Kobe: Langt síðan ég hef leikið betur Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 1. janúar 2013 20:45 Mynd/Nordic Photos/Getty „Það er langt síðan ég hef leikið betur," sagði Kobe Bryant stórstjarna Los Angeles Lakers eftir æfingu í gær mánudag um frammistöðu sína það sem af er tímabilinu í NBA körfuboltanum. Kobe Bryant hefur aldrei hitt betur á 17 ára ferli sínum. Hann hefur hitt úr 47,8 prósent skota sinna það sem af er tímabilinu. Bryant er 34 ára gamall en það hefur ekki stoppað hann í að skora manna mest á tímabilinu en hann er stigahæstur með 30,1 stig að meðaltali í leik. Desember mánuður var einstakur fyrir hann. Aldrei á ferlinum hafði honum tekist að skora 33,79 stig að meðaltali í leik yfir mánuð á sama tíma og hann náði að hirða 5,57 fráköst og gaf 4,64 stoðsendingar. „Ég held að þetta snúist fyrst og fremst um mínútur. Ég spila meira en síðustu ár og ég er heill heilsu. „Ég hafði heilt sumar til að verða heill, komast í form, styrkja mig og ég held að það hafi mikið með þetta gera. Mataræðið skiptir líka sköpum," sagði Kobe en hann hefur leikið um 38,7 mínútur að meðaltali í leik, örlítið meira en undir stjórn Mike Brown á síðustu leiktíð en umtalsvert meira en þegar hann lék 33,9 mínútur að meðaltali á síðasta tímabili Phil Jackson með Lakers. Bryant segir sjálfur að hann hafi leikið „á einum fæti" á síðasta tímabili Jackson en margir töldu þá að ferill Bryant væri á hraðri niðurleið. „Ég lék allt í lagi miðað við að ég væri á einum fæti en þetta snérist líka um fækkun mínútna á vellinum. Það fór í taugarnar á mér að fólk segði að ferillinn væri á niðurleið þegar þetta snérist fyrst og fremst um færri mínútur. Ég tók það nærri mér og vildi mæta enn betri til leiks þetta tímabilið," sagði Kobe Bryant sem hefur lengi verið þekktur fyrir einstakt keppnisskap og vinnusemi. „Ég hef ekki tekið nein sérstök bætiefni til að hjálpa mér. Það sem ég geri er að æfa af krafti og passa mataræðið. Maður þarf að meta sig rétt. Menn halda að þeir geti farið út og gert það sama og þegar þeir voru ungir og borðað það sama og áður og viðurkenna ekki að það sem þú borðar hefur áhrif. „Ég hef verið heiðarlegur við sjálfan mig og skorið margt niður og borða mjög heilsusamlega. Það er ömurlegt en það er þess virði," sagði Kobe Bryant sem borðar ekki lengur það sama og hann gerði fyrir leikinn sögulega gegn Toronto Raptors þegar Bryant skoraði 81 stig. Þá borðaði hann pepperoni flatböku og drakk gos með. Nú er það magur fiskur, kjöt og grænmeti sem er uppistaða fæðu hans. NBA Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Íslenski boltinn „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Sjá meira
„Það er langt síðan ég hef leikið betur," sagði Kobe Bryant stórstjarna Los Angeles Lakers eftir æfingu í gær mánudag um frammistöðu sína það sem af er tímabilinu í NBA körfuboltanum. Kobe Bryant hefur aldrei hitt betur á 17 ára ferli sínum. Hann hefur hitt úr 47,8 prósent skota sinna það sem af er tímabilinu. Bryant er 34 ára gamall en það hefur ekki stoppað hann í að skora manna mest á tímabilinu en hann er stigahæstur með 30,1 stig að meðaltali í leik. Desember mánuður var einstakur fyrir hann. Aldrei á ferlinum hafði honum tekist að skora 33,79 stig að meðaltali í leik yfir mánuð á sama tíma og hann náði að hirða 5,57 fráköst og gaf 4,64 stoðsendingar. „Ég held að þetta snúist fyrst og fremst um mínútur. Ég spila meira en síðustu ár og ég er heill heilsu. „Ég hafði heilt sumar til að verða heill, komast í form, styrkja mig og ég held að það hafi mikið með þetta gera. Mataræðið skiptir líka sköpum," sagði Kobe en hann hefur leikið um 38,7 mínútur að meðaltali í leik, örlítið meira en undir stjórn Mike Brown á síðustu leiktíð en umtalsvert meira en þegar hann lék 33,9 mínútur að meðaltali á síðasta tímabili Phil Jackson með Lakers. Bryant segir sjálfur að hann hafi leikið „á einum fæti" á síðasta tímabili Jackson en margir töldu þá að ferill Bryant væri á hraðri niðurleið. „Ég lék allt í lagi miðað við að ég væri á einum fæti en þetta snérist líka um fækkun mínútna á vellinum. Það fór í taugarnar á mér að fólk segði að ferillinn væri á niðurleið þegar þetta snérist fyrst og fremst um færri mínútur. Ég tók það nærri mér og vildi mæta enn betri til leiks þetta tímabilið," sagði Kobe Bryant sem hefur lengi verið þekktur fyrir einstakt keppnisskap og vinnusemi. „Ég hef ekki tekið nein sérstök bætiefni til að hjálpa mér. Það sem ég geri er að æfa af krafti og passa mataræðið. Maður þarf að meta sig rétt. Menn halda að þeir geti farið út og gert það sama og þegar þeir voru ungir og borðað það sama og áður og viðurkenna ekki að það sem þú borðar hefur áhrif. „Ég hef verið heiðarlegur við sjálfan mig og skorið margt niður og borða mjög heilsusamlega. Það er ömurlegt en það er þess virði," sagði Kobe Bryant sem borðar ekki lengur það sama og hann gerði fyrir leikinn sögulega gegn Toronto Raptors þegar Bryant skoraði 81 stig. Þá borðaði hann pepperoni flatböku og drakk gos með. Nú er það magur fiskur, kjöt og grænmeti sem er uppistaða fæðu hans.
NBA Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Íslenski boltinn „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn