Endurteknar rangfærslur um erfðabreytt matvæli Jón Hallsteinn Hallsson skrifar 21. desember 2012 06:00 Í nýlegri grein í Fréttablaðinu heldur Sandra B. Jónsdóttir (Sandra Best) uppteknum hætti og ber á borð fyrir lesendur rangfærslur um erfðabreytt matvæli. Sandra fjallar nú í annað skipti um niðurstöður franskra vísindamanna sem, undir forystu Gilles-Eric Séralini, töldu sig sýna að neysla á erfðabreyttum maís gæti valdið bæði æxlismyndun og ótímabærum dauðsföllum í rottum. Í þessari nýjustu grein sinni segir Sandra „[f]ranska rannsóknin sem Séralini o.fl. gerðu komst að því að taka hefði átt niðurstöður tilrauna Monsanto um eitrunaráhrif mun alvarlegar" og kallar rannsóknina „vakningu til stjórnvalda og eftirlitsaðila allra landa". Gallinn er hins vegar sá að franska rannsóknin komst ekki að neinu, um það eru flestir sammála, m.a. eftirlitsaðilar fjölmargra landa. Það er nefnilega þannig að óháð því hvað fólki finnst um tölfræði skiptir hún máli í vísindum og í því tilfelli sem hér um ræðir var tilraunauppsetning og tölfræðileg úrvinnsla með þeim hætti að niðurstöðurnar styðja hvorki ályktanir Séralini né hræðsluáróður Söndru. Ómarktækt Söndru verður tíðrætt um „líftækniiðnaðinn" í greinum sínum, og má ljóst vera að tilgangurinn er að gera þá sem ekki deila skoðunum hennar tortryggilega í augum lesenda. Í grein sinni segir Sandra „[l]íftækniiðnaðurinn brást hart við frönsku rannsókninni" og „[h]ið sama gerir gengi nokkurra íslenskra vísindamanna sem auðsjáanlega telja það atvinnu- og fjárhagslegum hagsmunum sínum fyrir bestu". Dylgjur af þessu tagi dæma sig sjálfar. En ef málið væri nú svo einfalt að líftækniiðnaðurinn væri hér að verja hagsmuni sína í samstarfi við „gengi nokkurra íslenskra vísindamanna" ætti Söndru að reynast það létt verk að fletta ofan af samsærinu. Mergur málsins er hins vegar sá að mjög fáir hafa tekið til varna fyrir rannsókn Séralini, ef frá eru taldir aðilar sem hafa þá bjargföstu og jafnframt óstaðfestu trú að erfðabreytt matvæli séu stórhættuleg. Fjölmargar evrópskar stofnanir á vegum stjórnvalda hafa sent frá sér umsagnir um rannsókn Séralini og það er fróðlegt að sjá hvort umsagnir þeirra séu samhljóða skoðunum Söndru. Matvælaöryggisstofnun Evrópu (EFSA) segir um rannsókn Séralini að hún sé „ófullnægjandi hvað varðar tilraunaskipulag, greiningu og birtingu niðurstaðna". Bundesinstitut für Risikobewertung (BfR) í Þýskalandi segir að niðurstöður rannsóknarinnar styðji ekki ályktanir Séralini „vegna galla í tilraunauppsetningu…". Danska matvælastofnunin kemst að þeirri niðurstöðu að ómögulegt sé að draga ályktanir um áhrif erfðabreytinga á heilsu byggt á grein Séralini sem þeir segja af „litlum faglegum gæðum". ANSES og HCB (Haut Conseil des biotechnologies) fóru yfir málið fyrir frönsk stjórnvöld og niðurstöðurnar voru þær að tilraunauppsetning væri röng, lýsing niðurstaðna ófullnægjandi, ályktanir ekki rökstuddar og því ekki ástæða til að endurskoða áhættumat á umræddum maís (ofangreindar skýrslur má nálgast hér http://www.efsa.europa.eu/en/efsajournal/pub/2986.htm). Niðurstöður fjölmargra annarra eftirlitsstofnana eru sambærilegar. Sandra hefur áður gefið í skyn að EFSA hafi óeðlileg tengsl við líftækniiðnaðinn og sé þ.a.l. ekki marktæk í umræðunni, en mikill er máttur líftækniiðnaðarins ef hann hefur tangarhald á öllum þeim stofnunum sem lýst hafa rannsókn Séralini ómarktæka. Samdóma álit þessara opinberu aðila og fjölmargra vísindamanna er einfaldlega að rannsóknin sem um ræðir sé ómarktæk og veiti engar nýjar upplýsingar um áhrif erfðabreyttra matvæla á heilsu. Afneitunariðnaðurinn Eftir því sem reynslan af nýtingu erfðatækni í landbúnaði og matvælaframleiðslu eykst kemur betur og betur í ljós að erfðatæknin er ekki varhugaverð sem slík. Þetta er meðal annars niðurstaða nýlegrar skýrslu Evrópusambandsins (http://ec.europa.eu/research/biosociety/pdf/a_decade_of_eu-funded_gmo_research.pdf). En þrátt fyrir umfangsmiklar rannsóknir og fjölmarga augljósa kosti erfðatækninnar fer mikið fyrir hópi fólks sem grípur sérhvert tækifæri til að halda fram þeirri skoðun að erfðatæknin sé stórhættuleg og að notkun hennar eigi jafnvel að banna með öllu, sér í lagi notkun hennar í landbúnaði og matvælaframleiðslu. Þessar kröfur byggja þó ekki á vísindum heldur áróðri og endurteknum rangfærslum óháð vísindaniðurstöðum. Málflutningurinn líkist þannig helst málflutningi afneitunarsinna sem mikið hefur borið á í umræðunni um loftslagsmál. Það er vonandi að íslensk stjórnvöld sjái í gegnum þennan áróður og styðjist við niðurstöður vísindanna í þessu máli rétt eins og þau hafa ákveðið að gera í loftslagsmálunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Sjá meira
Í nýlegri grein í Fréttablaðinu heldur Sandra B. Jónsdóttir (Sandra Best) uppteknum hætti og ber á borð fyrir lesendur rangfærslur um erfðabreytt matvæli. Sandra fjallar nú í annað skipti um niðurstöður franskra vísindamanna sem, undir forystu Gilles-Eric Séralini, töldu sig sýna að neysla á erfðabreyttum maís gæti valdið bæði æxlismyndun og ótímabærum dauðsföllum í rottum. Í þessari nýjustu grein sinni segir Sandra „[f]ranska rannsóknin sem Séralini o.fl. gerðu komst að því að taka hefði átt niðurstöður tilrauna Monsanto um eitrunaráhrif mun alvarlegar" og kallar rannsóknina „vakningu til stjórnvalda og eftirlitsaðila allra landa". Gallinn er hins vegar sá að franska rannsóknin komst ekki að neinu, um það eru flestir sammála, m.a. eftirlitsaðilar fjölmargra landa. Það er nefnilega þannig að óháð því hvað fólki finnst um tölfræði skiptir hún máli í vísindum og í því tilfelli sem hér um ræðir var tilraunauppsetning og tölfræðileg úrvinnsla með þeim hætti að niðurstöðurnar styðja hvorki ályktanir Séralini né hræðsluáróður Söndru. Ómarktækt Söndru verður tíðrætt um „líftækniiðnaðinn" í greinum sínum, og má ljóst vera að tilgangurinn er að gera þá sem ekki deila skoðunum hennar tortryggilega í augum lesenda. Í grein sinni segir Sandra „[l]íftækniiðnaðurinn brást hart við frönsku rannsókninni" og „[h]ið sama gerir gengi nokkurra íslenskra vísindamanna sem auðsjáanlega telja það atvinnu- og fjárhagslegum hagsmunum sínum fyrir bestu". Dylgjur af þessu tagi dæma sig sjálfar. En ef málið væri nú svo einfalt að líftækniiðnaðurinn væri hér að verja hagsmuni sína í samstarfi við „gengi nokkurra íslenskra vísindamanna" ætti Söndru að reynast það létt verk að fletta ofan af samsærinu. Mergur málsins er hins vegar sá að mjög fáir hafa tekið til varna fyrir rannsókn Séralini, ef frá eru taldir aðilar sem hafa þá bjargföstu og jafnframt óstaðfestu trú að erfðabreytt matvæli séu stórhættuleg. Fjölmargar evrópskar stofnanir á vegum stjórnvalda hafa sent frá sér umsagnir um rannsókn Séralini og það er fróðlegt að sjá hvort umsagnir þeirra séu samhljóða skoðunum Söndru. Matvælaöryggisstofnun Evrópu (EFSA) segir um rannsókn Séralini að hún sé „ófullnægjandi hvað varðar tilraunaskipulag, greiningu og birtingu niðurstaðna". Bundesinstitut für Risikobewertung (BfR) í Þýskalandi segir að niðurstöður rannsóknarinnar styðji ekki ályktanir Séralini „vegna galla í tilraunauppsetningu…". Danska matvælastofnunin kemst að þeirri niðurstöðu að ómögulegt sé að draga ályktanir um áhrif erfðabreytinga á heilsu byggt á grein Séralini sem þeir segja af „litlum faglegum gæðum". ANSES og HCB (Haut Conseil des biotechnologies) fóru yfir málið fyrir frönsk stjórnvöld og niðurstöðurnar voru þær að tilraunauppsetning væri röng, lýsing niðurstaðna ófullnægjandi, ályktanir ekki rökstuddar og því ekki ástæða til að endurskoða áhættumat á umræddum maís (ofangreindar skýrslur má nálgast hér http://www.efsa.europa.eu/en/efsajournal/pub/2986.htm). Niðurstöður fjölmargra annarra eftirlitsstofnana eru sambærilegar. Sandra hefur áður gefið í skyn að EFSA hafi óeðlileg tengsl við líftækniiðnaðinn og sé þ.a.l. ekki marktæk í umræðunni, en mikill er máttur líftækniiðnaðarins ef hann hefur tangarhald á öllum þeim stofnunum sem lýst hafa rannsókn Séralini ómarktæka. Samdóma álit þessara opinberu aðila og fjölmargra vísindamanna er einfaldlega að rannsóknin sem um ræðir sé ómarktæk og veiti engar nýjar upplýsingar um áhrif erfðabreyttra matvæla á heilsu. Afneitunariðnaðurinn Eftir því sem reynslan af nýtingu erfðatækni í landbúnaði og matvælaframleiðslu eykst kemur betur og betur í ljós að erfðatæknin er ekki varhugaverð sem slík. Þetta er meðal annars niðurstaða nýlegrar skýrslu Evrópusambandsins (http://ec.europa.eu/research/biosociety/pdf/a_decade_of_eu-funded_gmo_research.pdf). En þrátt fyrir umfangsmiklar rannsóknir og fjölmarga augljósa kosti erfðatækninnar fer mikið fyrir hópi fólks sem grípur sérhvert tækifæri til að halda fram þeirri skoðun að erfðatæknin sé stórhættuleg og að notkun hennar eigi jafnvel að banna með öllu, sér í lagi notkun hennar í landbúnaði og matvælaframleiðslu. Þessar kröfur byggja þó ekki á vísindum heldur áróðri og endurteknum rangfærslum óháð vísindaniðurstöðum. Málflutningurinn líkist þannig helst málflutningi afneitunarsinna sem mikið hefur borið á í umræðunni um loftslagsmál. Það er vonandi að íslensk stjórnvöld sjái í gegnum þennan áróður og styðjist við niðurstöður vísindanna í þessu máli rétt eins og þau hafa ákveðið að gera í loftslagsmálunum.
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun