Vill hafa gætur á arðgreiðslum ISNIC Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. janúar 2013 09:54 Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, vill koma í veg fyrir að miklir fjármunir verði teknir út úr fyrirtækinu ISNIC í formi arðgreiðslna. Þetta kom fram í máli ráðherrans á Alþingi í gær þar sem hann mælti fyrir frumvarpi um landslénið .is. Frumvarpið felur meðal annars í sér 3,5% skatt á bókfærðri veltu ISNIC. ISNIC er skráningarstofa íslenska höfuðlénsins .is og hefur frá árinu 1995 haldið utan um rekstur íslenska hluta Internetsins. Ásbjörn Óttarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, veitti andsvar við frumvarpi ráðherrans og vitnaði í ummæli Jens Péturs Jensen úr viðtali á Vísi í gær. Þar kom fram að í könnun sem fyrirtækið lét gera og náði til fimmtíu landa hafi komið í ljós að ekkert landanna fimmtíu innheimti lénaskatt. „Tekjur ríkisjóðs munu snarlækka. Þetta mun draga úr skráningum og þar með skattgreiðslu ISNIC. Þrátt fyrir að vera mjög lítið fyrirtæki er ISNIC mjög öflugur skattgreiðandi," sagði Jens Pétur í viðtalinu við Vísi í gær. Ögmundur sagði í svari sínu til Ásbjörns að við vinnslu frumvarpsins hefði verið hlustað á sjónarmið ISNIC og Póst- og fjarskiptastofnunar sem mun sinna innheimtuhlutverkinu verði frumvarpið að lögum. „Við viljum koma í veg fyrir að miklir fjármunir verði teknir í arði út úr starfseminni. Það er vísað til þess í þessu frumvarpi og eftirlitið lítur meðal annars að slíkum þáttum. En um leið viljum við að fyrirtækinu vegni sem allra best því það eru hagsmunir samfélagsins. Þess vegna viljum við gæta að því að það sé ekki skattlagt um hóf og því sé búin umgjörð sem býr þessari starfsemi öryggi til frambúðar," sagði Ögmundur og bætti við að breytingar hefðu verið gerðar á eldra frumvarpi til þess að koma að einhverju leyti til móts við athugasemdir ISNIC. ISNIC greiddi 162 milljónir í arð til hluthafa sinna á árunum 2002-2006 samkvæmt frétt Viðskiptablaðsins frá árinu 2011. Enginn arður var greiddur fyrir næstu fimm ár en árið 2011 voru 30 milljónir greiddar til eigenda í formi arðgreiðslna. Jens Pétur Jensen, framkvæmdastjóri ISNIC, er stærsti hluthafinn í ISNIC með 30% hlut. Aðrir stórir hluthafar eru Íslandspóstur (19%), Magnús Soffaníasson (17%) og Bárður Tryggason (16%). Hluthafar eru samtals 24 samkvæmt frétt Viðskiptablaðsins frá því í desember. Eftirlit með skráningaraðilum og rétthöfumÁsbjörn spurði Ögmund út í 15. grein frumvarpsins þar sem fram kemur að Póst- og fjarskiptastofnun fari, eftir atvikum, með eftirlit starfsemi skráningaraðila og rétthafa. Jens Pétur sagði í viðtalinu við Vísi í gær að greinin fæli mögulega í sér ritskoðun. „Það sem átt er við er að ef upp koma umkvartanir í tengslum við aðila sem reka lén þá er hægt að ganga úr skugga um að skráning sé réttmæt og farið að lögum og réttar upplýsingar gefnar fram," sagði Ögmundur. Innlent Tengdar fréttir Segir yfirvöld opna á ritskoðun á Internetinu Með frumvarpi um landslénið .is, sem Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra mun leggja fyrir Alþingi í dag, er verið að fara aftur til fornaldar að sögn Jens Péturs Jenssonar, framkvæmdastjóra ISNIC. 15. janúar 2013 11:37 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Sjá meira
Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, vill koma í veg fyrir að miklir fjármunir verði teknir út úr fyrirtækinu ISNIC í formi arðgreiðslna. Þetta kom fram í máli ráðherrans á Alþingi í gær þar sem hann mælti fyrir frumvarpi um landslénið .is. Frumvarpið felur meðal annars í sér 3,5% skatt á bókfærðri veltu ISNIC. ISNIC er skráningarstofa íslenska höfuðlénsins .is og hefur frá árinu 1995 haldið utan um rekstur íslenska hluta Internetsins. Ásbjörn Óttarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, veitti andsvar við frumvarpi ráðherrans og vitnaði í ummæli Jens Péturs Jensen úr viðtali á Vísi í gær. Þar kom fram að í könnun sem fyrirtækið lét gera og náði til fimmtíu landa hafi komið í ljós að ekkert landanna fimmtíu innheimti lénaskatt. „Tekjur ríkisjóðs munu snarlækka. Þetta mun draga úr skráningum og þar með skattgreiðslu ISNIC. Þrátt fyrir að vera mjög lítið fyrirtæki er ISNIC mjög öflugur skattgreiðandi," sagði Jens Pétur í viðtalinu við Vísi í gær. Ögmundur sagði í svari sínu til Ásbjörns að við vinnslu frumvarpsins hefði verið hlustað á sjónarmið ISNIC og Póst- og fjarskiptastofnunar sem mun sinna innheimtuhlutverkinu verði frumvarpið að lögum. „Við viljum koma í veg fyrir að miklir fjármunir verði teknir í arði út úr starfseminni. Það er vísað til þess í þessu frumvarpi og eftirlitið lítur meðal annars að slíkum þáttum. En um leið viljum við að fyrirtækinu vegni sem allra best því það eru hagsmunir samfélagsins. Þess vegna viljum við gæta að því að það sé ekki skattlagt um hóf og því sé búin umgjörð sem býr þessari starfsemi öryggi til frambúðar," sagði Ögmundur og bætti við að breytingar hefðu verið gerðar á eldra frumvarpi til þess að koma að einhverju leyti til móts við athugasemdir ISNIC. ISNIC greiddi 162 milljónir í arð til hluthafa sinna á árunum 2002-2006 samkvæmt frétt Viðskiptablaðsins frá árinu 2011. Enginn arður var greiddur fyrir næstu fimm ár en árið 2011 voru 30 milljónir greiddar til eigenda í formi arðgreiðslna. Jens Pétur Jensen, framkvæmdastjóri ISNIC, er stærsti hluthafinn í ISNIC með 30% hlut. Aðrir stórir hluthafar eru Íslandspóstur (19%), Magnús Soffaníasson (17%) og Bárður Tryggason (16%). Hluthafar eru samtals 24 samkvæmt frétt Viðskiptablaðsins frá því í desember. Eftirlit með skráningaraðilum og rétthöfumÁsbjörn spurði Ögmund út í 15. grein frumvarpsins þar sem fram kemur að Póst- og fjarskiptastofnun fari, eftir atvikum, með eftirlit starfsemi skráningaraðila og rétthafa. Jens Pétur sagði í viðtalinu við Vísi í gær að greinin fæli mögulega í sér ritskoðun. „Það sem átt er við er að ef upp koma umkvartanir í tengslum við aðila sem reka lén þá er hægt að ganga úr skugga um að skráning sé réttmæt og farið að lögum og réttar upplýsingar gefnar fram," sagði Ögmundur.
Innlent Tengdar fréttir Segir yfirvöld opna á ritskoðun á Internetinu Með frumvarpi um landslénið .is, sem Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra mun leggja fyrir Alþingi í dag, er verið að fara aftur til fornaldar að sögn Jens Péturs Jenssonar, framkvæmdastjóra ISNIC. 15. janúar 2013 11:37 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Sjá meira
Segir yfirvöld opna á ritskoðun á Internetinu Með frumvarpi um landslénið .is, sem Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra mun leggja fyrir Alþingi í dag, er verið að fara aftur til fornaldar að sögn Jens Péturs Jenssonar, framkvæmdastjóra ISNIC. 15. janúar 2013 11:37