Fundað um neyðarlán til Kýpur, Kýpurbúar með ás upp í erminni 21. janúar 2013 06:19 Fjármálaráðherrar evrusvæðisins funda í dag um hvort veita eigi Kýpur meira af neyðarlánum en þegar hefur verið ákveðið. Kýpurbúar eru með öflugan ás upp í erminni. Kýpur hefur beðið um 17 milljarða evra til viðbótar þeirri upphæð sem þegar hefur verið ákveðið að lána þeim. Ekki er búist við að fjármálaráðherrarnir muni taka endanlega ákvörðun í dag en í augnablikinu rambar Kýpur á barmi þjóðargjaldþrots. Kýpurbúar eiga þó öflugan ás upp í erminni en ásinn er gífurlegar birgðir af náttúrugasi undir landgrunni þeirra. Í nýrri greiningu metur Royal Bank of Scotland að verðmæti þessara gasbirgða nemi um 600 milljörðum evra eða hinni stjarnfræðilegu upphæð 103 billjónum króna. Vinnsla á þessu gasi hefst hinsvegar ekki fyrr en árið 2019. Þetta er því sýnd veiði en ekki gefin. Það sem stendur í mörgum af ráðherrunum er að í skýrslu þýsku leyniþjónustunnar í fyrra kom fram að rússneskir auðmenn og rússneska mafían eiga 20 milljarða evra inni á reikningum í bönkum Kýpur eða nokkru hærri upphæð en nemur landsframleiðslu eyjunnar. Með meiri neyðarlánum væri m.a. verið að koma þessum innistæðum í skjól. Mest lesið Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Fjármálaráðherrar evrusvæðisins funda í dag um hvort veita eigi Kýpur meira af neyðarlánum en þegar hefur verið ákveðið. Kýpurbúar eru með öflugan ás upp í erminni. Kýpur hefur beðið um 17 milljarða evra til viðbótar þeirri upphæð sem þegar hefur verið ákveðið að lána þeim. Ekki er búist við að fjármálaráðherrarnir muni taka endanlega ákvörðun í dag en í augnablikinu rambar Kýpur á barmi þjóðargjaldþrots. Kýpurbúar eiga þó öflugan ás upp í erminni en ásinn er gífurlegar birgðir af náttúrugasi undir landgrunni þeirra. Í nýrri greiningu metur Royal Bank of Scotland að verðmæti þessara gasbirgða nemi um 600 milljörðum evra eða hinni stjarnfræðilegu upphæð 103 billjónum króna. Vinnsla á þessu gasi hefst hinsvegar ekki fyrr en árið 2019. Þetta er því sýnd veiði en ekki gefin. Það sem stendur í mörgum af ráðherrunum er að í skýrslu þýsku leyniþjónustunnar í fyrra kom fram að rússneskir auðmenn og rússneska mafían eiga 20 milljarða evra inni á reikningum í bönkum Kýpur eða nokkru hærri upphæð en nemur landsframleiðslu eyjunnar. Með meiri neyðarlánum væri m.a. verið að koma þessum innistæðum í skjól.
Mest lesið Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira