Regluverk þarf gegn kvótahoppi Þorvarður Kjerulf Sigurjónsson skrifar 21. desember 2012 06:00 Við inngöngu í Evrópusambandið, án undanþága eða sérlausna vegna sérstakra aðstæðna hérlendis, mundu íslensk stjórnvöld undantekningalaust þurfa að hlíta reglum ESB um fiskveiðar en aðildarríkin hafa framselt sambandinu mikil völd á því sviði. Að meginreglu hafa aðildarríkin hvert jafnan aðgang að hafsvæðum og auðlindum annars að því gefnu að þau hafi yfir að ráða tilskildum aflakvóta. Samkvæmt annarri meginreglu, um hlutfallslega stöðugar veiðar, byggist hlutdeild hvers ríkis í heildarafla ESB á sögulegri veiðireynslu en einnig er tekið tillit til svæða sem eru sérstaklega háð fiskveiðum. Reglan um hlutfallslega stöðugar veiðar ætti að tryggja að íslenskar útgerðir héldu hefðbundnum fiskveiðiréttindum sínum innan íslenskrar efnahagslögsögu ef Ísland gerðist aðili að ESB. Þetta leiðir af því að einungis Íslendingar hafa reynslu af veiðum í íslenskri efnahagslögsögu undanfarna áratugi. Einnig er hátt hlutfall svæða hérlendis sem eru sérstaklega háð fiskveiðum. Ísland ætti því að halda óbreyttum veiðiheimildum á staðbundnum fiskistofnum sem og flökkustofnum innan íslenskrar efnahagslögsögu. Reglan um hlutfallslegan stöðugleika hefur verið í gildi frá því árið 1983. Hún er ekki hluti af sáttmálum Evrópusambandsins heldur sækir hún stoð sína í afleiddan rétt ESB. Með meirihlutaákvörðun í ráðinu væri því hægt að víkja frá reglunni eða afnema hana. Framkvæmdastjórn ESB kannaði afstöðu aðildarríkjanna til reglunnar í aðdraganda yfirstandandi endurskoðunar sameiginlegu sjávarútvegstefnunnar og voru 26 af 27 aðildarríkjum andsnúin breytingum á reglunni. Hverju sem því líður er óvíst hver afstaða aðildarríkjanna verður í framtíðinni. Litlar sem engar hömlur Veiðiheimildir hvers aðildarríkis eru bundnar við fiskiskip sem sigla undir fána viðkomandi ríkis eða eru skráð í því landi. Sjávarútvegsfyrirtæki í ESB lúta á hinn bóginn þeim reglum sem gilda á innri markaði ESB, þar með talið reglunum um frjálsar fjármagnshreyfingar og staðfesturétt. Sökum þessa eru litlar sem engar hömlur á fjárfestingum í sjávarútvegi í aðildarríkjum ESB. Enn fremur eru engar takmarkanir á rétti ríkisborgara ESB-ríkja til að stofnsetja sjávarútvegsfyrirtæki í öðru aðildarríki og launþegum aðildarríkjanna er frjálst að ráða sig til starfa hjá útgerðarfyrirtækjum hvar sem er innan ESB. Þetta hefur leitt til þess sem kallað er kvótahopp. Í því felst að útgerðarfyrirtæki frá aðildarríki A fær hlutdeild í landskvóta aðildarríkis B með því annaðhvort að setja á fót útgerð í ríki B, kaupa ráðandi eignarhlut í starfandi útgerð í ríki B eða skrá skip sín í aðildarríki B og landa síðan aflanum í ríki A. Arðurinn af fiskveiðunum skilar sér þar með ekki til þess ríkis sem fékk veiðiheimildunum úthlutað upphaflega. Mörg ríki hafa sett reglur til þess að takmarka möguleikann á að stunda kvótahopp en slíkt þarf að gera í samráði við ESB. Þótt ekki semdist um undanþágur eða sérlausnir varðandi sameiginlegu sjávarútvegsstefnuna, í aðildarviðræðunum við ESB, má ætla að reglan um hlutfallslega stöðugar veiðar, svo framarlega sem hún heldur gildi sínu, mundi tryggja íslenskum útgerðum áframhaldandi fiskveiðiréttindi sín í íslenskri lögsögu og koma í veg fyrir veiðar togara annarra aðildarríkja á íslenskum miðum þar sem þau skortir veiðireynslu. Möguleikinn á kvótahoppi gæti hins vegar valdið Íslandi efnahagslegum skaða ef ekki yrði mótað sérstakt regluverk til að sporna við því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Við inngöngu í Evrópusambandið, án undanþága eða sérlausna vegna sérstakra aðstæðna hérlendis, mundu íslensk stjórnvöld undantekningalaust þurfa að hlíta reglum ESB um fiskveiðar en aðildarríkin hafa framselt sambandinu mikil völd á því sviði. Að meginreglu hafa aðildarríkin hvert jafnan aðgang að hafsvæðum og auðlindum annars að því gefnu að þau hafi yfir að ráða tilskildum aflakvóta. Samkvæmt annarri meginreglu, um hlutfallslega stöðugar veiðar, byggist hlutdeild hvers ríkis í heildarafla ESB á sögulegri veiðireynslu en einnig er tekið tillit til svæða sem eru sérstaklega háð fiskveiðum. Reglan um hlutfallslega stöðugar veiðar ætti að tryggja að íslenskar útgerðir héldu hefðbundnum fiskveiðiréttindum sínum innan íslenskrar efnahagslögsögu ef Ísland gerðist aðili að ESB. Þetta leiðir af því að einungis Íslendingar hafa reynslu af veiðum í íslenskri efnahagslögsögu undanfarna áratugi. Einnig er hátt hlutfall svæða hérlendis sem eru sérstaklega háð fiskveiðum. Ísland ætti því að halda óbreyttum veiðiheimildum á staðbundnum fiskistofnum sem og flökkustofnum innan íslenskrar efnahagslögsögu. Reglan um hlutfallslegan stöðugleika hefur verið í gildi frá því árið 1983. Hún er ekki hluti af sáttmálum Evrópusambandsins heldur sækir hún stoð sína í afleiddan rétt ESB. Með meirihlutaákvörðun í ráðinu væri því hægt að víkja frá reglunni eða afnema hana. Framkvæmdastjórn ESB kannaði afstöðu aðildarríkjanna til reglunnar í aðdraganda yfirstandandi endurskoðunar sameiginlegu sjávarútvegstefnunnar og voru 26 af 27 aðildarríkjum andsnúin breytingum á reglunni. Hverju sem því líður er óvíst hver afstaða aðildarríkjanna verður í framtíðinni. Litlar sem engar hömlur Veiðiheimildir hvers aðildarríkis eru bundnar við fiskiskip sem sigla undir fána viðkomandi ríkis eða eru skráð í því landi. Sjávarútvegsfyrirtæki í ESB lúta á hinn bóginn þeim reglum sem gilda á innri markaði ESB, þar með talið reglunum um frjálsar fjármagnshreyfingar og staðfesturétt. Sökum þessa eru litlar sem engar hömlur á fjárfestingum í sjávarútvegi í aðildarríkjum ESB. Enn fremur eru engar takmarkanir á rétti ríkisborgara ESB-ríkja til að stofnsetja sjávarútvegsfyrirtæki í öðru aðildarríki og launþegum aðildarríkjanna er frjálst að ráða sig til starfa hjá útgerðarfyrirtækjum hvar sem er innan ESB. Þetta hefur leitt til þess sem kallað er kvótahopp. Í því felst að útgerðarfyrirtæki frá aðildarríki A fær hlutdeild í landskvóta aðildarríkis B með því annaðhvort að setja á fót útgerð í ríki B, kaupa ráðandi eignarhlut í starfandi útgerð í ríki B eða skrá skip sín í aðildarríki B og landa síðan aflanum í ríki A. Arðurinn af fiskveiðunum skilar sér þar með ekki til þess ríkis sem fékk veiðiheimildunum úthlutað upphaflega. Mörg ríki hafa sett reglur til þess að takmarka möguleikann á að stunda kvótahopp en slíkt þarf að gera í samráði við ESB. Þótt ekki semdist um undanþágur eða sérlausnir varðandi sameiginlegu sjávarútvegsstefnuna, í aðildarviðræðunum við ESB, má ætla að reglan um hlutfallslega stöðugar veiðar, svo framarlega sem hún heldur gildi sínu, mundi tryggja íslenskum útgerðum áframhaldandi fiskveiðiréttindi sín í íslenskri lögsögu og koma í veg fyrir veiðar togara annarra aðildarríkja á íslenskum miðum þar sem þau skortir veiðireynslu. Möguleikinn á kvótahoppi gæti hins vegar valdið Íslandi efnahagslegum skaða ef ekki yrði mótað sérstakt regluverk til að sporna við því.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun