NBA í nótt: Góður sigur Golden State Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. febrúar 2013 09:00 Andrew Bogut og David Lee fagna í leiknum í nótt. Mynd/AP Aðeins tveir leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Þar unnu Golden State og Oklahoma City góða sigra. Golden State hafði betur gegn Dallas á heimavelli, 100-97. Golden State hefur verið eitt af betri liðum deildarinnar í ár og hefur nú unnið þrjá leiki í röð, þrátt fyrir að leikstjórandinn Stephen Curry hafi misst af síðustu tveimur vegna meiðsla. Í fjarveru hans var Klay Thompson stigahæstur í liði Golden State með 27 stig. Þá átti David Lee frábæran leik en hann var með fimmtán stig, 20 fráköst og níu stoðsendingar. Golden State endurheimti einnig Andrew Bogut úr meiðslum og hann varði skot á mikilvægu augnabliki rétt fyrir leikslok. Þá var staðan 98-97 en Golden State fékk boltann og jók muninn í þrjú stig. Vince Carter fékk tækifæri til að jafna með erfiðu þriggja stiga skoti um leið og leiktíminn rann út en það geigaði. OJ Mayo var stigahæstur í liði Dallas með 25 stig. Carter var með 22 og Shawn Marion átján. Oklahoma City vann Memphis, 106-89, en þetta var fyrsti leikur síðarnefnda liðsins áður en Rudy Gay var skipt til Toronto Raptors. Sigur Oklahoma City var nokkuð öruggur en Memphis komst þó á ágætt skrið eftir að Russell Westbrook var settur á bekkinn í þriðja leikhluta. Westbrook náði ekki að hemja skap sitt og lét í ljós óánægju með liðsfélaga sína á vellinum, með þeim afleiðingum að þjálfarinn Scott Brooks tók hann af velli. "Þetta var bara smá samskiptavandamál," sagði Westbrook við fjölmiðla eftir leikinn en aðrir leikmenn Oklahoma City gerðu einnig lítið úr málinu eftir leik. Westbrook hvíldi í um átta mínútur áður en hann kom aftur inn á í fjórða leikhluta, en Oklahoma City náði að halda forystu sinni allt til leiksloka. Kevin Durant var stigahæstur í liði Oklahoma City með 27 stig. NBA Mest lesið Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Formúla 1 Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Handbolti Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Íslenski boltinn Sigurbjörn hættur: „Árangurinn hefur verið stórkostlegur“ Sport Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Enski boltinn Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Enski boltinn Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara Fótbolti Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Íslenski boltinn Ronaldo þénar 150 milljónum meira en Messi Fótbolti Fleiri fréttir Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Sjá meira
Aðeins tveir leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Þar unnu Golden State og Oklahoma City góða sigra. Golden State hafði betur gegn Dallas á heimavelli, 100-97. Golden State hefur verið eitt af betri liðum deildarinnar í ár og hefur nú unnið þrjá leiki í röð, þrátt fyrir að leikstjórandinn Stephen Curry hafi misst af síðustu tveimur vegna meiðsla. Í fjarveru hans var Klay Thompson stigahæstur í liði Golden State með 27 stig. Þá átti David Lee frábæran leik en hann var með fimmtán stig, 20 fráköst og níu stoðsendingar. Golden State endurheimti einnig Andrew Bogut úr meiðslum og hann varði skot á mikilvægu augnabliki rétt fyrir leikslok. Þá var staðan 98-97 en Golden State fékk boltann og jók muninn í þrjú stig. Vince Carter fékk tækifæri til að jafna með erfiðu þriggja stiga skoti um leið og leiktíminn rann út en það geigaði. OJ Mayo var stigahæstur í liði Dallas með 25 stig. Carter var með 22 og Shawn Marion átján. Oklahoma City vann Memphis, 106-89, en þetta var fyrsti leikur síðarnefnda liðsins áður en Rudy Gay var skipt til Toronto Raptors. Sigur Oklahoma City var nokkuð öruggur en Memphis komst þó á ágætt skrið eftir að Russell Westbrook var settur á bekkinn í þriðja leikhluta. Westbrook náði ekki að hemja skap sitt og lét í ljós óánægju með liðsfélaga sína á vellinum, með þeim afleiðingum að þjálfarinn Scott Brooks tók hann af velli. "Þetta var bara smá samskiptavandamál," sagði Westbrook við fjölmiðla eftir leikinn en aðrir leikmenn Oklahoma City gerðu einnig lítið úr málinu eftir leik. Westbrook hvíldi í um átta mínútur áður en hann kom aftur inn á í fjórða leikhluta, en Oklahoma City náði að halda forystu sinni allt til leiksloka. Kevin Durant var stigahæstur í liði Oklahoma City með 27 stig.
NBA Mest lesið Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Formúla 1 Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Handbolti Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Íslenski boltinn Sigurbjörn hættur: „Árangurinn hefur verið stórkostlegur“ Sport Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Enski boltinn Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Enski boltinn Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara Fótbolti Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Íslenski boltinn Ronaldo þénar 150 milljónum meira en Messi Fótbolti Fleiri fréttir Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Sjá meira