaða áhrif hafði það? Orsakasambönd er lykilatriði. Við þurfum að geta tengt tíðarandann við það sem gerist og þá skiljum við meira af okkur sjálfum, hvaðan við komum og mögulega hvert við erum að fara. Misskilningur Á einu söguprófinu í barnaskóla gekk mér sérstaklega vel. Á því prófi átti ég að skrifa stutta ritgerð um landnám Ingólfs Arnarsonar. Fyrir tilviljun hafði ég notað drjúgan tíma dagana áður í tölvuleik með vinkonu minni, sem hún hafði fengið að gjöf og snerist um að hjálpa Ingólfi að nema land. Þar gat ég séð að nöfnin í sögubókinni voru meira en bara nöfn, þau stóðu fyrir manneskjur og þeirra gjörðir. Þar með skildi ég meira af sögunni og gekk vel á prófinu, enda þurfti ég ekki að reyna að muna þetta utan að sem stóð mér svo nærri. Í sumar ræddi ég þennan galla á sagnfræðikennslunni á Íslandi við vinkonu mína sem á móður sem kennir sagnfræði við HÍ. Hún sagði að í gegnum uppvöxt sinn hefðu foreldrar hennar sagt henni að einbeita sér að því skilja af hverju þetta gerðist í stað þess að læra ártöl utanbókar og að móðir hennar hefði heldur aldrei átt gott með að muna ártöl. Móðir hennar, háskólakennarinn, átti ekki gott með að muna ártöl! Og ég sem hef haldið frá blautu barnsbeini að ártöl væru kjarni sagnfræðinnar! Hvílíkur misskilningur. Þurfum við virkilega að eiga háskólakennara í sögu sem foreldra til þess að þessi misskilningur sé leiðréttur? Ég hef þó loks öðlast skilning á því að sagnfræði er meira en bara fag í skóla, hún skiptir lífið máli. Og svo sit ég eftir, eftir áralangt nám í sögu í gegnum barnaskóla, gagnfræðaskóla og menntaskóla, og man ekki eftir því að hafa nokkurn tíma lært um Genghis Khan. Sennilega af því að ég lærði hann eins og ljóð, en ljóðin gleymast. Ekki bara Khan, heldur það sem verra er, svo ótalmargt annað sem útskýrir fyrir mér af hverju heimurinn er eins og hann er.
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun