Opið bréf til alþingismanna 20. desember 2012 06:00 Ég undirrituð, Hafdís Óskarsdóttir, get vart orða bundist eftir að stjórnendur Dróma hf. sáu sér leik að hrósa eigin vinnubrögðum í heilsíðuauglýsingum allra stærstu dagblaðanna. Með tilvísun til úttektar FME á afmörkuðum atriðum, sem varða vinnubrögð Dróma, er því haldið fram að FME staðfesti „faglega og góða starfshætti Dróma". FME sá hins vegar ástæðu til að árétta að ekki bæri „að skilja þá niðurstöðu svo að allsherjar heilbrigðisvottorð hafi verið gefið út um starfsemi félagsins eða viðskiptahætti þess". Með þessu bréfi vil ég gefa innsýn í starfshætti Dróma frá mínum bæjardyrum séð og persónulega reynslu undirritaðrar af skilanefndinni varðandi nauðungaruppboð. Inntak bréfsins varðar frétt á RÚV þann 8. maí sl. um ólögmæt gengistryggð lán hjá Dróma. Til upplýsingar Hlynur Jónsson, í forsvari fyrir Dróma, segir orðrétt í frétt á RÚV þann 8. maí sl.: „Í kjölfar hins nýja dóms Hæstaréttar, þá ákváðum við að bjóða þeim lántakendum sem eru í þessum óvissuhópi, þ.e.a.s. með ólögleg gengistryggð lán, að greiða 5.000 krónur af hverri milljón og standa þannig í skilum." Dómurinn sem vísað er til, féll þann 15.feb. sl. Ég undirrituð fékk engu að síður tilkynningu um nauðungaruppboð, sem skrifuð er eftir þann tíma sem Hlynur segist hafa boðið lántakendum þessi kjör, frá Sýslumanninum í Reykjavík, nánar tiltekið þann 27. febrúar. Ég legg áherslu á, til ykkar alþingismanna allra, að ég sendi sjálf Dróma – slitastjórn Frjálsa fjárfestingabankans, bréf þann 16. des. 2011, eftir að ég fékk fyrstu tilkynningu um yfirvofandi nauðungarsölu á eign minni, þar sem ég, skilvís greiðandi af húsnæðisláni til tæpra 30 ára, vildi ekki samþykkja neina af hinum fjórum greiðsluleiðum sem í boði voru hjá Dróma (þær reyndust líka allar ólöglegar, allar með afturvirkum vöxtum). Í því bréfi reyndi ég skriflega að ná fram málamiðlun varðandi mitt lán og bað um að fá að greiða 5.000 krónur af hverri milljón þangað til þessi lán yrðu að fullu til lykta leidd. Ég vil líka leggja áherslu á, að ég skrifaði ekki bara eitt bréf til Dróma þess efnis heldur bað ég skriflega um að fá að greiða 5.000 af hverri milljón, nokkrum mánuðum áður. Afrit bréfanna á ég með móttökustimpli frá Dróma ásamt undirskrift starfsmanns. Ekkert svar Ég fékk aldrei svar við bréfum mínum og aldrei var mér boðin sú leið sem ég bað um sjálf, til málamiðlunar og sem Hlynur segist hafa boðið lántakendum, eftir að dómur Hæstaréttar féll þann 15. feb. sl. Eina „boðið" sem ég hef í fórum mínum og get staðfest er bréf sem mér barst frá Sýslumanni, dagsett, eins og áður segir, 27. feb. 2012, skv. beiðni frá Dróma, um að það yrði nauðungaruppboð á eign minni 26. apríl sl. (sem fór að vísu ekki fram en það er ekki Hlyni Jónssyni að þakka, svo mikið er víst.) Hlynur Jónsson, í forsvari fyrir slitastjórn Frjálsa fjárfestingarbankans, fer hér með lygar á minn kostnað, þegar hann segir blákalt í sjónvarpsfréttum á RÚV frá þessu „boði". Óskammfeilni Hlyns Jónssonar er með ólíkindum, því ekki var mér boðið þó sannarlega ég vildi og reyndi. Háttvirtu alþingismenn, hvað kallast svona starfshættir? Að mínu mati kallast þetta vítaverðir starfshættir því ég var næstum því búin að missa húsið mitt vegna þeirra. Hvað finnst ykkur? Skipulögð glæpastarfsemi Já, birtingarmynd starfseminnar hjá Dróma, í mínu tilfelli, er hreinlega eins og skipulögð glæpastarfsemi og ekki nóg með það, heldur er veðskuldabréfið mitt ólöglegt líka! Ég veit um svo marga sem lent hafa á vegg í samskiptum við skilanefndina, þetta ósnertanlega apparat. Margir í minni stöðu hafa fengið lögfræðinga til liðs við sig en það hefur ekki einu sinni dugað. T.a.m. veit ég um tvenn hjón sem hafa reynt að hafa samskipti við Dróma með aðstoð lögfræðings. Ég veit að lögfræðingur hjóna frá Hafnarfirði hefur aldrei fengið svör við fyrirspurnum sínum sem hafa verið sendar til Dróma og hjón frá Mosfellsbæ fóru ásamt lögfræðingi sínum til Dróma að Lágmúla 6. Þeim var vísað út með valdi – af öryggisverði Dróma. Er þetta í lagi? Það líða dagar og ár og ekkert gerist. Skilanefnd Dróma situr að kjötkötlum og saklausu, skilvísu fólki, eins og mér, blæðir. Það þarf að leysa Dróma upp og láta FME taka ábyrgð á stórkostlegri vangá, að þessi lán buðust á sínum tíma. Ég er ekki ábyrg fyrir mistökum banka og Fjármálaeftirlits! Háttvirtu alþingismenn: Þetta bréf er ákall til ykkar allra um að óhlutdrægur endurútreikningur verði gerður á ólöglegum gengistryggðum lánum hjá Dróma því ég vil að lánið mitt verði löglegt, ég vil greiða af láninu mínu. Málið er í ykkar höndum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Ég undirrituð, Hafdís Óskarsdóttir, get vart orða bundist eftir að stjórnendur Dróma hf. sáu sér leik að hrósa eigin vinnubrögðum í heilsíðuauglýsingum allra stærstu dagblaðanna. Með tilvísun til úttektar FME á afmörkuðum atriðum, sem varða vinnubrögð Dróma, er því haldið fram að FME staðfesti „faglega og góða starfshætti Dróma". FME sá hins vegar ástæðu til að árétta að ekki bæri „að skilja þá niðurstöðu svo að allsherjar heilbrigðisvottorð hafi verið gefið út um starfsemi félagsins eða viðskiptahætti þess". Með þessu bréfi vil ég gefa innsýn í starfshætti Dróma frá mínum bæjardyrum séð og persónulega reynslu undirritaðrar af skilanefndinni varðandi nauðungaruppboð. Inntak bréfsins varðar frétt á RÚV þann 8. maí sl. um ólögmæt gengistryggð lán hjá Dróma. Til upplýsingar Hlynur Jónsson, í forsvari fyrir Dróma, segir orðrétt í frétt á RÚV þann 8. maí sl.: „Í kjölfar hins nýja dóms Hæstaréttar, þá ákváðum við að bjóða þeim lántakendum sem eru í þessum óvissuhópi, þ.e.a.s. með ólögleg gengistryggð lán, að greiða 5.000 krónur af hverri milljón og standa þannig í skilum." Dómurinn sem vísað er til, féll þann 15.feb. sl. Ég undirrituð fékk engu að síður tilkynningu um nauðungaruppboð, sem skrifuð er eftir þann tíma sem Hlynur segist hafa boðið lántakendum þessi kjör, frá Sýslumanninum í Reykjavík, nánar tiltekið þann 27. febrúar. Ég legg áherslu á, til ykkar alþingismanna allra, að ég sendi sjálf Dróma – slitastjórn Frjálsa fjárfestingabankans, bréf þann 16. des. 2011, eftir að ég fékk fyrstu tilkynningu um yfirvofandi nauðungarsölu á eign minni, þar sem ég, skilvís greiðandi af húsnæðisláni til tæpra 30 ára, vildi ekki samþykkja neina af hinum fjórum greiðsluleiðum sem í boði voru hjá Dróma (þær reyndust líka allar ólöglegar, allar með afturvirkum vöxtum). Í því bréfi reyndi ég skriflega að ná fram málamiðlun varðandi mitt lán og bað um að fá að greiða 5.000 krónur af hverri milljón þangað til þessi lán yrðu að fullu til lykta leidd. Ég vil líka leggja áherslu á, að ég skrifaði ekki bara eitt bréf til Dróma þess efnis heldur bað ég skriflega um að fá að greiða 5.000 af hverri milljón, nokkrum mánuðum áður. Afrit bréfanna á ég með móttökustimpli frá Dróma ásamt undirskrift starfsmanns. Ekkert svar Ég fékk aldrei svar við bréfum mínum og aldrei var mér boðin sú leið sem ég bað um sjálf, til málamiðlunar og sem Hlynur segist hafa boðið lántakendum, eftir að dómur Hæstaréttar féll þann 15. feb. sl. Eina „boðið" sem ég hef í fórum mínum og get staðfest er bréf sem mér barst frá Sýslumanni, dagsett, eins og áður segir, 27. feb. 2012, skv. beiðni frá Dróma, um að það yrði nauðungaruppboð á eign minni 26. apríl sl. (sem fór að vísu ekki fram en það er ekki Hlyni Jónssyni að þakka, svo mikið er víst.) Hlynur Jónsson, í forsvari fyrir slitastjórn Frjálsa fjárfestingarbankans, fer hér með lygar á minn kostnað, þegar hann segir blákalt í sjónvarpsfréttum á RÚV frá þessu „boði". Óskammfeilni Hlyns Jónssonar er með ólíkindum, því ekki var mér boðið þó sannarlega ég vildi og reyndi. Háttvirtu alþingismenn, hvað kallast svona starfshættir? Að mínu mati kallast þetta vítaverðir starfshættir því ég var næstum því búin að missa húsið mitt vegna þeirra. Hvað finnst ykkur? Skipulögð glæpastarfsemi Já, birtingarmynd starfseminnar hjá Dróma, í mínu tilfelli, er hreinlega eins og skipulögð glæpastarfsemi og ekki nóg með það, heldur er veðskuldabréfið mitt ólöglegt líka! Ég veit um svo marga sem lent hafa á vegg í samskiptum við skilanefndina, þetta ósnertanlega apparat. Margir í minni stöðu hafa fengið lögfræðinga til liðs við sig en það hefur ekki einu sinni dugað. T.a.m. veit ég um tvenn hjón sem hafa reynt að hafa samskipti við Dróma með aðstoð lögfræðings. Ég veit að lögfræðingur hjóna frá Hafnarfirði hefur aldrei fengið svör við fyrirspurnum sínum sem hafa verið sendar til Dróma og hjón frá Mosfellsbæ fóru ásamt lögfræðingi sínum til Dróma að Lágmúla 6. Þeim var vísað út með valdi – af öryggisverði Dróma. Er þetta í lagi? Það líða dagar og ár og ekkert gerist. Skilanefnd Dróma situr að kjötkötlum og saklausu, skilvísu fólki, eins og mér, blæðir. Það þarf að leysa Dróma upp og láta FME taka ábyrgð á stórkostlegri vangá, að þessi lán buðust á sínum tíma. Ég er ekki ábyrg fyrir mistökum banka og Fjármálaeftirlits! Háttvirtu alþingismenn: Þetta bréf er ákall til ykkar allra um að óhlutdrægur endurútreikningur verði gerður á ólöglegum gengistryggðum lánum hjá Dróma því ég vil að lánið mitt verði löglegt, ég vil greiða af láninu mínu. Málið er í ykkar höndum.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun