Hvað hefur eyðilagt rammaáætlun? 20. desember 2012 06:00 Grunnáhersla Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs er verndun landsins ásamt skynsamlegri og sjálfbærri nýtingu landsins gæða. Oft höfum við sem deilum þeirri lífssýn orðið fyrir óréttlátri gagnrýni og fordómum fyrir skoðanir okkar en þó aldrei í þeim mæli sem á síðustu vikum í umræðu um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða eða rammaáætlun. Lærdómurinn sem við öll ættum að hafa dregið af hruninu er að vanda þurfi til verka þegar teknar eru stefnumarkandi ákvarðanir sem snerta almannahag og komandi kynslóðir. Það er og sjálfsögð og eðlileg krafa almennings að þeir sem hafa umboð til að taka ákvarðanir um okkar hag vandi til þeirra og taki upplýstar ákvarðanir. Einmitt þess vegna var ferli rammaáætlunar sett upp, til að ákveða hvað skuli að nýta og hvað skuli að vernda, þannig að ríkari sátt geti orðið um nýtingu og verndun. Þá getur þurft að sætta ólík sjónarmið og ganga bil beggja en það er til dæmis okkar mat að í okkar kjördæmi sé of langt gengið í virkjunaráformum. Í fjölmiðlaumfjöllun síðustu daga étur nú hver virkjunarsinninn eftir öðrum að ferli rammaáætlunar sé úr lagi gengið. Búið sé að ónýta faglegt ferli og hinir óskynsömu pólitíkusar hafi nú eyðilagt þetta mál eins og þeir hafa eyðilagt flest önnur. Þannig eru hin og þessi rök tínd til því til staðfestingar að góðri og faglegri vinnu hafi verið umturnað á síðustu metrunum. Skoðum það nánar Verkefnahópar skoðuðu 84 virkjunarhugmyndir og af þeim voru 66 hugmyndir metnar af öllum faghópunum. Í 18 tilvikum var ekki hægt að ljúka mati vegna skorts á gögnum eða þau bárust svo seint að ekki vannst tími til að nýta þau í mati. Af þessum 84 hafa 14 virkjanir nú þegar farið í gegnum mat á umhverfisáhrifum og ein þeirra, Búðarhálsvirkjun er nú þegar í byggingu. Í nokkrum ám eru lagðar fram fleiri en ein veitu- eða virkjunarhugmynd þar sem ein útilokar aðra. Þannig er ástatt um 7 virkjunarhugmyndir. Sá þáttur sem virðist hafa eyðilagt 16 ára vinnu við rammaáætlun og spillt bæði ferli og niðurstöðum byggist á umsögnum frá næstum 400 aðilum sem fólu í sér ýmiss konar leiðbeiningar, ábendingar og athugasemdir. Þegar farið var yfir umsagnirnar kom í ljós að tveir kostir féllu út af tæknilegum ástæðum. Niðurstaðan varð sem sagt sú að fyrir utan leiðréttingarnar tvær er tillagan samhljóða drögunum um 61 kost, en lagt er til að sex kostir á tveimur svæðum fari í biðflokk meðan aflað er um þá frekari upplýsinga. Staðreyndir málsins eru þær að í lögbundnu umsagnarferli komu fram sterk rök fyrir því að sex af 84 virkjunarkostum sem skoðaðir hafa verið síðan 1999 þyrfti að skoða betur. Þær ábendingar áttu allar sammerkt að fela í sér nýjar upplýsingar sem ekki hafði verið fjallað um í faghópunum áður. Sex virkjunarkostir voru því færðir úr nýtingarflokki í biðflokk á meðan frekari upplýsinga er aflað. Er í raun og veru einhver sem getur verið ósammála því? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Sjá meira
Grunnáhersla Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs er verndun landsins ásamt skynsamlegri og sjálfbærri nýtingu landsins gæða. Oft höfum við sem deilum þeirri lífssýn orðið fyrir óréttlátri gagnrýni og fordómum fyrir skoðanir okkar en þó aldrei í þeim mæli sem á síðustu vikum í umræðu um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða eða rammaáætlun. Lærdómurinn sem við öll ættum að hafa dregið af hruninu er að vanda þurfi til verka þegar teknar eru stefnumarkandi ákvarðanir sem snerta almannahag og komandi kynslóðir. Það er og sjálfsögð og eðlileg krafa almennings að þeir sem hafa umboð til að taka ákvarðanir um okkar hag vandi til þeirra og taki upplýstar ákvarðanir. Einmitt þess vegna var ferli rammaáætlunar sett upp, til að ákveða hvað skuli að nýta og hvað skuli að vernda, þannig að ríkari sátt geti orðið um nýtingu og verndun. Þá getur þurft að sætta ólík sjónarmið og ganga bil beggja en það er til dæmis okkar mat að í okkar kjördæmi sé of langt gengið í virkjunaráformum. Í fjölmiðlaumfjöllun síðustu daga étur nú hver virkjunarsinninn eftir öðrum að ferli rammaáætlunar sé úr lagi gengið. Búið sé að ónýta faglegt ferli og hinir óskynsömu pólitíkusar hafi nú eyðilagt þetta mál eins og þeir hafa eyðilagt flest önnur. Þannig eru hin og þessi rök tínd til því til staðfestingar að góðri og faglegri vinnu hafi verið umturnað á síðustu metrunum. Skoðum það nánar Verkefnahópar skoðuðu 84 virkjunarhugmyndir og af þeim voru 66 hugmyndir metnar af öllum faghópunum. Í 18 tilvikum var ekki hægt að ljúka mati vegna skorts á gögnum eða þau bárust svo seint að ekki vannst tími til að nýta þau í mati. Af þessum 84 hafa 14 virkjanir nú þegar farið í gegnum mat á umhverfisáhrifum og ein þeirra, Búðarhálsvirkjun er nú þegar í byggingu. Í nokkrum ám eru lagðar fram fleiri en ein veitu- eða virkjunarhugmynd þar sem ein útilokar aðra. Þannig er ástatt um 7 virkjunarhugmyndir. Sá þáttur sem virðist hafa eyðilagt 16 ára vinnu við rammaáætlun og spillt bæði ferli og niðurstöðum byggist á umsögnum frá næstum 400 aðilum sem fólu í sér ýmiss konar leiðbeiningar, ábendingar og athugasemdir. Þegar farið var yfir umsagnirnar kom í ljós að tveir kostir féllu út af tæknilegum ástæðum. Niðurstaðan varð sem sagt sú að fyrir utan leiðréttingarnar tvær er tillagan samhljóða drögunum um 61 kost, en lagt er til að sex kostir á tveimur svæðum fari í biðflokk meðan aflað er um þá frekari upplýsinga. Staðreyndir málsins eru þær að í lögbundnu umsagnarferli komu fram sterk rök fyrir því að sex af 84 virkjunarkostum sem skoðaðir hafa verið síðan 1999 þyrfti að skoða betur. Þær ábendingar áttu allar sammerkt að fela í sér nýjar upplýsingar sem ekki hafði verið fjallað um í faghópunum áður. Sex virkjunarkostir voru því færðir úr nýtingarflokki í biðflokk á meðan frekari upplýsinga er aflað. Er í raun og veru einhver sem getur verið ósammála því?
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun