Þjóðkirkjan og samkynhneigð Bára Friðriksdóttir skrifar 22. desember 2012 06:00 Lífsreynsla mín hefur kennt mér að fáfræði um málefni kallar oft á harða dóma. Það á við um mig jafnt og aðra. Áður en ég kynnti mér markvisst málefni samkynhneigðra í guðfræðináminu örlaði á ótta og skeytingarleysi gagnvart þeim. Eftir að ég kynnti mér málin komst ég að mínum eigin fordómum og vann mig í gegnum þá eins og langflestir sem skoða mál þeirra af einurð. Þegar ég les grein eins og Sifjar Sigmarsdóttur hér í blaðinu 19.12.2012, verður mér hugsað til þess hvort Þjóðkirkjan (ÞK) þurfi ekki að setja upp námskeið sem upplýsi og haldi til haga því mikla ferli sem fór fram innan hennar frá því lög um staðfesta samvist 1996 tóku gildi og þar til ein hjúskaparlög urðu til. Það ríkir mikil fáfræði á meðal margra sem skrifa og tala um það risaskref sem ÞK tók á þessum 15 árum. Samræða og viðhorf Málefni samkynhneigðra hafa löngum verið viðkvæm og því miður láðist ÞK að takast skörulega á við það strax 1996. En fljótlega upp úr lögunum um staðfesta samvist var gert helgisiðaform til blessunar fyrir sambönd samkynhneigðra. Það voru umræður í hópum innan kirkjunnar en það var ekki fyrr en eftir 2005 sem prestar fóru að ræða þetta markvisst. Málstofur voru haldnar m.a. í samvinnu við samkynhneigða. Fræðimenn í gamla- og nýjatestamentisfræðum unnu ítarlega vinnu (http://kirkjan.is/samkynhneigdogkirkja/). Kristnir siðfræðingar kynntu mismunandi stefnur um málið sem lýstu viðhorfum allt frá því að munur sam- og gagnkynhneigðra væri sá sami og munur örvhentra og rétthentra til þess viðhorfs að samkynhneigð væri röng. Auk þess kom fram að lúterskar kirkjur um víða veröld væru sama eining sem hefði mjög ólíka nálgun á málefnið, þar gæti myndast spenna allt eftir niðurstöðu. Þetta voru prestar og biskupar með í fanginu þegar þeir unnu að því að móta stefnu ÞK til framtíðar ásamt leikmönnum. Inn í þessa mynd þarf að taka að ÞK er öllum opin og á því ekki að ýta einum eða öðrum hóp út. Henni ber að taka samkynhneigðum opnum örmum, hún verður líka að vera opin fyrir mjög íhaldssama sem og frjálslynda. ÞK rúmar því margar skoðanir. Samþykktin gat ekki verið þannig að einungis einn viðhorfahópur fengi inni. Með því að hafna algjörlega tilverurétti íhaldssamra presta og almennings þá væri kirkjan að bregðast þeim hópi. Margir íhaldssamir borgarar lýstu skoðun sinni við mig en það gerðu einnig þeir frjálslyndu. Niðurstaða prestastefnu Tvær prestastefnur voru undirlagðar af samræðunni um málefni samkynhneigðra (2006-2007). Niðurstaðan var afgerandi, góður meirihluti presta samþykkti helgisiðaform er lyti að staðfestingu samvistar. Á kirkjuþingi 2007 (þar situr safnaðarfólk, prestar, biskupar o.fl.) var samþykkt: „…Ef lögum um staðfesta samvist verður breytt þannig að trúfélög fái heimild til að staðfesta samvist þá styður Kirkjuþing það að prestum Þjóðkirkjunnar, sem eru vígslumenn að lögum, verði það heimilt. Kirkjuþing leggur áherslu á að frelsi presta í þessum efnum verði virt." Skrefið sem íslenska ÞK tók til samþykkis við réttindi samkynhneigðra var risastórt og stærra en nánast allra lúterskra kirkna í veröldinni. Á prestastefnu 2010 lýstu 90 prestar og djáknar því yfir að þeir vildu ganga enn lengra (en það er nær tveir þriðjungar stéttanna). Síðan hafa nokkrir prestar unnið ötullega að málefnum samkynhneigðra í ræðu og riti. Það fer því fyrir brjóstið á mér þegar tönnlast er á því að prestar ÞK gangi fram í fordómum gagnvart samkynhneigðum. Stundum mistekst okkur Samlíking Sifjar á hjónavígslu og afgreiðslu vöru yfir búðarborð er vart svara verð. Hjónavígsla er löggjörningur með pappírum og réttri undirskrift, undirbúningur, samtal og athöfn um mikilvægi og gildi góðs hjónalífs. Þó að ég beri sömu virðingu fyrir barni og fullorðnum þá gifti ég ekki barnið. Virðing mín er engu minni fyrir samkynhneigðum en fyrir öðrum, ég er tilbúin að gefa þá saman og ég finn til undan því þegar þeim er sýnd mannvonska eða fordómar. Því miður hefur kirkjan stundum brugðist þeim og það er leitt að þar finnast fordómar eins og annars staðar. Viðhorf trúaðra fer m.a. eftir kennivaldi og túlkun Biblíunnar, þar er mismunandi nálgun og skilningur sem hefur áhrif á túlkun þeirra. Við þurfum að mæta öllum af elsku hins alvitra, sýna breidd, umfaðma og umvanda. Heilindi þeirra sem ganga í hjónaband skiptir mestu. Þar eru ást, virðing, réttlæti og trúfesti hornsteinninn sem allt annað á að meta út frá. Þó að nú sé tíska að henda eggjum og grjóti orðanna í ÞK þá er þörf að kynna sér málin fyrst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Sjá meira
Lífsreynsla mín hefur kennt mér að fáfræði um málefni kallar oft á harða dóma. Það á við um mig jafnt og aðra. Áður en ég kynnti mér markvisst málefni samkynhneigðra í guðfræðináminu örlaði á ótta og skeytingarleysi gagnvart þeim. Eftir að ég kynnti mér málin komst ég að mínum eigin fordómum og vann mig í gegnum þá eins og langflestir sem skoða mál þeirra af einurð. Þegar ég les grein eins og Sifjar Sigmarsdóttur hér í blaðinu 19.12.2012, verður mér hugsað til þess hvort Þjóðkirkjan (ÞK) þurfi ekki að setja upp námskeið sem upplýsi og haldi til haga því mikla ferli sem fór fram innan hennar frá því lög um staðfesta samvist 1996 tóku gildi og þar til ein hjúskaparlög urðu til. Það ríkir mikil fáfræði á meðal margra sem skrifa og tala um það risaskref sem ÞK tók á þessum 15 árum. Samræða og viðhorf Málefni samkynhneigðra hafa löngum verið viðkvæm og því miður láðist ÞK að takast skörulega á við það strax 1996. En fljótlega upp úr lögunum um staðfesta samvist var gert helgisiðaform til blessunar fyrir sambönd samkynhneigðra. Það voru umræður í hópum innan kirkjunnar en það var ekki fyrr en eftir 2005 sem prestar fóru að ræða þetta markvisst. Málstofur voru haldnar m.a. í samvinnu við samkynhneigða. Fræðimenn í gamla- og nýjatestamentisfræðum unnu ítarlega vinnu (http://kirkjan.is/samkynhneigdogkirkja/). Kristnir siðfræðingar kynntu mismunandi stefnur um málið sem lýstu viðhorfum allt frá því að munur sam- og gagnkynhneigðra væri sá sami og munur örvhentra og rétthentra til þess viðhorfs að samkynhneigð væri röng. Auk þess kom fram að lúterskar kirkjur um víða veröld væru sama eining sem hefði mjög ólíka nálgun á málefnið, þar gæti myndast spenna allt eftir niðurstöðu. Þetta voru prestar og biskupar með í fanginu þegar þeir unnu að því að móta stefnu ÞK til framtíðar ásamt leikmönnum. Inn í þessa mynd þarf að taka að ÞK er öllum opin og á því ekki að ýta einum eða öðrum hóp út. Henni ber að taka samkynhneigðum opnum örmum, hún verður líka að vera opin fyrir mjög íhaldssama sem og frjálslynda. ÞK rúmar því margar skoðanir. Samþykktin gat ekki verið þannig að einungis einn viðhorfahópur fengi inni. Með því að hafna algjörlega tilverurétti íhaldssamra presta og almennings þá væri kirkjan að bregðast þeim hópi. Margir íhaldssamir borgarar lýstu skoðun sinni við mig en það gerðu einnig þeir frjálslyndu. Niðurstaða prestastefnu Tvær prestastefnur voru undirlagðar af samræðunni um málefni samkynhneigðra (2006-2007). Niðurstaðan var afgerandi, góður meirihluti presta samþykkti helgisiðaform er lyti að staðfestingu samvistar. Á kirkjuþingi 2007 (þar situr safnaðarfólk, prestar, biskupar o.fl.) var samþykkt: „…Ef lögum um staðfesta samvist verður breytt þannig að trúfélög fái heimild til að staðfesta samvist þá styður Kirkjuþing það að prestum Þjóðkirkjunnar, sem eru vígslumenn að lögum, verði það heimilt. Kirkjuþing leggur áherslu á að frelsi presta í þessum efnum verði virt." Skrefið sem íslenska ÞK tók til samþykkis við réttindi samkynhneigðra var risastórt og stærra en nánast allra lúterskra kirkna í veröldinni. Á prestastefnu 2010 lýstu 90 prestar og djáknar því yfir að þeir vildu ganga enn lengra (en það er nær tveir þriðjungar stéttanna). Síðan hafa nokkrir prestar unnið ötullega að málefnum samkynhneigðra í ræðu og riti. Það fer því fyrir brjóstið á mér þegar tönnlast er á því að prestar ÞK gangi fram í fordómum gagnvart samkynhneigðum. Stundum mistekst okkur Samlíking Sifjar á hjónavígslu og afgreiðslu vöru yfir búðarborð er vart svara verð. Hjónavígsla er löggjörningur með pappírum og réttri undirskrift, undirbúningur, samtal og athöfn um mikilvægi og gildi góðs hjónalífs. Þó að ég beri sömu virðingu fyrir barni og fullorðnum þá gifti ég ekki barnið. Virðing mín er engu minni fyrir samkynhneigðum en fyrir öðrum, ég er tilbúin að gefa þá saman og ég finn til undan því þegar þeim er sýnd mannvonska eða fordómar. Því miður hefur kirkjan stundum brugðist þeim og það er leitt að þar finnast fordómar eins og annars staðar. Viðhorf trúaðra fer m.a. eftir kennivaldi og túlkun Biblíunnar, þar er mismunandi nálgun og skilningur sem hefur áhrif á túlkun þeirra. Við þurfum að mæta öllum af elsku hins alvitra, sýna breidd, umfaðma og umvanda. Heilindi þeirra sem ganga í hjónaband skiptir mestu. Þar eru ást, virðing, réttlæti og trúfesti hornsteinninn sem allt annað á að meta út frá. Þó að nú sé tíska að henda eggjum og grjóti orðanna í ÞK þá er þörf að kynna sér málin fyrst.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun