Jafn aðgangur að miðunum Þorvarður Kjerulf Sigurjónsson og Þórhildur Hagalín skrifar 22. desember 2012 06:00 Samvinna Evrópusambandsríkja á sviði sjávarútvegs á rætur sínar að rekja til þess að í Rómarsáttmálanum voru afurðir fiskveiða skilgreindar sem landbúnaðarvörur og féllu þar með undir landbúnaðarstefnu sambandsins. Samstarfið fór hægt af stað en þróaðist á nokkrum áratugum í sameiginlega sjávarútvegsstefnu, óháða landbúnaðarstefnunni. Sameiginleg sjávarútvegsstefna ESB, í því formi sem hún er starfrækt í dag, gekk í gildi árið 1983 og hefur verið endurskoðuð á tíu ára fresti síðan. Markmið sameiginlegu sjávarútvegsstefnunnar hafa frá upphafi verið þau sömu og landbúnaðarstefnunnar, það er að: l auka framleiðni í sjávarútvegi, l tryggja viðunandi lífskjör í sjávarútvegi, l stuðla að jafnvægi á mörkuðum, l tryggja stöðugt framboð á vörum og l tryggja neytendum sanngjarnt verð. Í kjölfar endurskoðunar sjávarútvegsstefnunnar árið 2002 voru tekin upp viðbótarmarkmið um sjálfbærni í sjávarútvegi, bæði efnahagsleg, umhverfisleg og félagsleg, sem og verndun fiskistofna og lífríkis sjávar. Sameiginlega sjávarútvegsstefnan byggist í meginatriðum á fjórum grundvallarþáttum: l fiskveiðistjórnun og verndun fiskistofna, l sameiginlegu markaðsskipulagi með frjálsum markaði fyrir fiskafurðir, l sameiginlegri uppbyggingarstefnu með hjálp sjávarútvegssjóðs Evrópu og l samningum við þriðju ríki. Umtalsverðar takmarkanir Í stefnunni felast einnig aðgerðir sem lúta að umhverfisáhrifum af fiskveiðum, flotastjórnun, aðgengi að hafsvæðum og höfnum, eftirliti og reglufylgni og fiskeldi. Undirstaða sameiginlegu sjávarútvegsstefnunnar er meginreglan um jafnan aðgang. Samkvæmt henni hafa öll aðildarríki ESB rétt til veiða á öllum miðum aðildarríkjanna innan 200 sjómílna. Aðgangurinn er þó ekki ótakmarkaður því reglur sambandsins um ákvörðun hámarksafla og úthlutun aflaheimilda til aðildarríkjanna fela í sér umtalsverðar takmarkanir á reglunni um jafnan aðgang þar sem fiskiskipum er einungis heimilt að veiða á þeim svæðum og úr þeim stofnum sem aflaheimildir þeirra eru bundnar við. Ákvarðanir um hámarksafla byggjast á tillögum framkvæmdastjórnar ESB og eru unnar í samráði við vísindamenn. Landbúnaðar- og sjávarútvegsráð ESB skiptir leyfilegum hámarksafla milli aðildarríkjanna, með hliðsjón af sögulegri veiðireynslu þeirra, samkvæmt meginreglunni um hlutfallslega stöðugar veiðar. Aðildarríkin hafa síðan sjálf umsjón með skiptingu aflaheimilda sinna milli innlendra útgerða, í samræmi við eigin löggjöf. Með gildistöku Lissabon-sáttmálans árið 2009 fékk Evrópuþingið í fyrsta sinn aðkomu að setningu afleiddrar löggjafar á sviði sjávarútvegsmála. Ákvarðanir um árlegan hámarksafla og úthlutun veiðiheimilda eru þó eftir sem áður teknar án aðkomu Evrópuþingsins og þurfa aukinn meirihluta atkvæða í landbúnaðar- og sjávarútvegsráði ESB til að hljóta samþykki. Helsta gagnrýnin á sjávarútvegsstefnu ESB hefur í gegnum tíðina snúið að ofveiði, brottkasti, slöku eftirliti, kvótahoppi og ófullnægjandi viðurlögum við brotum. Unnið hefur verið að því að bæta úr þessum þáttum við hverja endurskoðun stefnunnar en það hefur tekist misvel. Í skýrslu framkvæmdastjórnarinnar frá árinu 2009 voru skilgreindir fimm kerfislægir annmarkar sjávarútvegsstefnunnar: of mikil sóknargeta skipaflota aðildarríkjanna, ónákvæm markmið, skammsýni, of lítil ábyrgð á herðum sjávarútvegsiðnaðarins og skortur á pólitískum vilja til að tryggja reglufylgni. Þessir þættir liggja til grundvallar þriðju endurskoðun stefnunnar sem stendur yfir um þessar mundir en til stendur að ljúka henni fyrir lok þessa árs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Samvinna Evrópusambandsríkja á sviði sjávarútvegs á rætur sínar að rekja til þess að í Rómarsáttmálanum voru afurðir fiskveiða skilgreindar sem landbúnaðarvörur og féllu þar með undir landbúnaðarstefnu sambandsins. Samstarfið fór hægt af stað en þróaðist á nokkrum áratugum í sameiginlega sjávarútvegsstefnu, óháða landbúnaðarstefnunni. Sameiginleg sjávarútvegsstefna ESB, í því formi sem hún er starfrækt í dag, gekk í gildi árið 1983 og hefur verið endurskoðuð á tíu ára fresti síðan. Markmið sameiginlegu sjávarútvegsstefnunnar hafa frá upphafi verið þau sömu og landbúnaðarstefnunnar, það er að: l auka framleiðni í sjávarútvegi, l tryggja viðunandi lífskjör í sjávarútvegi, l stuðla að jafnvægi á mörkuðum, l tryggja stöðugt framboð á vörum og l tryggja neytendum sanngjarnt verð. Í kjölfar endurskoðunar sjávarútvegsstefnunnar árið 2002 voru tekin upp viðbótarmarkmið um sjálfbærni í sjávarútvegi, bæði efnahagsleg, umhverfisleg og félagsleg, sem og verndun fiskistofna og lífríkis sjávar. Sameiginlega sjávarútvegsstefnan byggist í meginatriðum á fjórum grundvallarþáttum: l fiskveiðistjórnun og verndun fiskistofna, l sameiginlegu markaðsskipulagi með frjálsum markaði fyrir fiskafurðir, l sameiginlegri uppbyggingarstefnu með hjálp sjávarútvegssjóðs Evrópu og l samningum við þriðju ríki. Umtalsverðar takmarkanir Í stefnunni felast einnig aðgerðir sem lúta að umhverfisáhrifum af fiskveiðum, flotastjórnun, aðgengi að hafsvæðum og höfnum, eftirliti og reglufylgni og fiskeldi. Undirstaða sameiginlegu sjávarútvegsstefnunnar er meginreglan um jafnan aðgang. Samkvæmt henni hafa öll aðildarríki ESB rétt til veiða á öllum miðum aðildarríkjanna innan 200 sjómílna. Aðgangurinn er þó ekki ótakmarkaður því reglur sambandsins um ákvörðun hámarksafla og úthlutun aflaheimilda til aðildarríkjanna fela í sér umtalsverðar takmarkanir á reglunni um jafnan aðgang þar sem fiskiskipum er einungis heimilt að veiða á þeim svæðum og úr þeim stofnum sem aflaheimildir þeirra eru bundnar við. Ákvarðanir um hámarksafla byggjast á tillögum framkvæmdastjórnar ESB og eru unnar í samráði við vísindamenn. Landbúnaðar- og sjávarútvegsráð ESB skiptir leyfilegum hámarksafla milli aðildarríkjanna, með hliðsjón af sögulegri veiðireynslu þeirra, samkvæmt meginreglunni um hlutfallslega stöðugar veiðar. Aðildarríkin hafa síðan sjálf umsjón með skiptingu aflaheimilda sinna milli innlendra útgerða, í samræmi við eigin löggjöf. Með gildistöku Lissabon-sáttmálans árið 2009 fékk Evrópuþingið í fyrsta sinn aðkomu að setningu afleiddrar löggjafar á sviði sjávarútvegsmála. Ákvarðanir um árlegan hámarksafla og úthlutun veiðiheimilda eru þó eftir sem áður teknar án aðkomu Evrópuþingsins og þurfa aukinn meirihluta atkvæða í landbúnaðar- og sjávarútvegsráði ESB til að hljóta samþykki. Helsta gagnrýnin á sjávarútvegsstefnu ESB hefur í gegnum tíðina snúið að ofveiði, brottkasti, slöku eftirliti, kvótahoppi og ófullnægjandi viðurlögum við brotum. Unnið hefur verið að því að bæta úr þessum þáttum við hverja endurskoðun stefnunnar en það hefur tekist misvel. Í skýrslu framkvæmdastjórnarinnar frá árinu 2009 voru skilgreindir fimm kerfislægir annmarkar sjávarútvegsstefnunnar: of mikil sóknargeta skipaflota aðildarríkjanna, ónákvæm markmið, skammsýni, of lítil ábyrgð á herðum sjávarútvegsiðnaðarins og skortur á pólitískum vilja til að tryggja reglufylgni. Þessir þættir liggja til grundvallar þriðju endurskoðun stefnunnar sem stendur yfir um þessar mundir en til stendur að ljúka henni fyrir lok þessa árs.
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun