Húsnæðislán, Svíþjóð og Ísland 20. desember 2012 06:00 Íslendingar búa við léleg lánakjör og lántöku á Íslandi fylgir mikil áhætta. Eftir að hafa búið og átt hús í báðum löndum vil ég gera hér skil á muninum. Í Svíþjóð eru ekki lántöku- eða stimpilgjöld þannig að fólk getur skipt um banka og flutt sín lán án kostnaðar. Aftur á móti borgar maður fyrir veðleyfi (pantbrev) um 2% af veðleyfinu í fasteigninni. Þetta veðleyfi er í krónum og getur ekki hækkað með vísitölu. Veðleyfi fylgir fasteign alla tíð, þannig að þó fasteignin gangi kaupum og sölum er veðleyfið til staðar. Ef tekið er meira lán er greitt fyrir aukið veðleyfi sem því nemur. Á þeim tæpu sex árum sem við höfum búið hér hafa okkar breytilegu vextir verið á bilinu 1,6 til 6 prósent, óverðtryggt. Í dag eru vextirnir um þrjú prósent. Einnig er hægt að festa vexti til nokkurra ára, það jafnar sveiflur en er vanalega dýrara til lengdar. Vaxtabætur eru þrjátíu prósent af vöxtunum, ótekjutengdar. Þannig hafa mánaðargreiðslur af 1.000.000 kr. verið 1.333-5.000 kr. á mánuði eða 933-3.500 kr. á mánuði eftir vaxtabætur. Síðan er samkomulagsatriði hvort greitt er af höfuðstól ef lánið fer ekki yfir 75 prósent af virði eignarinnar. Lánsupphæðin er alltaf sú sama í krónum talið mínus það sem greitt er niður mánaðarlega. Þannig veit maður nákvæmlega upp á krónu hvað maður skuldar næstu árin. Húsnæðisvextir í Svíþjóð liggja 1-2 prósentum yfir stýrivöxtum og fylgjast Svíar mun betur með stýrivöxtum en Íslendingar, þar sem þeir hafa bein áhrif á mánaðargreiðslur. Þannig virka stýrivextir beint á neyslu í Svíþjóð, en stýrivextir Seðlabanka Íslands virðast vera stýri sem vantar tengingu við framhjól bílsins þar sem fólk finnur ekki bein áhrif af vöxtunum. Á Íslandi eru enn verðtryggð lán þar sem höfuðstóllinn getur hækkað og hækkað, en áhrifin á mánaðargreiðslur dreifast yfir lengri tíma. Samkeppni er lítil þar sem mikill kostnaður fylgir því að færa lán. Eftir að hafa búið og skuldað í Svíþjóð er tilhugsunin við að taka aftur lán á Íslandi ekki góð, eftir reynslu af öðru og þróaðra fjármálakerfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Snorri og Donni Andri Þorvarðarson Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Skoðun Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Íslendingar búa við léleg lánakjör og lántöku á Íslandi fylgir mikil áhætta. Eftir að hafa búið og átt hús í báðum löndum vil ég gera hér skil á muninum. Í Svíþjóð eru ekki lántöku- eða stimpilgjöld þannig að fólk getur skipt um banka og flutt sín lán án kostnaðar. Aftur á móti borgar maður fyrir veðleyfi (pantbrev) um 2% af veðleyfinu í fasteigninni. Þetta veðleyfi er í krónum og getur ekki hækkað með vísitölu. Veðleyfi fylgir fasteign alla tíð, þannig að þó fasteignin gangi kaupum og sölum er veðleyfið til staðar. Ef tekið er meira lán er greitt fyrir aukið veðleyfi sem því nemur. Á þeim tæpu sex árum sem við höfum búið hér hafa okkar breytilegu vextir verið á bilinu 1,6 til 6 prósent, óverðtryggt. Í dag eru vextirnir um þrjú prósent. Einnig er hægt að festa vexti til nokkurra ára, það jafnar sveiflur en er vanalega dýrara til lengdar. Vaxtabætur eru þrjátíu prósent af vöxtunum, ótekjutengdar. Þannig hafa mánaðargreiðslur af 1.000.000 kr. verið 1.333-5.000 kr. á mánuði eða 933-3.500 kr. á mánuði eftir vaxtabætur. Síðan er samkomulagsatriði hvort greitt er af höfuðstól ef lánið fer ekki yfir 75 prósent af virði eignarinnar. Lánsupphæðin er alltaf sú sama í krónum talið mínus það sem greitt er niður mánaðarlega. Þannig veit maður nákvæmlega upp á krónu hvað maður skuldar næstu árin. Húsnæðisvextir í Svíþjóð liggja 1-2 prósentum yfir stýrivöxtum og fylgjast Svíar mun betur með stýrivöxtum en Íslendingar, þar sem þeir hafa bein áhrif á mánaðargreiðslur. Þannig virka stýrivextir beint á neyslu í Svíþjóð, en stýrivextir Seðlabanka Íslands virðast vera stýri sem vantar tengingu við framhjól bílsins þar sem fólk finnur ekki bein áhrif af vöxtunum. Á Íslandi eru enn verðtryggð lán þar sem höfuðstóllinn getur hækkað og hækkað, en áhrifin á mánaðargreiðslur dreifast yfir lengri tíma. Samkeppni er lítil þar sem mikill kostnaður fylgir því að færa lán. Eftir að hafa búið og skuldað í Svíþjóð er tilhugsunin við að taka aftur lán á Íslandi ekki góð, eftir reynslu af öðru og þróaðra fjármálakerfi.
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun